Getur Fylkir blandað sér í toppbaráttuna í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:00 Tekst Fylki að blanda sér í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar í sumar? Vísir/Daníel Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira