Svíar grípa til aðgerða vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2020 11:59 Þessi mynd var tekin á veitingahúsi í Stokkhólmi um helgina. EPA/Janerik Henriksson Frá því að nýja kórónuveiran byrjaði að herja á heiminn hafa Svíar þótt einkennilega rólegir gagnvart heimsfaraldrinum. Danir, Norðmenn og Finnar hafa meðal annarra gripið til umfangsmikilla inngripsaðgerða og lokað skólum, fyrirtækjum og öðru. Svíar hafa hins vegar ekki gripið til sambærilegra aðgerða og skilyrði varðandi sóttkví hafa verið mun slakari en annars staðar. Samkomubanni hefur þó verið beitt og var viðmið þess lækkað úr 500 í 50 á föstudaginn. Þá voru frekari aðgerðir kynntar í dag. Heilt yfir hafa 4.028 greinst með veiruna og 146 hafa dáið vegna hennar. Þá er 341 á gjörgæslu og þar á meðal minnst tveir læknar. Þessar tölur hafa hækkað hratt undanfarna daga og sérstaklega fjöldi látinna og fjöldi fólks á gjörgæslu. Sænskir heilbrigðisstarfsmenn kvarta nú mikið yfir skorti á almennum hlífðarbúnaði. Samkvæmt rannsókn SVT er sá vandi svo gott sem landlægur. Erfiðir tímar framundan Fyrir helgi varaði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við því að erfiðir tímar væru handan við hornið. Svíar ætla sér að auka skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, til muna á næstunni og sérstaklega gagnvart mikilvægum starfsstéttum eins og heilbrigðisstarfsmönnum. Á blaðamannafundi skömmu fyrir hádegi í dag, að íslenskum tíma, tilkynnti Löfven frekari aðgerðir til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Hann sagði það skyldu hvers Svía að vernda sig og aðra og hvatti almenning til að halda sig heima um páskana. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að heimsóknir á dvalarheimili verða bannaðar. Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra, þakkaði öllum þeim sem hafa haldið sig heima á fundinum og sömuleiðis þeim sem hjálpað hafa öðrum sem þurfa að halda sig heim, til dæmis með því að færa þeim matvæli. Ríkisstjórn Löfven gerir ráð fyrir að efnahagur ríkisins muni dragast saman um fjögur prósent á þessu ári. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra, sagði í morgun að atvinnuleysi yrði allt að níu prósent og það gæti tekið hagkerfið nokkur ár að jafna sig. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Frá því að nýja kórónuveiran byrjaði að herja á heiminn hafa Svíar þótt einkennilega rólegir gagnvart heimsfaraldrinum. Danir, Norðmenn og Finnar hafa meðal annarra gripið til umfangsmikilla inngripsaðgerða og lokað skólum, fyrirtækjum og öðru. Svíar hafa hins vegar ekki gripið til sambærilegra aðgerða og skilyrði varðandi sóttkví hafa verið mun slakari en annars staðar. Samkomubanni hefur þó verið beitt og var viðmið þess lækkað úr 500 í 50 á föstudaginn. Þá voru frekari aðgerðir kynntar í dag. Heilt yfir hafa 4.028 greinst með veiruna og 146 hafa dáið vegna hennar. Þá er 341 á gjörgæslu og þar á meðal minnst tveir læknar. Þessar tölur hafa hækkað hratt undanfarna daga og sérstaklega fjöldi látinna og fjöldi fólks á gjörgæslu. Sænskir heilbrigðisstarfsmenn kvarta nú mikið yfir skorti á almennum hlífðarbúnaði. Samkvæmt rannsókn SVT er sá vandi svo gott sem landlægur. Erfiðir tímar framundan Fyrir helgi varaði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, við því að erfiðir tímar væru handan við hornið. Svíar ætla sér að auka skimun fyrir Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, til muna á næstunni og sérstaklega gagnvart mikilvægum starfsstéttum eins og heilbrigðisstarfsmönnum. Á blaðamannafundi skömmu fyrir hádegi í dag, að íslenskum tíma, tilkynnti Löfven frekari aðgerðir til að sporna gegn dreifingu veirunnar. Hann sagði það skyldu hvers Svía að vernda sig og aðra og hvatti almenning til að halda sig heima um páskana. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að heimsóknir á dvalarheimili verða bannaðar. Isabella Lövin, aðstoðarforsætisráðherra, þakkaði öllum þeim sem hafa haldið sig heima á fundinum og sömuleiðis þeim sem hjálpað hafa öðrum sem þurfa að halda sig heim, til dæmis með því að færa þeim matvæli. Ríkisstjórn Löfven gerir ráð fyrir að efnahagur ríkisins muni dragast saman um fjögur prósent á þessu ári. Magdalena Andersson, fjármálaráðherra, sagði í morgun að atvinnuleysi yrði allt að níu prósent og það gæti tekið hagkerfið nokkur ár að jafna sig.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira