Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Anton Ingi Leifsson skrifar 6. janúar 2021 22:14 Guðmundur gefur skipanir á EM í janúar 2020. Jan Christiansen/Getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. Alexander varð fyrir fólskulegru broti í byrjun leiksins. Victor Alvarez fór illa í Alexander á 3. mínútu og mínútu síðar barði Joao Ferraz Alexander einfaldlega í jörðina. Lék hægri skyttan ekkert eftir þetta og Guðmundur Guðmundsson var allt annað en sáttur með að þetta hefði bara verið tveggja mínútna brottvísun í viðtali við RÚV eftir leikinn. „Ég get bara ekki dæmt um það. En það er náttúrulega bara skandall að það skuli ekki vera gefið rautt spjald hér. Þetta er bara líkamsárás og ekkert annað. Það þarf nú mikið til að kýla Alexander Petersson út úr leik. Það get ég sagt þér. Ég veit ekkert með stöðuna á honum. Við tókum enga sénsa. Honum leið illa. Ég vona það bara að hann jafni sig núna á næstu dögum vegna þess að við þurfum auðvitað á honum að halda,“ sagði Guðmundur og hellti sér svo næst í leikinn sjálfan. „Mér fannst í síðari hálfleik eiginlega vera allir möguleikar í stöðunni, en við klúðruðum tveimur vítaköstum, hraðaupphlaupi og dauðafæri. Það er bara of mikið til að fá hagstæð úrslit.“ Guðmundur var ekki alveg sammála því að sóknarleikur íslenska liðsins hafi verið stirður í byrjun. Hann segir að lagt hafi verið upp með ákveðið plan og það hafi gengi ágætlega en þó hafi verið hægt að gera betur eins og sást í síðari hálfleik. „Stirður eða ekki stirður. Við vorum bara með ákveðna uppstillingu í byrjun. Það gekk svona ýmislegt ágætlega. En það er rétt að boltinn hefði kannski mátt ganga betur. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fá meira flot á boltann og slíta þá aðeins betur í sundur, sem við gerðum í síðari hálfleik. „Síðari hálfleikurinn var betri sóknarlega. En það er hins vegar þannig að við sköpuðum okkur færi í þessum leik og hefðum auðveldlega getað farið héðan með eitt eða tvö stig ef við hefðum bara farið aðeins betur með þessi færi sem við sköpuðum okkur.“ Handbolti EM 2022 í handbolta Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Alexander varð fyrir fólskulegru broti í byrjun leiksins. Victor Alvarez fór illa í Alexander á 3. mínútu og mínútu síðar barði Joao Ferraz Alexander einfaldlega í jörðina. Lék hægri skyttan ekkert eftir þetta og Guðmundur Guðmundsson var allt annað en sáttur með að þetta hefði bara verið tveggja mínútna brottvísun í viðtali við RÚV eftir leikinn. „Ég get bara ekki dæmt um það. En það er náttúrulega bara skandall að það skuli ekki vera gefið rautt spjald hér. Þetta er bara líkamsárás og ekkert annað. Það þarf nú mikið til að kýla Alexander Petersson út úr leik. Það get ég sagt þér. Ég veit ekkert með stöðuna á honum. Við tókum enga sénsa. Honum leið illa. Ég vona það bara að hann jafni sig núna á næstu dögum vegna þess að við þurfum auðvitað á honum að halda,“ sagði Guðmundur og hellti sér svo næst í leikinn sjálfan. „Mér fannst í síðari hálfleik eiginlega vera allir möguleikar í stöðunni, en við klúðruðum tveimur vítaköstum, hraðaupphlaupi og dauðafæri. Það er bara of mikið til að fá hagstæð úrslit.“ Guðmundur var ekki alveg sammála því að sóknarleikur íslenska liðsins hafi verið stirður í byrjun. Hann segir að lagt hafi verið upp með ákveðið plan og það hafi gengi ágætlega en þó hafi verið hægt að gera betur eins og sást í síðari hálfleik. „Stirður eða ekki stirður. Við vorum bara með ákveðna uppstillingu í byrjun. Það gekk svona ýmislegt ágætlega. En það er rétt að boltinn hefði kannski mátt ganga betur. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fá meira flot á boltann og slíta þá aðeins betur í sundur, sem við gerðum í síðari hálfleik. „Síðari hálfleikurinn var betri sóknarlega. En það er hins vegar þannig að við sköpuðum okkur færi í þessum leik og hefðum auðveldlega getað farið héðan með eitt eða tvö stig ef við hefðum bara farið aðeins betur með þessi færi sem við sköpuðum okkur.“
Handbolti EM 2022 í handbolta Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira