Slæm ákvörðun sem við breyttum í mjög góðan hlut Sindri Sverrisson skrifar 1. maí 2020 10:00 Margrét Valdimarsdóttir og fleiri hafa þurft að berjast fyrir því undarnfarnar vikur að sjá til þess að ÍR verði áfram með kvennalið í handbolta á næstu leiktíð. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Auðvitað á að vera kvennalið í Breiðholti, annað er bara rugl,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR í handbolta, en þeirri ákvörðun að leggja liðið niður hefur nú verið snúið og ÍR leikur því í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Fyrir rúmum mánuði var tilkynnt að kvennalið ÍR í handbolta yrði lagt niður en þeirri ákvörðun hefur verið snúið eftir að fjöldi sjálfboðaliða bauð fram sína krafta. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari og nýtt meistaraflokksráð kvenna stofnað, undir forystu Matthíasar Imsland. „Við erum ótrúlega hamingjusöm og ánægð með þetta allt saman. Þetta kostar fullt af vinnu en við erum búin að fá fullt af ótrúlega flottu fólki með okkur. Ég er ótrúlega bjartsýn á að það sé hægt að búa núna til menningu og hefð fyrir því að hafa flotta umgjörð um kvennaliðið í Breiðholti,“ segir Margrét í Sportinu í dag. Hún tekur undir að á vissan hátt hafi það verið lán í óláni að ákveðið væri að leggja liðið niður: „Já, ég held að það verði að segja það. Þetta var slæm ákvörðun en við náðum að snúa því upp í mjög góðan hlut á endanum.“ Eins og fyrr segir hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg til að hægt væri að snúa ákvörðuninni: „Grasrótin hefur algjörlega stigið upp og það er ótrúlega gaman að sjá hvað það er fjölbreyttur hópur sem vill standa með þessu. Við erum búin að fá fullt af fólki til að starfa í meistaraflokksráði í kringum liði og síðan er ótrúlegasta fólk; ÍR-ingar, Breiðhyltingar og fólk alls staðar að sem að hefur skráð sig í bakvarðasveit til að borga með liðinu smá pening á mánuði til að halda þessu gangandi. Það er ótrúlega ánægjulegt,“ segir Margrét en nánar er rætt við hana hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Kvennalið ÍR gefst ekki upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
ÍR Sportið í dag Íslenski handboltinn Tengdar fréttir ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49 Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í handbolta verður áfram starfræktur. 30. apríl 2020 10:49
Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30
Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57