Óður til landsbyggðarinnar María Rut Kristinsdóttir skrifar 24. apríl 2020 11:30 Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á tímum kórónuveirunnar hefur fólki verið tíðrætt um mikilvægi samstöðu og þess að hlúa að náunganum. Ég held að ég geti talað fyrir hönd margra sem deila því með mér að hafa alist upp í litlu samfélagi á landsbyggðinni að slíkt klingir kunnuglegum bjöllum. Að alast upp í litlu sjávarþorpi mótar mann nefnilega. Ég lærði snemma að fólk er alls konar og að fjölbreytni er kostur, ekki galli. Jafnvel nauðsynleg svo samfélagið geti þrifist. Í litlu samfélagi eins og á Flateyri, þar sem ég ólst upp, er stólað á hvern og einn að leggja sitt af mörkum. Ef eitthvað klikkar er hringt í næsta mann og málunum er reddað. Hvort sem um er að ræða föt sem þarf að sauma eða snjó sem þarf að moka. Jafnvel ef ófærð setur strik í reikninginn aðstoða bæjarbúar hvern annan með öðrum leiðum, lána sín á milli hveiti eða majónes. Þá hefur það jafnframt alltaf verið þannig að um leið og nýr bæjarbúi flytur í þorpið er nánast búið að skrá hann í Björgunarsveitina, Kvenfélagið og þorrablótsnefndina áður en viðkomandi veit af/er fluttur. Sjálfsbjargarviðleitni einkenna samfélög sem þessi. Allir læra snemma að bjarga sér. Leikvöllurinn var svo náttúran, sem takmarkaðist aðeins við ímyndunarafl okkar krakkanna. Við vorum mjög dugleg að finna upp á frumlegum leikjum þegar ég var lítil eins og villikattaveiði; þar sem við fundum heimili fyrir villiketti bæjarins, marhnútaveiðikeppni, stíflugerð, reglulega útpæld dyraöt og kofasmíði. Ég spilaði fótbolta, golf og póker við fullorðnu mennina í bænum og varði miklum tíma í að spila cönustu við vinkonur langömmu minnar og horfði á Leiðarljós með þeim. Ég verkaði harðfisk, stokkaði upp í beitingaskúrnum, vann í fiski á sumrin og gerðist meira að segja svo fræg að fara á sjó. Reyndar bara í eitt skipti, svo allrar sanngirni sé gætt. Það var ekki mikið vesen í bænum, allir pössuðu upp á alla og við börnin stukkum í ýmis verk; mokuðum snjó fyrir nágranna, pössuðum börn bæjarbúa og viðruðum hundana sem bjuggu í þorpinu. Svo var auðvitað algjör lúxus að komast hvert sem er fótgangandi, án þess að stóla á skutl frá foreldrum. Í svona samfélögum gleðjast allir saman á góðum stundum, en syrgja líka saman þegar áföll dynja á. Því miður fengum við í mínum heimabæ alltof stóran skerf af því síðara. Á umliðnum vetri hafa landsmenn allir því miður verið rækilega minntir á það aftur hversu harðsnúin náttúran getur verið – en á sama tíma hversu mikilvægt það er að standa saman þegar á reynir. Hryllileg snjóflóð og veðravíti, innilokanir og óvissa. Nú síðast hefur COVID-19 tekið sinn toll á landinu öllu. Viðbrögð okkar allra við þessum mótbárum hafa einkennst af okkar innilegustu tilfinningum; samkennd og samstöðu. Lögmálið, líkt og heima í sjávarþorpinu mínu, um að hver einasti íbúi er mikilvægur hlekkur í þeirri gríðarstóru keðju sem samfélagið okkar er, hefur yfirfærst á þéttbýlið. Með náungakærleikanum höfum við tæklað þær áskoranir, veður og veirur sem á okkur hafa dunið síðustu mánuði. Ég vona innilega að það sé komið til að vera. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Viðreisnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun