Keppni í íþróttum leyfð án áhorfenda Sindri Sverrisson skrifar 8. janúar 2021 12:41 Keppni í körfubolta hér á landi hefur legið niðri síðan snemma í október, líkt og í öðrum greinum, ef undan eru skildir alþjóðlegir leikir. vísir/vilhelm Frá og með næsta miðvikudegi, þegar tæplega hundrað dagar verða liðnir frá síðasta leik í íslenskri deildakeppni í íþróttum, verður keppni heimiluð á nýjan leik. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Þar segir meðal annars: „Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.“ Þar segir jafnframt að frá og með miðvikudeginum heimilt að hafa að hámarki 50 manns í sama rými á íþróttaæfingum barna og fullorðinna, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkvæmt núgildandi reglugerð, sem tók gildi 10. desember, hafa íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr verið heimilar, hvort heldur er með eða án snertingar, en aðeins hjá liðum í efstu deildum sérsambanda ÍSÍ. Æfingar afreksmanna í einstaklingsgreinum á vegum ÍSÍ hafa einnig verið heimilar. Miðað við þetta hefst keppni strax á miðvikudagskvöld, meðal annars í Dominos-deild kvenna í körfubolta þar sem ekki hefur verið spilað síðan 3. október. Síðast var leikið í Dominos-deild karla í körfubolta 6. október en þar ætti keppni nú að geta hafist að nýju samkvæmt áætlun næsta fimmtudagskvöld, og verður leikið þétt vikurnar þar á eftir. Í Olís-deild kvenna í handbolta er ráðgert að næsta umferð fari fram laugardaginn 16. janúar. Olís-deild karla hefst að nýju öllu síðar, vegna HM í Egyptalandi, en þó strax 24. janúar, áður en HM er lokið. Sömuleiðis er nú útlit fyrir að Reykjavíkurleikarnir geti farið fram en þeir eiga að hefjast 28. janúar. Þá ætti fótboltinn að byrja að rúlla von bráðar en Reykjavíkurmótið hefst 16. janúar.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira