Opið bréf til Katrínar, Bjarna og Sigurðar! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2020 13:15 Ég veit að þið stjórnvöld hafið í nógu að snúast þessa daga, og tími til samtals um fjárhagslegar og félagslegar aðstæður fatlaðs og langveiks fólks, lítill. Ég eftir sem áður bið um athygli ykkar í þeirri von að það skipti máli, ég hef í það minnsta reynt að ná til ykkar. Mér er sagt að fjáraukalögin nú séu í raun fjárfestingarátak vegna Covid-19. ÖBÍ gagnrýndi að þar inni væri ekki að finna sértækar aðgerðir fyrir öryrkja. Ég leyfi mér að halda þeirri gagnrýni til streitu, enda kemur Covid-19 verr niður á örorkulífeyrisþegum en mörgum öðrum. Við sjáum nú að ástandið afhjúpar þá staðreynd að gríðarstór hópur fólks býr við svo mikla fátækt að hann hefur ekki efni á að borða hvað þá að leysa út lyf. Í langan tíma hefur örorkulífeyrir ekki haldið í við verðlag hér á Íslandi. Í því samhengi nefni ég að matvara og nauðsynjar hafa hækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. Þá hefur leiga hækkað gríðarlega og er þar félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga ekki undanskilið. Örorkulífeyrir hefur hinsvegar rýrnað ár frá ári, það hefur gerst á ykkar vakt líka. Öryrkjar eins og flest fólk, reynir í lengstu lög að tryggja sér heimili, greiðsla á leigu gengur því fyrir öðrum nauðsynjum. Það eru öllum erfið spor þegar stoltinu er kyngt og leitað er aðstoðar í fyrsta sinn. Öryrkjar hafa lært að bera skömmina í hljóði, þegar þeir feta þessi erfiðu spor í biðröð eftir matarúthlutun hjálparsamtaka. Þessu erfiðu spor eru svo endurtekin í sífellu enda skammtar ríkið svo naumt að neyð ríkir. Stórir hópar veiks og fatlaðs fólks fara hér um götur með ósýnilegan betlistaf á lofti, fólk sem áður lagði stolt af mörkum til samfélagsins í formi vinnu o.fl. Því lærist með tímanum að sækja bjargirnar en í hálsinum situr kökkur niðurlægingar og skammar. Nú þegar hjálparstofnanir hafa lokað að stórum hluta blasir við okkur öllum þessi nöturlega staðreynd. Það eina jákvæða sem fylgir þessari veiru er að hún hefur opinberað þá sárafátækt sem hefur hingað til verið falin í þjóðfélagi okkar. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina haldið fyrir augu, eyru og munn, og tekist bara nokkuð bærilega upp við að hunsa vandamálið. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa brugðist. Jafnvel fatlaðir og langveikir þingmenn, sem ættu að skilja vandamálið, hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ég held það sé nú öllum ljóst að fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað eiga afar veikan ef þá nokkurn málsvara hjá stjórnvöldum. Í dag eru flestir öryrkjar heima í einangrun vegna undirliggjandi sjúkdóma, fólk kemst t.d. ekki til læknis til að fá endurnýjun á örorkumat og missir þar af leiðandi framfærslu, það á sífellt erfiðara með að sækja sér matarbjörg og lyf. Sumir eiga erfitt með daglega umhirðu og hreinlæti, fólk er kvíðið og hrætt. Fjölmargir íslendingar upplifa það nú á eigin skinni, hvernig líf öryrkjans er. Félagslega einangraður, fer lítið sem ekkert út, algerlega upp á aðra kominn. Þegar þessum faraldri linnir, sitja öryrkjar eftir, eins og áður, félagslega einangraðir, skammtaður smánarlífeyri frá þeim sem ættu að verja og vernda hópinn. Stjórnvöld hafa lokað augunum gagnvart fátækt á Íslandi, fríað sig ábyrgð á ástandinu og ýtt því yfir á hjálparstofnanir. Þegar öryrkjar sem í dag búa við bágust kjör í samfélaginu, geta ekki lengur orðið sér út um nauðsynjar s.s. mat hjá hjálparstofnunum, kemur bitur sannleikurinn í ljós. Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt. En hún er það í dag, hér býr fatlað og langveikt fólk með örorku við sára fátækt. Stjórnvöld verða að stíga fram og taka utan um öryrkja, hafi það verið mikilvægt einhverntíman þá er það orðið lífsnauðsynlegt í dag! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veit að þið stjórnvöld hafið í nógu að snúast þessa daga, og tími til samtals um fjárhagslegar og félagslegar aðstæður fatlaðs og langveiks fólks, lítill. Ég eftir sem áður bið um athygli ykkar í þeirri von að það skipti máli, ég hef í það minnsta reynt að ná til ykkar. Mér er sagt að fjáraukalögin nú séu í raun fjárfestingarátak vegna Covid-19. ÖBÍ gagnrýndi að þar inni væri ekki að finna sértækar aðgerðir fyrir öryrkja. Ég leyfi mér að halda þeirri gagnrýni til streitu, enda kemur Covid-19 verr niður á örorkulífeyrisþegum en mörgum öðrum. Við sjáum nú að ástandið afhjúpar þá staðreynd að gríðarstór hópur fólks býr við svo mikla fátækt að hann hefur ekki efni á að borða hvað þá að leysa út lyf. Í langan tíma hefur örorkulífeyrir ekki haldið í við verðlag hér á Íslandi. Í því samhengi nefni ég að matvara og nauðsynjar hafa hækkað umtalsvert á síðustu tíu árum. Þá hefur leiga hækkað gríðarlega og er þar félagslegt leiguhúsnæði sveitarfélaga ekki undanskilið. Örorkulífeyrir hefur hinsvegar rýrnað ár frá ári, það hefur gerst á ykkar vakt líka. Öryrkjar eins og flest fólk, reynir í lengstu lög að tryggja sér heimili, greiðsla á leigu gengur því fyrir öðrum nauðsynjum. Það eru öllum erfið spor þegar stoltinu er kyngt og leitað er aðstoðar í fyrsta sinn. Öryrkjar hafa lært að bera skömmina í hljóði, þegar þeir feta þessi erfiðu spor í biðröð eftir matarúthlutun hjálparsamtaka. Þessu erfiðu spor eru svo endurtekin í sífellu enda skammtar ríkið svo naumt að neyð ríkir. Stórir hópar veiks og fatlaðs fólks fara hér um götur með ósýnilegan betlistaf á lofti, fólk sem áður lagði stolt af mörkum til samfélagsins í formi vinnu o.fl. Því lærist með tímanum að sækja bjargirnar en í hálsinum situr kökkur niðurlægingar og skammar. Nú þegar hjálparstofnanir hafa lokað að stórum hluta blasir við okkur öllum þessi nöturlega staðreynd. Það eina jákvæða sem fylgir þessari veiru er að hún hefur opinberað þá sárafátækt sem hefur hingað til verið falin í þjóðfélagi okkar. Stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina haldið fyrir augu, eyru og munn, og tekist bara nokkuð bærilega upp við að hunsa vandamálið. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa brugðist. Jafnvel fatlaðir og langveikir þingmenn, sem ættu að skilja vandamálið, hafa ekki haft erindi sem erfiði. Ég held það sé nú öllum ljóst að fólk sem veikist, slasast eða fæðist fatlað eiga afar veikan ef þá nokkurn málsvara hjá stjórnvöldum. Í dag eru flestir öryrkjar heima í einangrun vegna undirliggjandi sjúkdóma, fólk kemst t.d. ekki til læknis til að fá endurnýjun á örorkumat og missir þar af leiðandi framfærslu, það á sífellt erfiðara með að sækja sér matarbjörg og lyf. Sumir eiga erfitt með daglega umhirðu og hreinlæti, fólk er kvíðið og hrætt. Fjölmargir íslendingar upplifa það nú á eigin skinni, hvernig líf öryrkjans er. Félagslega einangraður, fer lítið sem ekkert út, algerlega upp á aðra kominn. Þegar þessum faraldri linnir, sitja öryrkjar eftir, eins og áður, félagslega einangraðir, skammtaður smánarlífeyri frá þeim sem ættu að verja og vernda hópinn. Stjórnvöld hafa lokað augunum gagnvart fátækt á Íslandi, fríað sig ábyrgð á ástandinu og ýtt því yfir á hjálparstofnanir. Þegar öryrkjar sem í dag búa við bágust kjör í samfélaginu, geta ekki lengur orðið sér út um nauðsynjar s.s. mat hjá hjálparstofnunum, kemur bitur sannleikurinn í ljós. Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt. En hún er það í dag, hér býr fatlað og langveikt fólk með örorku við sára fátækt. Stjórnvöld verða að stíga fram og taka utan um öryrkja, hafi það verið mikilvægt einhverntíman þá er það orðið lífsnauðsynlegt í dag! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun