Lokabaráttan fyrir kosningar í haust í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2021 16:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni í vikunni. Þar er meðal annars lagt til að kjkörtímabil forseta Íslands verði lengt í sex ár og hver og einn geti aðeins setið á forsetastóli í tvö kjörtímabil. Stöð 2/Einar Síðasta vorþing yfirstandandi kjörtímabils hefst á morgun og í vikunni mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggja fram þingmannafrumvarp um breytingar á stjórnarskránni í fjórum aðalatriðum. Ólíktlegt er að það frumvarp nái fram að ganga í heild sinni en þetta var niðurstaða Katrínar eftir fjölda funda með formönnum annarra flokka á kjörtímabilinu í tilraun til að ná breiðri sátt um stjórnarskrárbreytingar. Forsætisráðherra verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í síðustu Víglínunni sem verður í opinni dagskrá klukkan 17:40 en á morgun verður Stöð 2 alfarið áskriftarstöð. Það eru mörg stór mál sem bíða afgreiðslu á komandi þingi. Forsætisráðherra vonar að búið verði að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar um mitt þetta ár.Stöð 2/Einar Fyrir utan stjórnarskrárbreytingar verður frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð að teljast með þeim umdeildustu en það eru fleiri mál undir. Þá verður rætt við forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum á landamærunum en mörgum finnst að þar hefði mátt gera betur. Í seinni hluta Víglínunnar mætast þeir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar til að ræða meðal annars framboðsmál fyrir komandi alþingiskosningar í september. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða framboðsmál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Stöð 2/Einar Ásmundur Einar hefur ákveðið að flytja sig úr norðvesturkjördæmi og ætlar að bjóða sig fram í Reykjavík norður. En Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í höfuborginni í undanförnum kosningum og littlu mátti muna að Lilja Alfreðsdóttir næði ekki á þing í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Þá hefur Samfylkingin farið óvenjulega leið til að velja frambjóðendur í Reykjavík. Flokksmenn þar gátu tilnefnt frambjóðendur sem síðan verður stillt upp á lista án þess að fylgi við hvern og einn þeirra verði opinberað. Við ræðum þessi mál við þá Loga og Ásmund Einar en einnig frammistöðu ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum. Ekki hvað síst í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Víglínan er í opinni dagskrá í dag á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Víglínan Stjórnarskrá Alþingi Hálendisþjóðgarður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Forsætisráðherra verður gestur Heimis Más Péturssonar fréttamanns í síðustu Víglínunni sem verður í opinni dagskrá klukkan 17:40 en á morgun verður Stöð 2 alfarið áskriftarstöð. Það eru mörg stór mál sem bíða afgreiðslu á komandi þingi. Forsætisráðherra vonar að búið verði að bólusetja bróðurpart þjóðarinnar um mitt þetta ár.Stöð 2/Einar Fyrir utan stjórnarskrárbreytingar verður frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð að teljast með þeim umdeildustu en það eru fleiri mál undir. Þá verður rætt við forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum á landamærunum en mörgum finnst að þar hefði mátt gera betur. Í seinni hluta Víglínunnar mætast þeir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar til að ræða meðal annars framboðsmál fyrir komandi alþingiskosningar í september. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræða framboðsmál og aðgerðir ríkisstjórnarinnar.Stöð 2/Einar Ásmundur Einar hefur ákveðið að flytja sig úr norðvesturkjördæmi og ætlar að bjóða sig fram í Reykjavík norður. En Framsóknarflokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar í höfuborginni í undanförnum kosningum og littlu mátti muna að Lilja Alfreðsdóttir næði ekki á þing í Reykjavík suður í síðustu kosningum. Þá hefur Samfylkingin farið óvenjulega leið til að velja frambjóðendur í Reykjavík. Flokksmenn þar gátu tilnefnt frambjóðendur sem síðan verður stillt upp á lista án þess að fylgi við hvern og einn þeirra verði opinberað. Við ræðum þessi mál við þá Loga og Ásmund Einar en einnig frammistöðu ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum. Ekki hvað síst í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Víglínan er í opinni dagskrá í dag á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.
Víglínan Stjórnarskrá Alþingi Hálendisþjóðgarður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira