Pence ánægður með þingmenninna sem vilja ekki samþykkja niðurstöðurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2021 10:27 Mike Pence er fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna. AP/Lynne Sladky Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, virðist ánægður með framtak ellefu öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður forsetakosninganna þar ytra nema fram fari óháð rannsókn á kosningunum í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna. BBC greinir frá en í gær var sagt frá því að Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, færi fyrir ellefu manna hópi þingmanna sem ætli ekki að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. Báðar deildir Bandaríkjaþings munu koma saman á miðvikudaginn til þess að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stór hópur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur gefið út að þeir ætli sér ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þar eru demókratar hins vegar í meirihluta. Nú hafa öldungadeildarþingmenninir bæst í hópinn. Telja þeir réttast að fram fari endurskoðun á úrslitum í þeim ríkjum sem forsetinn sjálfur hefur sagt að svindlað hafi verið á sér í. Telja þingmennirnir að slík rannsókn ætti að vera á forræði óháðrar nefndar sem öldungadeild þingsins myndi skipa. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá varaforsetaembætti Bandaríkjanna sé Pence ánægður með að þingmennirnir hafi látið í ljós efasemdir sínar um niðurstöður kosninganna. Mun ólíklega hafa nokkur áhrif Ekki er talið líklegt að athæfi þingmannanna muni hafa nokkur áhrif á hver það verður sem verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi en orð þingmannanna ríma vel við þá orðræðu sem hefur verið við lýði í Bandaríkjunum frá því ljóst varð að Joe Biden hafði betur gegn Trump forseta. Sjálfur hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur sinn, en Biden hlaut sjö milljónum fleiri atkvæði og endaði á því að fá 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps. Síðan úrslitin lágu fyrir hefur framboð Trumps hafið hverja málsóknina á fætur annarri, sem flestum hefur verið vísað frá dómstólum. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem eru í meirihluta, sagst mótfallinn því að atkvæði ákveðinna kjörmanna verði ekki tekin gild. Því er ekki líklegt að andstaða Cruz, Johnson og annarra þingmanna muni nokkru skila. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
BBC greinir frá en í gær var sagt frá því að Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, færi fyrir ellefu manna hópi þingmanna sem ætli ekki að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. Báðar deildir Bandaríkjaþings munu koma saman á miðvikudaginn til þess að staðfesta niðurstöður kosninganna. Stór hópur þingmanna Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur gefið út að þeir ætli sér ekki að staðfesta niðurstöður kosninganna. Þar eru demókratar hins vegar í meirihluta. Nú hafa öldungadeildarþingmenninir bæst í hópinn. Telja þeir réttast að fram fari endurskoðun á úrslitum í þeim ríkjum sem forsetinn sjálfur hefur sagt að svindlað hafi verið á sér í. Telja þingmennirnir að slík rannsókn ætti að vera á forræði óháðrar nefndar sem öldungadeild þingsins myndi skipa. Í frétt BBC segir að samkvæmt upplýsingum frá varaforsetaembætti Bandaríkjanna sé Pence ánægður með að þingmennirnir hafi látið í ljós efasemdir sínar um niðurstöður kosninganna. Mun ólíklega hafa nokkur áhrif Ekki er talið líklegt að athæfi þingmannanna muni hafa nokkur áhrif á hver það verður sem verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi en orð þingmannanna ríma vel við þá orðræðu sem hefur verið við lýði í Bandaríkjunum frá því ljóst varð að Joe Biden hafði betur gegn Trump forseta. Sjálfur hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur sinn, en Biden hlaut sjö milljónum fleiri atkvæði og endaði á því að fá 306 kjörmenn á móti 232 kjörmönnum Trumps. Síðan úrslitin lágu fyrir hefur framboð Trumps hafið hverja málsóknina á fætur annarri, sem flestum hefur verið vísað frá dómstólum. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sem eru í meirihluta, sagst mótfallinn því að atkvæði ákveðinna kjörmanna verði ekki tekin gild. Því er ekki líklegt að andstaða Cruz, Johnson og annarra þingmanna muni nokkru skila.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25 Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37 Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Þingmenn Repúblikana neita enn að viðurkenna niðurstöður kosninganna Ted Cruz og Ron Johnson eru á meðal þeirra öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikanaflokksins sem segjast ekki ætla að samþykkja niðurstöður kosningaúrslita úr þeim ríkjum þar sem Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur dregið framkvæmd og úrslit kosninganna í efa. 2. janúar 2021 22:25
Lögsókn sem átti að heimila Pence að hafna kjörmönnum hent út Alríkisdómari í Texas hefur hafnað lögsókn fulltrúadeildarþingmanns Repúblikana og samflokksmanna hans í Arizona sem miðaði að því að heimila varaforseta Bandaríkjanna að hafna atkvæðum ákveðinna kjörmanna í forsetakosningunum ytra. 2. janúar 2021 10:37
Trump sagður reiður út í allt og alla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa umkringt sig sínum ötulustu stuðningsmönnum og veitast að öllum öðrum. Hann gangi hart fram gegn öllum þeim sem vilji ekki samþykkja samsæriskenningar Trump-liða um forsetakosningarnar í síðasta mánuði. 22. desember 2020 14:30