Covid-19 dró hljómborðsleikara The Stranglers til dauða Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2020 17:20 Hljómborðsleikari The Stranglers, einnar helstu hljómsveitar þeirra sem komu fram í pönkbylgjunni, hefur yfirgefið sviðið. Getty/Erica Echenberg David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
David Paul Greenfield, hljómborðsleikari The Stranglers, andaðist í gær en dánarorsökin er Covid-19. Greenfield hafði átt við hjartsláttarörðugleika að stríða og fór á sjúkrahús vegna þess. Hann greindist þá með Covid-19 og í tilkynningu á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að hann hafi tapað baráttunni við þann sjúkdóm í gær. The Stranglers kom til Íslands og hélt hér sögufræga tónleika í Laugardalshöll 1978 en þá stóð hún á hátindi frægðar sinnar. Hún kom svo aftur til Íslands árið 2004 og tróð þá upp í Smáranum. David Paul Greenfield, hljómborðsleikari setti mikinn svip á pönksveitina The Stranglers. „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér,“ er haft eftir bassaleikaranum Jakobi Smára Magnússyni, einum helsta aðdáanda hljómsveitarinnar. Þó Stangles sé ætíð flokkuð sem pönkhljómsveit var hún lýrískari en svo að hægt sé að kenna hana við pönkið eitt og sér. Og er það ekki síst vegna Greenfield, en hljómborð hvorki voru né eru mjög áberandi í pönkhljómsveitum. En þau setja hins vegar sterkan svip á tónlist The Stranglers. David Greenfield var meðlimur The Stranglers allt frá árinu 1975 og á því að baki 45 ára feril með hljómsveitinni. Í tilkynningunni er meðal annars vitnað í orð JJ Brunel, bassaleikara Stranglers, sem talar um Dave Greenfield sem tónlistarséní. „Við öll í Stranglers-fjölskyldunni syrgjum fallinn félaga og sendum einlægar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu hans, Pam.“ Í sama streng tekur trymbillinn Jet Black, segir þá og raunar heimsbyggðina alla nú sjá á bak tónlistarsnillingi. „Dave var algjört náttúrubarn í tónlistinni. Saman ferðuðumst við um heiminn og ljóst að hann var dáður af milljónum manna. Mikill hæfileikamaður og verður hans saknað sárt.“ Hér ofar má sjá The Stranglers flytja lagið Nice 'n' Sleazy sem kom þeim á kortið á sínum tíma. Og hér neðar er líklega þeirra frægasta lag, Golden Brown en í báðum laganna fer David Paul Greenfield á kostum.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Bretland Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira