Sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu Ólafur Ögmundarson skrifar 1. apríl 2020 11:30 Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun