Trump hættur við að setja New York í sóttkví Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 07:30 Trump er hættur við. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ Trump sagði að ákvörðun um málið hafi verið tekin eftir ráðleggingum sérstaks kórónuveiruteymis Hvíta hússins. Áður hafði forsetinn sagt að hann myndi mögulega setja ríkið allt í sóttkví, ásamt hlutum New Jersey og Connecticut, til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19. 52 þúsund tilfelli COVID-19 eru nú komin upp í New York, eða um helmingur staðfestra tilfella í öllum Bandaríkjunum. Trump tísti fyrir skömmu að í stað sóttkvíar yrðu gefin út ráðleggjandi tilmæli um ferðalög fyrir íbúa New York, New Jersey og Connecticut. Áður hafði Tump sagt á blaðamannafundi að hann vildi setja ríkið í sóttkví. Hann væri í það minnsta að íhuga það og sagði að slíkar aðgerðir gætu hægt á útbreiðslu veirunnar til annarra hluta Bandaríkjanna. Andrw Cuomo, ríkisstjóri New York.Vísir/Getty Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, tók illa í hugmynd forsetans um að setja ríkið í sóttkví. Kallaði hana „fráleita“ og „and-ameríska.“ Sagði hann að ríkið væri þegar búið að gera ráðstafanir, svo sem banna fjöldasamkomur og skipa fólki að vera heima. Hann myndi hins vegar setja sig upp á móti því að borginni yrði einfaldlega lokað og lyklinum hent. „Þá værum við eins og Wuhan í Kína. Það væri ekkert vit í því,“ sagði Cuomo og bætti við að aðgerðir líkar þeim sem Trump stakk upp á myndu lama verðbréfamarkaðinn á þann hátt að það tæki bandaríska efnahagskerfið mánuði, jafnvel ár, að jafna sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki lengur að íhuga að setja New York-ríki í sóttkví. Þegar það var til skoðunar mætti það harðri gagnrýni. Ríkisstjóri ríkisins kallaði hugmyndina „fráleita.“ Trump sagði að ákvörðun um málið hafi verið tekin eftir ráðleggingum sérstaks kórónuveiruteymis Hvíta hússins. Áður hafði forsetinn sagt að hann myndi mögulega setja ríkið allt í sóttkví, ásamt hlutum New Jersey og Connecticut, til þess að hægja á útbreiðslu COVID-19. 52 þúsund tilfelli COVID-19 eru nú komin upp í New York, eða um helmingur staðfestra tilfella í öllum Bandaríkjunum. Trump tísti fyrir skömmu að í stað sóttkvíar yrðu gefin út ráðleggjandi tilmæli um ferðalög fyrir íbúa New York, New Jersey og Connecticut. Áður hafði Tump sagt á blaðamannafundi að hann vildi setja ríkið í sóttkví. Hann væri í það minnsta að íhuga það og sagði að slíkar aðgerðir gætu hægt á útbreiðslu veirunnar til annarra hluta Bandaríkjanna. Andrw Cuomo, ríkisstjóri New York.Vísir/Getty Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, tók illa í hugmynd forsetans um að setja ríkið í sóttkví. Kallaði hana „fráleita“ og „and-ameríska.“ Sagði hann að ríkið væri þegar búið að gera ráðstafanir, svo sem banna fjöldasamkomur og skipa fólki að vera heima. Hann myndi hins vegar setja sig upp á móti því að borginni yrði einfaldlega lokað og lyklinum hent. „Þá værum við eins og Wuhan í Kína. Það væri ekkert vit í því,“ sagði Cuomo og bætti við að aðgerðir líkar þeim sem Trump stakk upp á myndu lama verðbréfamarkaðinn á þann hátt að það tæki bandaríska efnahagskerfið mánuði, jafnvel ár, að jafna sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Trump íhugar að setja New York í sóttkví Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn að hann væri að íhuga að setja New York ríki í sóttkví. 28. mars 2020 17:45