„Munið þennan dag að eilífu“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2021 11:37 Donald Trump, þegar hann hélt ræðu fyrir framan Hvíta húsið í gær. AP/Evan Vucci Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. „Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Í ræðu sinni gagnrýndi hann þingmenn harðlega og fór með ósannindi um forsetakosningarnar í nóvember. Hann hvatti fólk til að fara til þinghússins og mótmæla stuldi kosninganna og sagði þeim að muna þennan dag að eilífu. "We gotta get rid of the weak congresspeople. The ones that aren't any good. The Liz Cheneys of the world." -- Trump pic.twitter.com/h5h22ZWxMZ— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Trump hét því að hann myndi fylgja þeim að þinghúsinu og sendi þau af stað þar sem mótmæli urðu að óeirðum og stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið. Þingmenn og starfsmenn þingsins þurftu að leita sér skjóls á meðan óeirðarseggir tókust á við lögreglu og ráfuðu um ganga, sali og skrifstofur þingsins og brutu rúður. Trump closes with this: "We're going to walk down Pennsylvania Ave ... and we're going to [try] to give our Republicans -- the weak ones because the strong ones don't need any of our help -- we're to try and get them kind of pride and boldness they need to take back our country" pic.twitter.com/dzGgoXD8FQ— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Ein kona var skotin til bana þar sem hún var með hópi manna að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal þar sem vopnaðir lögregluþjónar stóðu vörð. Þrír aðrir eru sagðir hafa dáið en ekki er búið að opinbera hvernig. Fór sjálfur heim Sjálfur fór Trump heim til sín í Hvíta húsið, reiddist út í starfsfólk sitt og gagnrýndi Mike Pence, varaforseta sinn, á Twitter fyrir að hafa ekki neitað að staðfesta niðurstöður forsetakosninga sem Trump tapaði. Skömmu fyrir ræðu Trumps hafði Pence ítrekað við Trump að hann hefði ekki vald til að neita að staðfesta niðurstöðurnar og samkvæmt heimildum New York Times hafði það reitt forsetann til reiði. Trump sagði Pence vera veikgeðja og sakaði starfsmannastjóra hans, Marc Short, um að hafa valdið afstöðu varaforsetans. Short var í kjölfarið meinaður aðgangur að Hvíta húsinu. Í samtali við fjölmiðla vestanhafs hafa nokkrir starfsmenn Hvíta hússins lýst yfir hneykslun sinni á framferði forsetans. Fyrrverandi starfsmenn og ráðgjafar Trumps hafa einnig stigið fram og sagt hann hafa ýtt undir ofbeldi gærdagsins og jafnvel þingmenn hafa sakað hann um að hafa valdið því. Bandamenn Trumps kölluðu eftir átökum Áður en Trump steig á svið á kosningafundinum við Hvíta húsið hafði Rudy Giuliani, einkalögmaður hans, kallað eftir því að deilurnar um kosningarnar yrðu leystar með einhvers konar einvígi við Demókrata. "Over the next 10 days, we get to see the machines that are crooked, the ballots that are fraudulent. And if we're wrong, we will be made fools of. But if we're right, and lot of them will go to jail. So -- let's have trial by combat" -- Giuliani pic.twitter.com/QAYvnplCj7— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Þar áður hafði Donald Trump yngri, sonur forsetans, haldið ræðu þar sem hann sagði þingmönnum hollast að berjast fyrir föður sinn. Annars myndi hann „vera í bakgarði þeirra“ eftir nokkra mánuði. Að þau yrðu tekin niður og það yrði skemmtilegt. "These guys better fight for Trump. Because if they're not --Guess what? I'm gonna be in your backyard in a couple of months" -- Donald Trump Jr pic.twitter.com/drSqNNTEQz— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Nýkjörni þingmaðurinn Madison Cawthorn, sá yngsti í nútímasögu Bandaríkjanna, endaði sína ræðu á því að kalla samstarfsfólk sitt heigla og bað fundargesti um að kyrja hátt: USA, USA, USA. Madison Cawthorn smears his new colleagues in Congress as "cowards" pic.twitter.com/5FIBHaSVaq— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Þá gagnrýndi þingmaðurinn Mo Brooks aðra þingmenn í ræðu sinni og sagði að nú væri kominn tími til þess að föðurlandsvinir „tækju niður nöfn og spörkuðu í rassa“. Mo Brooks begins the Trump "Save America Rally" on a profane and angry note pic.twitter.com/hduaCMYcRd— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Klukkustundum eftir að óeirðaseggir höfðu í rutt sér leið inn á þingið og eftir áeggjan frá starfsmönnum sínum og ráðgjöfum, birti Trump myndbandsávarp á Twitter. Þar varði hann mestum tíma af stuttu ávarpi sínu í að skammast yfir kosningunum í nóvember og sagðist hann skilja að fólk væri reitt. Hann bað fólk þó um að snúa heim og endaði myndbandið á að þau væru elskuð og einstök. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Bandaríkjaþing staðfestir kjör Bidens og Harris Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. 7. janúar 2021 03:25 „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. 6. janúar 2021 21:28 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
„Við munum aldrei gefast upp. Við munum aldrei viðurkenna ósigur. Það gerist ekki. Þú viðurkennir ekki ósigur vegna þjófnaðar,“ sagði Trump. „Við unnum þessar kosningar og við unnum þær með yfirburðum. Þetta voru ekki jafnar kosningar.“ Í ræðu sinni gagnrýndi hann þingmenn harðlega og fór með ósannindi um forsetakosningarnar í nóvember. Hann hvatti fólk til að fara til þinghússins og mótmæla stuldi kosninganna og sagði þeim að muna þennan dag að eilífu. "We gotta get rid of the weak congresspeople. The ones that aren't any good. The Liz Cheneys of the world." -- Trump pic.twitter.com/h5h22ZWxMZ— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Trump hét því að hann myndi fylgja þeim að þinghúsinu og sendi þau af stað þar sem mótmæli urðu að óeirðum og stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið. Þingmenn og starfsmenn þingsins þurftu að leita sér skjóls á meðan óeirðarseggir tókust á við lögreglu og ráfuðu um ganga, sali og skrifstofur þingsins og brutu rúður. Trump closes with this: "We're going to walk down Pennsylvania Ave ... and we're going to [try] to give our Republicans -- the weak ones because the strong ones don't need any of our help -- we're to try and get them kind of pride and boldness they need to take back our country" pic.twitter.com/dzGgoXD8FQ— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Ein kona var skotin til bana þar sem hún var með hópi manna að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal þar sem vopnaðir lögregluþjónar stóðu vörð. Þrír aðrir eru sagðir hafa dáið en ekki er búið að opinbera hvernig. Fór sjálfur heim Sjálfur fór Trump heim til sín í Hvíta húsið, reiddist út í starfsfólk sitt og gagnrýndi Mike Pence, varaforseta sinn, á Twitter fyrir að hafa ekki neitað að staðfesta niðurstöður forsetakosninga sem Trump tapaði. Skömmu fyrir ræðu Trumps hafði Pence ítrekað við Trump að hann hefði ekki vald til að neita að staðfesta niðurstöðurnar og samkvæmt heimildum New York Times hafði það reitt forsetann til reiði. Trump sagði Pence vera veikgeðja og sakaði starfsmannastjóra hans, Marc Short, um að hafa valdið afstöðu varaforsetans. Short var í kjölfarið meinaður aðgangur að Hvíta húsinu. Í samtali við fjölmiðla vestanhafs hafa nokkrir starfsmenn Hvíta hússins lýst yfir hneykslun sinni á framferði forsetans. Fyrrverandi starfsmenn og ráðgjafar Trumps hafa einnig stigið fram og sagt hann hafa ýtt undir ofbeldi gærdagsins og jafnvel þingmenn hafa sakað hann um að hafa valdið því. Bandamenn Trumps kölluðu eftir átökum Áður en Trump steig á svið á kosningafundinum við Hvíta húsið hafði Rudy Giuliani, einkalögmaður hans, kallað eftir því að deilurnar um kosningarnar yrðu leystar með einhvers konar einvígi við Demókrata. "Over the next 10 days, we get to see the machines that are crooked, the ballots that are fraudulent. And if we're wrong, we will be made fools of. But if we're right, and lot of them will go to jail. So -- let's have trial by combat" -- Giuliani pic.twitter.com/QAYvnplCj7— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Þar áður hafði Donald Trump yngri, sonur forsetans, haldið ræðu þar sem hann sagði þingmönnum hollast að berjast fyrir föður sinn. Annars myndi hann „vera í bakgarði þeirra“ eftir nokkra mánuði. Að þau yrðu tekin niður og það yrði skemmtilegt. "These guys better fight for Trump. Because if they're not --Guess what? I'm gonna be in your backyard in a couple of months" -- Donald Trump Jr pic.twitter.com/drSqNNTEQz— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Nýkjörni þingmaðurinn Madison Cawthorn, sá yngsti í nútímasögu Bandaríkjanna, endaði sína ræðu á því að kalla samstarfsfólk sitt heigla og bað fundargesti um að kyrja hátt: USA, USA, USA. Madison Cawthorn smears his new colleagues in Congress as "cowards" pic.twitter.com/5FIBHaSVaq— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Þá gagnrýndi þingmaðurinn Mo Brooks aðra þingmenn í ræðu sinni og sagði að nú væri kominn tími til þess að föðurlandsvinir „tækju niður nöfn og spörkuðu í rassa“. Mo Brooks begins the Trump "Save America Rally" on a profane and angry note pic.twitter.com/hduaCMYcRd— Aaron Rupar (@atrupar) January 6, 2021 Klukkustundum eftir að óeirðaseggir höfðu í rutt sér leið inn á þingið og eftir áeggjan frá starfsmönnum sínum og ráðgjöfum, birti Trump myndbandsávarp á Twitter. Þar varði hann mestum tíma af stuttu ávarpi sínu í að skammast yfir kosningunum í nóvember og sagðist hann skilja að fólk væri reitt. Hann bað fólk þó um að snúa heim og endaði myndbandið á að þau væru elskuð og einstök.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Bandaríkjaþing staðfestir kjör Bidens og Harris Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. 7. janúar 2021 03:25 „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. 6. janúar 2021 21:28 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57
Bandaríkjaþing staðfestir kjör Bidens og Harris Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48
Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02
Trump einangraður eftir ótrúlega atburðarás Þingmenn, stórfyrirtæki og stjórnmálaleiðtogar hafa fordæmt Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fyrir viðbrögð hans við atburðum gærkvöldsins í þinghúsinu í Washington D.C. Twitter ákvað að loka fyrir aðgang hans af ótta við að færslur hans myndu hvetja til ofbeldis og samstarfsmenn hans eru sagðir íhuga að koma honum frá völdum. 7. janúar 2021 03:25
„Þetta eru ekki mótmæli, þetta er uppreisn“ Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, flutti ávarp nú fyrir stundu vegna þeirrar ringulreiðar sem nú ríkir í Washington D.C. eftir að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Biden baðst afsökunar á að hafa flutt ávarp sitt seinna en áætlað var, en upphaflega hafði hann ætlað að tala um efnahagsmál í ávarpi sínu. 6. janúar 2021 21:28