„Erum töluvert fjær nýjum þjóðarleikvangi núna en fyrir nokkrum vikum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2020 07:00 Lárus Blöndal var gestur Sportið í dag í gær. vísir/skjáskot Lárus Blöndal, formaður ÍSÍ, segir að sérsamböndin séu fjær því að fá nýjan þjóðarleikvang nú en fyrir nokkrum vikum síðan. Þar sé kórónuveiran stærsta skýringin. Mikið hefur verið rætt og ritað um nýjan þjóðaleikvang. Handbolta og körfuboltalandsliðin eru á undanþágu frá EHF og FIBA og búningsklefarnir og önnur umgengis aðstaða á Laugardalsvelli er ekki boðleg. Lárus var gestur þáttarins Sportið í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna á nýjum þjóðarleikvangi. „Ég hef þá trú á að þeir sem komi að þessu; frá ríki og borg eða sveitarfélagi hafi verulegan áhuga á því að gera bragarbót í þessum málum. Við getum hins vegar sagt að við erum töluvert fjær því núna en við vorum fyrir nokkrum vikum.“ „Við erum með starfshópa varðandi þjóðarleikvang fyrir handbolta og körfubolta og innanhúsíþróttir. Ég hef rætt þetta við bæði ráðherra og fleiri. Það er ljóst að ríkið er að fara í mjög erfiða og mikla dýfu í sínum málum. Það er ljóst að það verður mikið tekjutap hjá ríkinu á þessu ári.“ „Það mun nema 100-200 milljörðum og svo er kostnaður við þessar aðgerðir risa peningar. Það er augljóst að þetta setur málið í aðeins aðra stöðu. Ég held að menn muni taka þetta mál upp þegar um hægist eftir þennan farald.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um nýjan þjóðarleikvang Lárus var spurður að því hvað honum finndist besta lausnin í þessu öllu saman. Hvort það væri best að búa til einn risa leikvang fyrir allar íþróttirnar eða skipta þessu niður? „Ég held að það hljóti að vera skoðað áður en menn ráðist í þessar framkvæmdir. Það er lógískt og hagvkæmara að byggja eitt hús en fleiri, það þarf þó samt ekki endilega vera þannig. Þetta hefur eitthvað verið skoðað en spurningin er hvað samnýtist og það er ljóst að einhvern hluta er hægt að nýta saman.“ „Þetta er verkefni sem þarf að ýta úr vör. Það hefur verið mikil vinna hjá KSÍ og þeir eru komnir töluvert langt með sitt. Hin vinnan er á byrjunarreit. Menn eru að skoða hús af þeirri stærðargráðu sem við erum að tala um; körfu-, handboltann og innanhús íþróttirnar.“ Lárus fór svo ítarlega yfir hús sem hafa verið byggð í Noregi og einnig afhverju þessi vinna væri ekki fyrir löngu komin lenra á veg. Innslagið má sjá hér að ofan. Laugardalsvöllur Reykjavík KSÍ Sportið í dag Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Lárus Blöndal, formaður ÍSÍ, segir að sérsamböndin séu fjær því að fá nýjan þjóðarleikvang nú en fyrir nokkrum vikum síðan. Þar sé kórónuveiran stærsta skýringin. Mikið hefur verið rætt og ritað um nýjan þjóðaleikvang. Handbolta og körfuboltalandsliðin eru á undanþágu frá EHF og FIBA og búningsklefarnir og önnur umgengis aðstaða á Laugardalsvelli er ekki boðleg. Lárus var gestur þáttarins Sportið í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í gær þar sem hann var spurður út í stöðuna á nýjum þjóðarleikvangi. „Ég hef þá trú á að þeir sem komi að þessu; frá ríki og borg eða sveitarfélagi hafi verulegan áhuga á því að gera bragarbót í þessum málum. Við getum hins vegar sagt að við erum töluvert fjær því núna en við vorum fyrir nokkrum vikum.“ „Við erum með starfshópa varðandi þjóðarleikvang fyrir handbolta og körfubolta og innanhúsíþróttir. Ég hef rætt þetta við bæði ráðherra og fleiri. Það er ljóst að ríkið er að fara í mjög erfiða og mikla dýfu í sínum málum. Það er ljóst að það verður mikið tekjutap hjá ríkinu á þessu ári.“ „Það mun nema 100-200 milljörðum og svo er kostnaður við þessar aðgerðir risa peningar. Það er augljóst að þetta setur málið í aðeins aðra stöðu. Ég held að menn muni taka þetta mál upp þegar um hægist eftir þennan farald.“ Klippa: Sportið í dag: Lárus Blöndal um nýjan þjóðarleikvang Lárus var spurður að því hvað honum finndist besta lausnin í þessu öllu saman. Hvort það væri best að búa til einn risa leikvang fyrir allar íþróttirnar eða skipta þessu niður? „Ég held að það hljóti að vera skoðað áður en menn ráðist í þessar framkvæmdir. Það er lógískt og hagvkæmara að byggja eitt hús en fleiri, það þarf þó samt ekki endilega vera þannig. Þetta hefur eitthvað verið skoðað en spurningin er hvað samnýtist og það er ljóst að einhvern hluta er hægt að nýta saman.“ „Þetta er verkefni sem þarf að ýta úr vör. Það hefur verið mikil vinna hjá KSÍ og þeir eru komnir töluvert langt með sitt. Hin vinnan er á byrjunarreit. Menn eru að skoða hús af þeirri stærðargráðu sem við erum að tala um; körfu-, handboltann og innanhús íþróttirnar.“ Lárus fór svo ítarlega yfir hús sem hafa verið byggð í Noregi og einnig afhverju þessi vinna væri ekki fyrir löngu komin lenra á veg. Innslagið má sjá hér að ofan.
Laugardalsvöllur Reykjavík KSÍ Sportið í dag Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira