Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2021 07:14 Frá flotastöð danska hersins í Grønnedal á Grænlandi. Götur eru malbikaðar. Þegar mest var bjuggu þar um tvöhundruð manns, hermenn og fjölskyldur þeirra. Nú er neglt fyrir flesta glugga. Árni Harðarson Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún flutti ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Hugmynd flokksins er að þangað verði sendir þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku sem og hælisleitendur með afbrotaferil. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. Sum íbúðarhúsin í Grønnedal eru með verönd. Á grænlensku heitir staðurinn Kangilinnguit.Árni Harðarson „Það er vonast til að þingmálið verði lagt fram og afgreitt á yfirstandandi vorþingi - það er eigi síðar en í júní á þessu ári,“ segir Alexander Søndergaard, starfsmaður þingflokks Danska þjóðarflokksins, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Tveir danskir herjeppar í Grønnedal haustið 2017. Þá voru aðeins fjórir menn í stöðinni, tveir hermenn og tveir iðnaðarmenn.Árni Harðarson Í frétt danska blaðsins BT um málið fyrir jól kemur fram að hælisleitendur með þessa stöðu séu núna vistaðir í sérstakri útgöngumiðstöð á Mið-Jótlandi. Haft er eftir Piu Kjærsgaard að það sé sama hvar brottviknir hælisleitendur séu hafðir, það veki hvergi hrifningu íbúa í nágrenninu. Flotastöðin stendur við Arsuk-fjörð, sem liggur á 61. breiddargráðu, álíka og Bergen í Noregi, og talsvert sunnar en Ísland.Árni Harðarson „Á Grænlandi eru miklar víðáttur og þar er ómögulegt fyrir þá að skapa vandræði eða valda ótta. Þessi lausn gæti einnig leitt til þess að fleiri fengjust til að snúa aftur heim til sín. Þessvegna er Grænland virkilega góð lausn,“ segir Pia Kjærsgaard, sem er umtöluð vegna andstöðu sinnar gegn innflytjendum. Talsvert kjarr er í kringum stöðina. Rústir eftir byggð norrænna manna, sem Eiríkur rauði stofnaði á Grænlandi, finnast á svæðinu en hafa lítt verið rannsakaðar.Árni Harðarson Þess er skemmst að minnast að hluti íslenskra alþingismanna hunsaði fullveldisafmælisfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018 vegna komu hennar. Hún sat fundinn fyrir hönd dönsku þjóðarinnar sem þáverandi forseti danska þingsins. Yfir áttatíu húsbyggingar tilheyra stöðinni.Árni Harðarson Þessi tillaga Þjóðarflokksins um herstöðina í Grønnedal er raunar ekki ný af nálinni. Annar þingmaður flokksins, Søren Espersen, varpaði því fyrst fram árið 2015 að stöðin yrði tekin undir hælisleitendur eftir að danski herinn yfirgaf svæðið. Barnaskóli og leikskóli voru í Grønnedal-herstöðinni.Árni Harðarson Pia Kjærsgaard setur þann fyrirvara í myndbandsviðtali að samningar takist við grænlensku landsstjórnina um verkefnið. Danska ríkið myndi greiða kostnaðinn og um leið skapa tekjur og atvinnu fyrir Grænlendinga. Danska herskipið Beskytteren við bryggju í Grønnedal í apríl 2007.Wikimedia Commons Upphaflega var það bandaríski herinn sem byggði flotastöðina í Grønnedal í síðari heimsstyrjöld. Megintilgangurinn var að verja krýólít-námu skammt frá en efnið var mikilvægt í framleiðslu áls vegna smíði herflugvéla Bandaríkjamanna í stríðinu. Stöðin hefur nánast verið eins og draugabær frá árinu 2014.Árni Harðarson Danski herinn tók við stöðinni árið 1951 og varð hún bækistöð dönsku herskipanna við Grænland. Einnig voru lengi staðsett þar tvö sjómælingaskip. Árið 2012 voru höfuðstöðvar danska hersins fluttar til Nuuk og var Grønnedal-stöðinni lokað í sparnaðarskyni árið 2014. Íþróttasalur með leiksviði er í Grønnedal.Árni Harðarson Grænlensk stjórnvöld buðu þá húseignirnar til sölu í von um að fá þangað erlenda fjárfesta. Það olli hins vegar uppnámi innan NATO þegar stefndi í að kínverskt fyrirtæki myndi kaupa stöðina árið 2016. Grænlendingar voru á sama tíma komnir í viðræður við stjórnvöld í Kína um flugvallauppbygginu á Grænlandi. Bowling-brautirnar í Grønnedal.Árni Harðarson Danska ríkisstjórnin greip þá í taumana, tilkynnti að flotastöðin yrði opnuð að nýju og samdi í framhaldinu við Grænlendinga um að styðja við uppbyggingu flugvallakerfis landsins. Úr íþróttasalnum. Leikfimidýna á gólfi og rimlar á veggjum.Árni Harðarson Bandaríkjastjórn blandaði sér einnig í málið og gekk svo langt að forsetinn Donald Trump óskaði eftir því að fá að kaupa Grænland af Dönum. Bandaríkjamenn hafa síðan freistað þess að blíðka Grænlendinga með ýmsum hætti, eins og með efnahagsstuðningi og þjónustusamningi um Thule-herstöðina. Billiard-borðið í Grønnedal virðist nokkuð heillegt.Árni Harðarson Meðfylgjandi myndir af húsakynnum í Grønnedal tók íslenskur sjómaður, Árni Harðarson, fyrir þremur árum þegar fiskiskip sem hann var kokkur á, Nanoq GR, leitaði þar vars. Fiskiskipið Nanoq við bryggju í Grønnedal fyrir þremur árum. Nokkrir Íslendingar voru í áhöfn. Skipið hefur núna fengið nafnið Jökull ÞH eftir að það var nýlega keypt til Raufarhafnar.Árni Harðarson Skipið var þá í eigu Arctic Prime Fisheries, sem Brim á hlut í. Það hefur núna fengið nafnið Jökull ÞH en GPG Seafood ehf. á Húsavík keypti það nýlega og fær skipið heimahöfn á Raufarhöfn. Furutré vaxa í skjóli hússins. Þarna virðast vera sólarsellur.Árni Harðarson Árni segir að nokkrir Íslendingar hafi verið í áhöfn skipsins sem legið hafi í vari á herstöðinni í Grønnedal í tvo daga. Eldhús í einni ibúðinni.Árni Harðarson „Við skoðuðum svæðið og ég bauð þeim sem búa þar í mat. Þetta voru tveir hermenn og tveir iðnaðarmenn. Þetta var mjög sérstakt að koma þarna,“ rifjar Árni upp. Þarna hafa íbúar gróðursett grenitré við húsvegg. Árni Harðarson Hugmyndinni um að taka Grønnedal undir hælisleitendur hefur verið tekið misjafnlega meðal viðmælenda BT. Talsmaður Sósíaldemókrata í málefnum útlendinga, Rasmus Stoklund, segir þetta hljóma freistandi. Kínverskt námafyrirtæki var við það að kaupa stöðina af grænlenskum stjórnvöldum þegar NATO og danska ríkisstjórnin gripu í taumana.Árni Harðarson „Ég get vel séð að við eigum í vandræðum með fólk sem kemur hingað, fær vandaða úrvinnslu umsóknar um hæli og synjun en vill samt ekki yfirgefa landið. Og margir af þeim halda áfram að valda vandræðum,“ segir þessi þingmaður jafnaðarmanna. Húsin eru snyrtileg og virðist sem þeim sé vel við haldið.Árni Harðarson Þingmaður Venstre, Mads Fuglede, telur þessa lausn hins vegar mjög dýra og illframkvæmanlega. Auk þess að flytja alla útlendingana þurfi einnig að flytja starfsfólk fram og til baka. Hann spyr hvernig eigi að fá fólk til að vinna í eyðibyggð á Grænlandi. Fjallað var um flotastöðina í fréttum Stöðvar 2 fyrir fjórum árum: Grænland Danmörk NATO Norðurslóðir Varnarmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Hitamál ársins: Hátíðarfundur á Þingvöllum, hjúkrunarkona í kjól og Banksy Mál líðandi stundar vekja eins og gengur mismikla athygli og viðbrögð hjá almenningi. Sum mál verða stærri en önnur og lifa í umræðunni í vikur, jafnvel mánuði. 2. janúar 2019 14:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún flutti ávarp á hátíðarfundi á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Hugmynd flokksins er að þangað verði sendir þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku sem og hælisleitendur með afbrotaferil. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. Sum íbúðarhúsin í Grønnedal eru með verönd. Á grænlensku heitir staðurinn Kangilinnguit.Árni Harðarson „Það er vonast til að þingmálið verði lagt fram og afgreitt á yfirstandandi vorþingi - það er eigi síðar en í júní á þessu ári,“ segir Alexander Søndergaard, starfsmaður þingflokks Danska þjóðarflokksins, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Tveir danskir herjeppar í Grønnedal haustið 2017. Þá voru aðeins fjórir menn í stöðinni, tveir hermenn og tveir iðnaðarmenn.Árni Harðarson Í frétt danska blaðsins BT um málið fyrir jól kemur fram að hælisleitendur með þessa stöðu séu núna vistaðir í sérstakri útgöngumiðstöð á Mið-Jótlandi. Haft er eftir Piu Kjærsgaard að það sé sama hvar brottviknir hælisleitendur séu hafðir, það veki hvergi hrifningu íbúa í nágrenninu. Flotastöðin stendur við Arsuk-fjörð, sem liggur á 61. breiddargráðu, álíka og Bergen í Noregi, og talsvert sunnar en Ísland.Árni Harðarson „Á Grænlandi eru miklar víðáttur og þar er ómögulegt fyrir þá að skapa vandræði eða valda ótta. Þessi lausn gæti einnig leitt til þess að fleiri fengjust til að snúa aftur heim til sín. Þessvegna er Grænland virkilega góð lausn,“ segir Pia Kjærsgaard, sem er umtöluð vegna andstöðu sinnar gegn innflytjendum. Talsvert kjarr er í kringum stöðina. Rústir eftir byggð norrænna manna, sem Eiríkur rauði stofnaði á Grænlandi, finnast á svæðinu en hafa lítt verið rannsakaðar.Árni Harðarson Þess er skemmst að minnast að hluti íslenskra alþingismanna hunsaði fullveldisafmælisfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018 vegna komu hennar. Hún sat fundinn fyrir hönd dönsku þjóðarinnar sem þáverandi forseti danska þingsins. Yfir áttatíu húsbyggingar tilheyra stöðinni.Árni Harðarson Þessi tillaga Þjóðarflokksins um herstöðina í Grønnedal er raunar ekki ný af nálinni. Annar þingmaður flokksins, Søren Espersen, varpaði því fyrst fram árið 2015 að stöðin yrði tekin undir hælisleitendur eftir að danski herinn yfirgaf svæðið. Barnaskóli og leikskóli voru í Grønnedal-herstöðinni.Árni Harðarson Pia Kjærsgaard setur þann fyrirvara í myndbandsviðtali að samningar takist við grænlensku landsstjórnina um verkefnið. Danska ríkið myndi greiða kostnaðinn og um leið skapa tekjur og atvinnu fyrir Grænlendinga. Danska herskipið Beskytteren við bryggju í Grønnedal í apríl 2007.Wikimedia Commons Upphaflega var það bandaríski herinn sem byggði flotastöðina í Grønnedal í síðari heimsstyrjöld. Megintilgangurinn var að verja krýólít-námu skammt frá en efnið var mikilvægt í framleiðslu áls vegna smíði herflugvéla Bandaríkjamanna í stríðinu. Stöðin hefur nánast verið eins og draugabær frá árinu 2014.Árni Harðarson Danski herinn tók við stöðinni árið 1951 og varð hún bækistöð dönsku herskipanna við Grænland. Einnig voru lengi staðsett þar tvö sjómælingaskip. Árið 2012 voru höfuðstöðvar danska hersins fluttar til Nuuk og var Grønnedal-stöðinni lokað í sparnaðarskyni árið 2014. Íþróttasalur með leiksviði er í Grønnedal.Árni Harðarson Grænlensk stjórnvöld buðu þá húseignirnar til sölu í von um að fá þangað erlenda fjárfesta. Það olli hins vegar uppnámi innan NATO þegar stefndi í að kínverskt fyrirtæki myndi kaupa stöðina árið 2016. Grænlendingar voru á sama tíma komnir í viðræður við stjórnvöld í Kína um flugvallauppbygginu á Grænlandi. Bowling-brautirnar í Grønnedal.Árni Harðarson Danska ríkisstjórnin greip þá í taumana, tilkynnti að flotastöðin yrði opnuð að nýju og samdi í framhaldinu við Grænlendinga um að styðja við uppbyggingu flugvallakerfis landsins. Úr íþróttasalnum. Leikfimidýna á gólfi og rimlar á veggjum.Árni Harðarson Bandaríkjastjórn blandaði sér einnig í málið og gekk svo langt að forsetinn Donald Trump óskaði eftir því að fá að kaupa Grænland af Dönum. Bandaríkjamenn hafa síðan freistað þess að blíðka Grænlendinga með ýmsum hætti, eins og með efnahagsstuðningi og þjónustusamningi um Thule-herstöðina. Billiard-borðið í Grønnedal virðist nokkuð heillegt.Árni Harðarson Meðfylgjandi myndir af húsakynnum í Grønnedal tók íslenskur sjómaður, Árni Harðarson, fyrir þremur árum þegar fiskiskip sem hann var kokkur á, Nanoq GR, leitaði þar vars. Fiskiskipið Nanoq við bryggju í Grønnedal fyrir þremur árum. Nokkrir Íslendingar voru í áhöfn. Skipið hefur núna fengið nafnið Jökull ÞH eftir að það var nýlega keypt til Raufarhafnar.Árni Harðarson Skipið var þá í eigu Arctic Prime Fisheries, sem Brim á hlut í. Það hefur núna fengið nafnið Jökull ÞH en GPG Seafood ehf. á Húsavík keypti það nýlega og fær skipið heimahöfn á Raufarhöfn. Furutré vaxa í skjóli hússins. Þarna virðast vera sólarsellur.Árni Harðarson Árni segir að nokkrir Íslendingar hafi verið í áhöfn skipsins sem legið hafi í vari á herstöðinni í Grønnedal í tvo daga. Eldhús í einni ibúðinni.Árni Harðarson „Við skoðuðum svæðið og ég bauð þeim sem búa þar í mat. Þetta voru tveir hermenn og tveir iðnaðarmenn. Þetta var mjög sérstakt að koma þarna,“ rifjar Árni upp. Þarna hafa íbúar gróðursett grenitré við húsvegg. Árni Harðarson Hugmyndinni um að taka Grønnedal undir hælisleitendur hefur verið tekið misjafnlega meðal viðmælenda BT. Talsmaður Sósíaldemókrata í málefnum útlendinga, Rasmus Stoklund, segir þetta hljóma freistandi. Kínverskt námafyrirtæki var við það að kaupa stöðina af grænlenskum stjórnvöldum þegar NATO og danska ríkisstjórnin gripu í taumana.Árni Harðarson „Ég get vel séð að við eigum í vandræðum með fólk sem kemur hingað, fær vandaða úrvinnslu umsóknar um hæli og synjun en vill samt ekki yfirgefa landið. Og margir af þeim halda áfram að valda vandræðum,“ segir þessi þingmaður jafnaðarmanna. Húsin eru snyrtileg og virðist sem þeim sé vel við haldið.Árni Harðarson Þingmaður Venstre, Mads Fuglede, telur þessa lausn hins vegar mjög dýra og illframkvæmanlega. Auk þess að flytja alla útlendingana þurfi einnig að flytja starfsfólk fram og til baka. Hann spyr hvernig eigi að fá fólk til að vinna í eyðibyggð á Grænlandi. Fjallað var um flotastöðina í fréttum Stöðvar 2 fyrir fjórum árum:
Grænland Danmörk NATO Norðurslóðir Varnarmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14 Hitamál ársins: Hátíðarfundur á Þingvöllum, hjúkrunarkona í kjól og Banksy Mál líðandi stundar vekja eins og gengur mismikla athygli og viðbrögð hjá almenningi. Sum mál verða stærri en önnur og lifa í umræðunni í vikur, jafnvel mánuði. 2. janúar 2019 14:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1. nóvember 2020 08:14
Hitamál ársins: Hátíðarfundur á Þingvöllum, hjúkrunarkona í kjól og Banksy Mál líðandi stundar vekja eins og gengur mismikla athygli og viðbrögð hjá almenningi. Sum mál verða stærri en önnur og lifa í umræðunni í vikur, jafnvel mánuði. 2. janúar 2019 14:00