Vill að lið vinni sér inn þátttökurétt | EM 2020 heldur nafninu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:15 Knattspyrnusamband Evrópu vill helst að deildarkeppnir álfunnar verði leiknar til enda. Vísir/UEFA Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi. Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið það út að félög verði að vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina innan vallar. Þá mun Evrópumótið sem átti að fara fram í sumar en hefur verið frestað til 2021 samt sem áður vera kallað EM 2020. Þetta kom fram í tilkynningu frá sambandinu fyrr í dag. Following the postponement of @EURO2020 to the summer of 2021, the #UEFAExCo has decided that the tournament will still be known as UEFA EURO 2020. Full story: — UEFA (@UEFA) April 23, 2020 Á fjarfundi þar sem aðilar allra 55 aðildarsambanda UEFA voru viðstaddir ku spænska knattspyrnusambandið hafa stungið upp á því að sæti í Evrópukeppnum yrði útdeilt miðða við gengi síðustu fimm ára. Hefði það þýtt að Atletico Madrid myndi til að mynda græða á kostnað Real Sociadad og það sama á við um Manchester United og Leicester City. Bæði Atl. Madrid og Man Utd færu þá í Meistaradeild Evrópu á kostnað hinna vegna gengis undafarinna fimm tímabila. Sú hugmynd var skotin niður og ákveðið að frammistaða liðanna á síðustu leiktíð myndi skera úr um hvaða lið kæmust í Evrópukeppni. „Ef aðstæður vegna kórónufaraldursins leyfa þá á að spila þær deildarkeppnir sem frestað hefur verið til enda. Þannig geta félög unnið sér inn keppnisrétt í Evrópukeppnum í sinni upprunalegu mynd, inn á knattspyrnuvellinum sjálfum,“ segir í yfirlýsingu UEFA. „Ef það er ekki mögulegt af einni ástæðu eða annarri þá er ætlast til að keppnir álfunnar hefjist á breyttan hátt. Þannig að hægt sé að gera félögum kleift að vinna sér inn keppnisrétt með leik á vellinum.“ Sambandið tilgreinir ekki nákvæmlega hvernig leikirnir ættu að vera en eflaust er um hraðmót að ræða þar sem leikið er fyrir luktum dyrum og mótið klárað á sem stystum tíma. Þá áskilur UEFA sér réttinn til að neita félögum um þátttöku í Evrópukeppnum sínum ef ljóst er að hann var veittur á ósanngjarnan hátt. UEFA virðist ekki ætla að setja nein viðmið með hvað gerist fyrir þau lið sem eru í fallsæti verði deildarkeppnri ekki kláraðar. Það er undir hverju aðildarsambandi fyrir sig að ákveða. Að lokum kemur fram að Evrópumótið sem fram átti að fara í sumar en mun nú fara fram næsta sumar muni samt sem áður vera kallað EM 2020. Sú ákvörðun byggir á því að UEFA vill halda í áætlun sína með að geta fagnað 60 ára afmæli mótsins en mótið hefur nú verið haldið á fjögurra ára fresti frá árinu 1960. Þá þarf sambandið ekki að henda neinum varning sem framleiddur hefur verið fyrir mótið þar sem hann er allur merktur með ártalinu 2020. Með því er UEFA að reyna sýna gott fordæmi.
Fótbolti UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira