Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 10:43 Kona og börn veifa spænskum fánum og klappa til að heiðra heilbrigðisstarfsmenn og lögreglu í kórónuveirufaraldrinum í borginni Logroño í La Rioja-héraði. Börn hafa þurft að vera alfarið innandyra í útgöngubanninu. Vísir/EPA Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín. Spánn hefur orðið einna verst úti í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Fleiri en 200.000 manns hafa greinst smitaðir af veirunni þar, næstflestar sýkingar í heiminum, og 21.282 hafa látið lífið. Aðeins á Ítalíu hafa fleiri látið lífið. Faraldurinn virðist þó hafa náð hámarki og hefur hægt verulega á greiningu nýrra smita. Innan við fimm hundruð manns láta nú lífið á dag en dauðsföllin voru um 950 á dag þegar mest lét. Bráðabirgðalíkhúsi sem sett var upp í skautahöll í Madrid þegar útfararstjórar réðu ekki við álagið í mars var lokað í gær. Pedro Sánchez, forsætisráðherra, tilkynnti í dag að byrjað yrði að slaka á útgöngubanninu í áföngum í seinni hluta maí en varaði jafnframt við því að takmörkunum yrði komið á aftur ef faraldurinn versnaði í kjölfarið. Börnin fá að fara í stutta göngutúra Þegar hefur verið slakað aðeins á takmörkunum vegna faraldursins, meðal annars með því að leyfa starfsfólki í ákveðnum greinum að snúa aftur til vinnu í síðustu viku. Þá stendur til að leyfa börnum yngri en fjórtán ára að fara út frá næstu helgi. Fram að þessu hefur börnum verið gert að halda sig innandyra í útgöngubanninu. Nú mega þau fara í stutta göngutúra utandyra undir eftirliti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði ríkisstjórnin aðeins að leyfa börnum að fylgja foreldrum sínum til að kaupa mat eða lyf en þau áform leiddu til mótmæla þar sem fólk barði potta og pönnur á svölum húsa. Faraldurinn heldur engu að síður áfram að raska spænsku þjóðlífið. Tilkynnt var í gær að ekkert yrði af nautahlaupinu á San Fermín-hátíðinni í Pamplona í Navarra-héraði í júlí sem laðar þúsundir ferðamanna að sér árlega. Þetta er í fyrsta skipti í fjóra áratugi sem hátíðinni er frestað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Rúmlega 20 þúsund nú látnir á Spáni Alls voru skráð 565 dauðsföll af völdum Covid-19 á Spáni síðasta sólarhringinn. Er fjöldinn nokkru lægri en á sólarhringnum þar á undan. 18. apríl 2020 11:54