Fá margra milljóna króna sekt fyrir að mæta of seint á æfingu hjá Lampard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 13:31 Menn mæta á réttum tíma hjá Frank Lampard því annars gætu þeir orðið mörgum milljónum fátækari. Getty/Chloe Knott Það gæti verið dýrkeypt fyrir leikmenn Chelsea að sofa yfir sig eða lenda í umferðarteppu á leið á æfingar eða liðsfundi. Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.) Enski boltinn Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Frank Lampard hefur verið knattspyrnustjóri Chelsea í átján mánuði og hefur á þeim tíma breytt miklu hjá félaginu. Það er ljóst á nýjustu fréttum að honum er umhugað að leikmenn mæti á allar æfingar og fundi og það á réttum tíma. Lampard var sjálfur leikmaður Chelsea í þrettán ár og markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Þeim árangri náði hann ekki með því að sinna starfi sínu ekki vel. Lampard hefur keypt leikmenn fyrir 250 milljónir punda á þessu ári en Chelsea liðið hans er enn í mótun. Nú síðast talaði Lampard um það að félagið væri ekki nógu gott til að berjast um enska meistaratitilinn í ár. Late for start of training: £20,000 Late for team meetings: £500-per-minute All fines must be paid in 14 days or...Posted by GiveMeSport on Föstudagur, 25. desember 2020 Það eru þó sektargreiðslur leikmanna hans sem hafa nú komist í fjölmiðla. Knattspyrnustjórinn á Stamford Bridge lætur sína menn nefnilega ekki komast upp með neitt kæruleysi og menn fá ansi ríflegar sektir brjóti þeir reglur liðsins. Það er því mjög athyglisvert að skoða listann yfir mögulegar sektargreiðslur leikmann liðsins. Frank Lampard ætti að njóta mikillar virðingar frá leikmönnum sínum eftir sinn frábæra feril hjá Chelsea þar sem hann skoraði 211 mörk í 648 leikjum í öllum keppnum og varð þrisvar sinnum enskur meistari, fjórum sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari. Það er aftur á móti ekker grín að mæta of seint á æfingu þegar það kostar þig yfir þrjár milljónir íslenskra króna eða tuttugu þúsund ensk pund. Lampard er því mjög harður húsbóndi ef marka má umræddar liðsreglur en hér fyrir neðan má sjá lista yfir boðorðin tólf hjá Chelsea liðinu. Leikmenn Chelsea eru örugglega mættir tímalegar á allar æfingar og viðburði liðsins. Þeir fá vissulega vel borgað en svona risasektir eru fljótar að telja. Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Boðorðin tólf hjá Chelsea: 1. Mætir of seint í brottför liðs í leik - 2500 pund (432 þúsund íslenskar krónur) 2. Mætir of seint fyrir æfingu - 2500 pund (+ 2500 pund eftir hverjar 15 mín.) (432 þúsund ísl.) 3. Mætir of seint í undirbúning í æfingasal - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 4. Mætir of seint í meðferð hjá sjúkraþjálfara - 2500 pund (432 þúsund ísl.) 5. Mætir of seint á liðsfund - 500 pund á mínútu (86 þúsund ísl.) 6. Mætir of seint í byrjun æfingar - 20 þúsund pund (3,4 milljónir ísl.) 7. Síminn hringir á liðsfundi eða í liðsmatnum - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 8. Mætir í vitlausum klæðnaði á leikdegi - 1000 pund (173 þúsund ísl.) 9. Ferðast ekki með liðinu til baka úr leik án þess að láta vita af því 48 tímum fyrr - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 10. Að neita eða skrópa í samfélagsverkefni - 5000 pund (865 þúsund ísl.) 11. Að láta ekki vita af veikindum eða meiðslum fyrir frídag - 10 þúsund pund (1.7 milljónir ísl.) 12. Mæta of seint til læknis - 2500 pund (432 þúsund ísl.)
Enski boltinn Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira