Fótbolti

Geta fengið endurgreiðslu á Rúmeníuleikinn til 6. apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tveir flottir stuðningsmenn íslenska landsliðsins í leik á Laugardalsvellinum í undankeppni EM.
Tveir flottir stuðningsmenn íslenska landsliðsins í leik á Laugardalsvellinum í undankeppni EM. Getty/Oliver Hardt

Ísland átti að mæta Rúmeníu á Laugardalsvellinum í dag í umspili um sæti á EM. Allir miðar á leikinn voru seldir en nú hefur KSÍ sent frá skilaboð til þeirra sem eiga miða.

Knattspyrnusamband Íslands fer yfir það á heimasíðu sinni í dag hvernig miðamálum verður háttað vegna leiks Íslands og Rúmeníu.

Miðakaupendur geta óskað eftir endurgreiðslu á miðum á leikinn en frestur til þess er til og með mánudagsins 6. apríl.

Áætlað er að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM A landsliða karla fari fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 4. júní næstkomandi.

Miðakaupendur sem vilja halda sínum miðum þurfa ekki að gera neitt og halda einfaldlega sínum upprunalegu miðum/sætum.

Miðakaupendur sem vilja fá miðana endurgreidda geta haft samband við KSÍ í tölvupósti á [email protected].




Fleiri fréttir

Sjá meira


×