Sérfræðiaðstoð firrir stjórnvöld ekki ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. desember 2020 17:30 Umsækjandinn gerði athugasemdir við umsögn trúnaðarlæknis, en sá svaraði ekki erindum umsækjandans. Vísir/Egill Settur umboðsmaður Alþingis hefur beint því til mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar að taka mál til meðferðar að nýju, sökum þess að trúnaðarlæknir sem skilaði umsögn um umsókn manns um starfsnám svaraði ekki erindum mannsins. Umsókn mannsins var hafnað á þeim forsendum að hann hefði tekið lyf við tilteknum sjúkdómi og uppfyllti því ekki kröfur um heilbrigði umsækjenda. Umboðsmaður benti á að þrátt fyrir að sérfræðimat trúnaðarlæknisins yrði ekki endurskoðað af mennta- og starfsþróunarsetrinu útilokaði það ekki að það gæti lagt fyrir lækninn að bæta úr tilteknum atriðum í tengslum við umsóknarferlið. „Þar sem trúnaðarlæknirinn hafði ekki svarað erindum umsækjandans, áður en tekin var ákvörðun að synja umsókn hans á grundvelli neikvæðrar umsagnar læknisins, hefði ekki verið sýnt fram á að tryggt hefði verið að fullnægjandi upplýsingar lægju fyrir um heilsufar umsækjandans. Synjun umsóknarinnar hefði því ekki verið í samræmi við lög,“ segir í áliti umboðsmanns. Umboðsamaður beindi því til setursins og ríkislögreglustjóra að athuga hvort taka þyrfti til skoðunar almennt verklag við meðferð umsókna um starfsnám hjá lögreglu. „Þá voru gerðar athugasemdir við þau svör ríkislögreglustjóra til umboðsmanns að umboðsmaður skyldi leita skýringa á tilteknum atriðum hjá einkafyrirtækinu sem trúnaðarlæknirinn starfaði hjá í stað þess að ríkislögreglustjóri hlutaðist til um að afhenda þær upplýsingar og gögn sem óskað var eftir.“ Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Umsókn mannsins var hafnað á þeim forsendum að hann hefði tekið lyf við tilteknum sjúkdómi og uppfyllti því ekki kröfur um heilbrigði umsækjenda. Umboðsmaður benti á að þrátt fyrir að sérfræðimat trúnaðarlæknisins yrði ekki endurskoðað af mennta- og starfsþróunarsetrinu útilokaði það ekki að það gæti lagt fyrir lækninn að bæta úr tilteknum atriðum í tengslum við umsóknarferlið. „Þar sem trúnaðarlæknirinn hafði ekki svarað erindum umsækjandans, áður en tekin var ákvörðun að synja umsókn hans á grundvelli neikvæðrar umsagnar læknisins, hefði ekki verið sýnt fram á að tryggt hefði verið að fullnægjandi upplýsingar lægju fyrir um heilsufar umsækjandans. Synjun umsóknarinnar hefði því ekki verið í samræmi við lög,“ segir í áliti umboðsmanns. Umboðsamaður beindi því til setursins og ríkislögreglustjóra að athuga hvort taka þyrfti til skoðunar almennt verklag við meðferð umsókna um starfsnám hjá lögreglu. „Þá voru gerðar athugasemdir við þau svör ríkislögreglustjóra til umboðsmanns að umboðsmaður skyldi leita skýringa á tilteknum atriðum hjá einkafyrirtækinu sem trúnaðarlæknirinn starfaði hjá í stað þess að ríkislögreglustjóri hlutaðist til um að afhenda þær upplýsingar og gögn sem óskað var eftir.“
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira