Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 17:50 Skjáskot úr viðtali Joe Biden í þættinum Morning Joe á MSNBC í morgun. Þar svaraði hann í fyrsta skipti fyrir ásakanir fyrrverandi starfsmanns um kynferðisárás. AP/MSNBC/Morning Joe Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware, hefur sakað frambjóðandann um að hafa ráðist á sig kynferðislega fyrir 27 árum. Framboð Biden hefur hafnað ásökunum afdráttarlaust en þar til í dag hafði Biden ekki svarað þeim persónulega. „Þær eru ekki sannar. Þetta gerðist aldrei,“ fullyrti Biden í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. Biden fylgdi yfirlýsingunni eftir með viðtali á sjónvarpsstöðinni MSNBC þar sem hann ítrekað að atvikið sem Reade hefur lýst hefði aldrei átt sér stað. Krafðist Biden þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu. Segist hafa lagt fram kvörtun sem finnst ekki Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Reade hefur jafnframt fullyrt að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni, en ekki ofbeldi, þáverandi þingmannsins til starfsmannastjóra hans og til starfsmannaskrifstofu þingsins. Engin gögn hafa fundist um slíka kvörtun og Reade segist ekki eiga afrit af kvörtuninni. Þá hafa starfsmannastjórar Biden á þessum tíma hafnað því eindregið að Reade hafi rætt við þá um kynferðisárás. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Biden lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Þá sagði Reade aðeins að Biden hefði snert hana á öxlunum og hálsinum. Hún setti fram ásökunina um kynferðislega árás í viðtali fyrr á þessu ári. Reade er eina konan sem hefur sakað Biden um kynferðislegt ofbeldi. Þegar Washington Post og New York Times rannsökuðu ásakanir hennar í vor fundu blöðin engar aðrar frásagnir eða ásakanir um að Biden hefði beitt konur kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Máli sínu til stuðnings hefur Reade bent á vini og fjölskyldu sem hún greindi frá árás eða áreitni Biden á sínum tíma eða síðar. Bróðir hennar staðfesti við Washington Post að hún hefði sagt honum frá áreitni Biden árið 1993. Skömmu síðar sendi hann blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagðist nú muna eftir að Reade hefði sagt honum frá meintri kynferðisárás. Tveir vinir Reade, sem vildu ekki koma fram undir nafni, sögðu blaðinu að Reade hefði sagt þeim frá áreitni Biden á sínum tíma. Veit ekki hvað Reade gengur til Vaxandi þrýstingur hefur verið á Biden að bregðast persónulega við ásökunum Reade, bæði á meðal demókrata og repúblikana. Pólitískir andstæðingar Biden hafa sakað hann og demókrata um tvískinnung í málum þolenda kynferðisofbeldis. Í viðtalinu í morgun vildi Biden ekki velta vöngum yfir því hvað hann teldi Reade ganga til ef ásakanir hennar væru stoðlausar eins og hann heldur fram. „Ég ætla ekki að véfengja hvað henni gengur til. Ég skil það ekki,“ sagði Biden. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware, hefur sakað frambjóðandann um að hafa ráðist á sig kynferðislega fyrir 27 árum. Framboð Biden hefur hafnað ásökunum afdráttarlaust en þar til í dag hafði Biden ekki svarað þeim persónulega. „Þær eru ekki sannar. Þetta gerðist aldrei,“ fullyrti Biden í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. Biden fylgdi yfirlýsingunni eftir með viðtali á sjónvarpsstöðinni MSNBC þar sem hann ítrekað að atvikið sem Reade hefur lýst hefði aldrei átt sér stað. Krafðist Biden þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu. Segist hafa lagt fram kvörtun sem finnst ekki Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Reade hefur jafnframt fullyrt að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni, en ekki ofbeldi, þáverandi þingmannsins til starfsmannastjóra hans og til starfsmannaskrifstofu þingsins. Engin gögn hafa fundist um slíka kvörtun og Reade segist ekki eiga afrit af kvörtuninni. Þá hafa starfsmannastjórar Biden á þessum tíma hafnað því eindregið að Reade hafi rætt við þá um kynferðisárás. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Biden lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Þá sagði Reade aðeins að Biden hefði snert hana á öxlunum og hálsinum. Hún setti fram ásökunina um kynferðislega árás í viðtali fyrr á þessu ári. Reade er eina konan sem hefur sakað Biden um kynferðislegt ofbeldi. Þegar Washington Post og New York Times rannsökuðu ásakanir hennar í vor fundu blöðin engar aðrar frásagnir eða ásakanir um að Biden hefði beitt konur kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Máli sínu til stuðnings hefur Reade bent á vini og fjölskyldu sem hún greindi frá árás eða áreitni Biden á sínum tíma eða síðar. Bróðir hennar staðfesti við Washington Post að hún hefði sagt honum frá áreitni Biden árið 1993. Skömmu síðar sendi hann blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagðist nú muna eftir að Reade hefði sagt honum frá meintri kynferðisárás. Tveir vinir Reade, sem vildu ekki koma fram undir nafni, sögðu blaðinu að Reade hefði sagt þeim frá áreitni Biden á sínum tíma. Veit ekki hvað Reade gengur til Vaxandi þrýstingur hefur verið á Biden að bregðast persónulega við ásökunum Reade, bæði á meðal demókrata og repúblikana. Pólitískir andstæðingar Biden hafa sakað hann og demókrata um tvískinnung í málum þolenda kynferðisofbeldis. Í viðtalinu í morgun vildi Biden ekki velta vöngum yfir því hvað hann teldi Reade ganga til ef ásakanir hennar væru stoðlausar eins og hann heldur fram. „Ég ætla ekki að véfengja hvað henni gengur til. Ég skil það ekki,“ sagði Biden.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55