Telur kórónuveiruna ekki eiga roð í skötulyktina Birgir Olgeirsson skrifar 23. desember 2020 20:35 Boðið var upp á skötu á Múlakaffi í dag. Vísir/Egill Eigandi Múlakaffis hefur vart haft undan við að afgreiða skötu ofan í borgarbúa í aðdraganda jólanna. Gestir létu vel að skötunni í ár og nokkrir sögðust sannfærðir um að kórónuveiran ætti ekki roð í lyktina. Engar fjölmennar skötuveislur voru í ár vegna samkomutakmarkana á Íslandi. Á Múlakaffi var brugðist við því. Jóhannes Guðvarður Stefánsson, eigandi Múlakaffis, stóð sjálfur við dyrnar á veitingastað sínum í Hallarmúla í Reykjavík og taldi gesti inn sem biðu glorsólgnir eftir að komast skötu. Boðið var upp á kæsta köstu á Múlakaffi á á mánudag og þriðjudag og einnig í dag, Þorláksmessu, eins og hefðin segir til um. „Við erum búin að vera með skötu síðan á mánudaginn. Við höfum aldrei gert það áður í sögu fyrirtækisins en gerum það í ár í skjóli Covids,“ segir Jóhannes. Í venjulegu árferði hefði hann mokað skötunni út, ekki bara á veitingastaðnum í Hallarmúla heldur einnig til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hann skipti staðnum niður í þrjú hólf í ár og gat verið með 45 manns inni í einu. Hann reiknar með að geta selt um fjögur hundruð til fimm hundruð skammta af skötu í dag, sem er ekki í nánd við það sem hann selur á venjulegu ári. Gestir létu vel að skötunni. Sér í lagi Kolbrún Karlsdóttir. Faðir hennar var Vestfirðingur og ólst hún upp við að borða skötu á Þorláksmessu. Hún sýður þó aldrei skötuna heima hjá sér, því hún kann illa við lyktina. Bragðið af skötunni er þó henni að skapi. „Og ég er viss um að allar veirur steindrepast ef þeim er haldið við pott sem skata er soðin í. Ég hugsa að það þurfi ekki að kaupa lyf erlendis frá. Það er nóg að sjóða vestfirska skötu og láta fólk anda að sér lyktina. Það ætti að flytja þetta út, það yrðu miklar útflutningstekjur af því,“ segir Kolbrún. Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Engar fjölmennar skötuveislur voru í ár vegna samkomutakmarkana á Íslandi. Á Múlakaffi var brugðist við því. Jóhannes Guðvarður Stefánsson, eigandi Múlakaffis, stóð sjálfur við dyrnar á veitingastað sínum í Hallarmúla í Reykjavík og taldi gesti inn sem biðu glorsólgnir eftir að komast skötu. Boðið var upp á kæsta köstu á Múlakaffi á á mánudag og þriðjudag og einnig í dag, Þorláksmessu, eins og hefðin segir til um. „Við erum búin að vera með skötu síðan á mánudaginn. Við höfum aldrei gert það áður í sögu fyrirtækisins en gerum það í ár í skjóli Covids,“ segir Jóhannes. Í venjulegu árferði hefði hann mokað skötunni út, ekki bara á veitingastaðnum í Hallarmúla heldur einnig til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Hann skipti staðnum niður í þrjú hólf í ár og gat verið með 45 manns inni í einu. Hann reiknar með að geta selt um fjögur hundruð til fimm hundruð skammta af skötu í dag, sem er ekki í nánd við það sem hann selur á venjulegu ári. Gestir létu vel að skötunni. Sér í lagi Kolbrún Karlsdóttir. Faðir hennar var Vestfirðingur og ólst hún upp við að borða skötu á Þorláksmessu. Hún sýður þó aldrei skötuna heima hjá sér, því hún kann illa við lyktina. Bragðið af skötunni er þó henni að skapi. „Og ég er viss um að allar veirur steindrepast ef þeim er haldið við pott sem skata er soðin í. Ég hugsa að það þurfi ekki að kaupa lyf erlendis frá. Það er nóg að sjóða vestfirska skötu og láta fólk anda að sér lyktina. Það ætti að flytja þetta út, það yrðu miklar útflutningstekjur af því,“ segir Kolbrún.
Matur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira