Lögreglumaður stefnir fyrrverandi ritstjóra DV vegna umfjöllunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. apríl 2020 07:46 Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri og ábyrgðarmaður DV þegar fréttin birtist á vefnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Vísir/vilhelm Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál. Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Lögreglumaður hefur stefnt fyrrverandi ritstjóra og ábyrgðarmanni vefmiðilsins DV vegna fréttar sem birt var á vefnum 16. febrúar síðastliðinn. Lögreglumaðurinn krefst 1,5 milljóna í miskabætur. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag en nafngreinir ekki umræddan ritstjóra. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var ritstjóri DV þegar fréttin birtist en hún lét af störfum í lok síðasta mánaðar. Umrædd frétt var birt undir fyrirsögninni „Lögreglumaður sakaður um hrottalega árás í miðbænum í nótt – er leikmaður FH“. Lögreglumaðurinn var jafnframt nafngreindur og andlitsmynd af honum birt. Fréttin, sem enn er í birtingu á vef DV en undir uppfærðri fyrirsögn, fjallar um aðgerðir lögreglu vegna hópslagsmála í Bankastræti nóttina áður. Greint er frá frásögn pilts sem sagðist hafa verið að taka upp handtöku tengda aðgerðunum þegar hann varð fyrir árás umrædds lögreglumanns og hlaut áverka. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar birtist andlitsmynd af lögreglumanninum og hann var jafnframt nafngreindur. Fyrirsögn fréttarinnar eins og hún stendur nú.Skjáskot/DV.is Lögregla hafnaði alfarið þessum ásökunum piltsins í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér sama dag og kvað ekki annað ráðið af myndefni frá vettvangi en að pilturinn hefði hlotið áverkana áður en lögregla var kölluð til. Fréttablaðið hefur upp úr stefnu lögreglumannsins að fréttinni hafi verið breytt eftir að ritstjóranum var sent kröfubréf og mynd og aðrar persónuupplýsingar fjarlægðar. Þessar breytingar feli í sér viðurkenningu á brotum miðilsins gagnvart lögreglumanninum. Ritstjórinn hafi þó enn ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar og því sé nauðugur einn kostur að höfða dómsmál.
Fjölmiðlar Dómsmál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira