Lögregla birtir upptökur af „tæklingunni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 13:23 Skjáskot úr upptöku úr öryggismyndavél má sjá til hægri. Skjáskot úr myndbandi föður piltsins, sem birt var milli jóla og nýárs, er til vinstri. Yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglu í New York hefur birt upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna árás hvítrar konu á svartan unglingspilt. Konan réðst á drenginn eftir að hafa sakað hann ranglega um að stela síma hennar. Málið vakti mikla reiði vestanhafs. Árásin var gerð í móttöku hótels í New York 26. desember síðastliðinn. Rodney Harrison, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu í borginni, segir í tísti sem hann birti á gamlársdag að konan hafi ranglega sakað „saklausan 14 ára ungling“ um stuld á téðum farsíma. „Hún réðst því næst á hann og flúði vettvang áður en lögregla kom á staðinn,“ segir Harrison í færslunni, hvar hann birtir upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna árásina. Hann biður almenning um aðstoð við að komast að því hvar konan, sem lögregla hefur borið kennsl á, er niðurkomin. Á upptökunum sést hvernig konan veitist að piltinum og eltir hann. Hún virðist líka henda sér á hann, hálfpartinn „tækla“ hann, svo þau falla að endingu bæði í gólfið. Þá sést einnig hvernig aðrir reyna að skerast í leikinn. Tíst Harrisons ásamt upptökunum má sjá hér fyrir neðan. On Saturday, December 26, the woman in this video falsely accused an innocent 14-year-old teenager of stealing her cellphone. She then proceeded to physically attack him and fled the location before police officers arrived on scene. pic.twitter.com/qtZZWetBWH— Chief Rodney Harrison (@NYPDDetectives) December 31, 2020 Málið vakti mikla athygli eftir að faðir drengsins, tónlistarmaðurinn Keyon Harrold, birti myndband sem hann tók sjálfur upp af árásinni á Instagram. Hann, auk margra á samfélagsmiðlum, taldi ásakanir konunnar og árásina í kjölfarið til marks um kerfisbundna kynþáttahyggju. Konan hefði sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Sími konunnar kom á endanum í leitirnar en hann var ekki í fórum piltsins. Svo virðist sem konan hafi gleymt honum í Uber-leigubíl en fjölmiðlar hafa greint frá því að bílstjórinn hafi komið með símann skömmu eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Árásin var gerð í móttöku hótels í New York 26. desember síðastliðinn. Rodney Harrison, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglu í borginni, segir í tísti sem hann birti á gamlársdag að konan hafi ranglega sakað „saklausan 14 ára ungling“ um stuld á téðum farsíma. „Hún réðst því næst á hann og flúði vettvang áður en lögregla kom á staðinn,“ segir Harrison í færslunni, hvar hann birtir upptökur úr öryggismyndavélum sem sýna árásina. Hann biður almenning um aðstoð við að komast að því hvar konan, sem lögregla hefur borið kennsl á, er niðurkomin. Á upptökunum sést hvernig konan veitist að piltinum og eltir hann. Hún virðist líka henda sér á hann, hálfpartinn „tækla“ hann, svo þau falla að endingu bæði í gólfið. Þá sést einnig hvernig aðrir reyna að skerast í leikinn. Tíst Harrisons ásamt upptökunum má sjá hér fyrir neðan. On Saturday, December 26, the woman in this video falsely accused an innocent 14-year-old teenager of stealing her cellphone. She then proceeded to physically attack him and fled the location before police officers arrived on scene. pic.twitter.com/qtZZWetBWH— Chief Rodney Harrison (@NYPDDetectives) December 31, 2020 Málið vakti mikla athygli eftir að faðir drengsins, tónlistarmaðurinn Keyon Harrold, birti myndband sem hann tók sjálfur upp af árásinni á Instagram. Hann, auk margra á samfélagsmiðlum, taldi ásakanir konunnar og árásina í kjölfarið til marks um kerfisbundna kynþáttahyggju. Konan hefði sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Sími konunnar kom á endanum í leitirnar en hann var ekki í fórum piltsins. Svo virðist sem konan hafi gleymt honum í Uber-leigubíl en fjölmiðlar hafa greint frá því að bílstjórinn hafi komið með símann skömmu eftir atvikið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. 29. desember 2020 23:00