Fjörutíu fórnarlömb mansals í mál við Pornhub Sylvía Hall skrifar 16. desember 2020 20:22 Fjöldi ásakana hefur komið fram þess efnis að Pornhub hýsi barnaníðsefni og myndbönd af kynferðisofbeldi. Fjörutíu konur, sem allar birtust í myndböndum Girls Do Porn, hafa höfðað mál gegn Pornhub. Fullyrða konurnar að Pornhub og móðurfélag þess, MindGeek, hafi vitað að þeim ásökunum sem fram voru komnar um að konunum hefði verið ógnað og þær kúgaðar til þess að taka þátt í myndböndunum. Konurnar krefjast hver um sig um milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvarar tæplega 130 milljónum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lét loka síðunni í október 2019 þegar starfsmenn hennar voru handteknir og ákærðir. Í kjölfarið lét Pornhub og aðrar síður MindGeek loka fyrir stöð Girls Do Porn. Eigendurnir Michael James Pratt og Matthew Isaac Wolfe, ásamt tveimur samstarfsmönnum þeirra, hafa verið ákærðir fyrir mansal. Þau fórnarlömb sem birtust í myndböndunum segjast hafa ítrekað haft samband við MindGeek og var fyrsta málið höfðað fyrir hönd nokkurra fórnarlamba í júlí. MindGeek hefði þó átt að vera ljóst frá árinu 2009 að þær konur sem birtust í myndböndunum gerðu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. „Þrátt fyrir þá vitneskju hélt MindGeek áfram samstarfi við Girls Do Porn, án þess að rannsaka eða efast um þann samstarfsaðila í ljósi þeirra gífurlegu sönnunargagna um mansal sem send voru til MindGeek,“ segir í stefnunni. Fyrirtækinu hafi verið sama þar til það gat ekki lengur grætt á myndböndunum. Óskuðu eftir fyrirsætum Girls Do Porn lokkaði ungar konur til sín með því að auglýsa fyrirsætustörf áður en þeim var gert ljóst að um væri að ræða framleiðslu á klámmyndböndum. Eru sumar konurnar sagðar hafa verið þvingaðar til þess að skrifa undir skjöl án þess að fá að lesa þau og þær ekki mátt fara heim fyrr en þær tóku þátt í myndbandagerð. Til þess að sannfæra konurnar var þeim sagt að þær yrðu nafnlausar og óþekkjanlegar út frá myndböndunum. Myndböndin yrði jafnframt ekki birt á netinu heldur seld á erlenda markaði, en seinna meir kom í ljós að þeim var ætlað að fara í dreifingu í Norður-Ameríku að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Upplifun fórnarlambanna er ýmist á þann veg að þær hafi verið sviknar en í alvarlegustu tilfellum þvingaðar til athafna sem þær vildu ekki taka þátt. Líkt og áður sagði var þeim haldið á tökustað þar til þær féllust á að taka þátt í myndböndunum og margar hverjar beittar kynferðislegu ofbeldi. Í það minnsta einni hafi verið nauðgað. New York Times birti fyrr í mánuðinum grein eftir blaðamanninn Nicholas Kristof þar sem hann sagði Pornhub hýsta fjölda myndbanda sem sýndi nauðganir og barnaníðsefni. Er í greininni rætt við ungar konur sem lentu barnungar í því að vera misnotaðar, en myndböndin birtust á Pornhub án þess að gripið hefði verið inn í. Kortafyrirtækin Mastercard og Visa hafa ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Bæði fyrirtæki hófu rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Konurnar krefjast hver um sig um milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvarar tæplega 130 milljónum íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna lét loka síðunni í október 2019 þegar starfsmenn hennar voru handteknir og ákærðir. Í kjölfarið lét Pornhub og aðrar síður MindGeek loka fyrir stöð Girls Do Porn. Eigendurnir Michael James Pratt og Matthew Isaac Wolfe, ásamt tveimur samstarfsmönnum þeirra, hafa verið ákærðir fyrir mansal. Þau fórnarlömb sem birtust í myndböndunum segjast hafa ítrekað haft samband við MindGeek og var fyrsta málið höfðað fyrir hönd nokkurra fórnarlamba í júlí. MindGeek hefði þó átt að vera ljóst frá árinu 2009 að þær konur sem birtust í myndböndunum gerðu það ekki af fúsum og frjálsum vilja. „Þrátt fyrir þá vitneskju hélt MindGeek áfram samstarfi við Girls Do Porn, án þess að rannsaka eða efast um þann samstarfsaðila í ljósi þeirra gífurlegu sönnunargagna um mansal sem send voru til MindGeek,“ segir í stefnunni. Fyrirtækinu hafi verið sama þar til það gat ekki lengur grætt á myndböndunum. Óskuðu eftir fyrirsætum Girls Do Porn lokkaði ungar konur til sín með því að auglýsa fyrirsætustörf áður en þeim var gert ljóst að um væri að ræða framleiðslu á klámmyndböndum. Eru sumar konurnar sagðar hafa verið þvingaðar til þess að skrifa undir skjöl án þess að fá að lesa þau og þær ekki mátt fara heim fyrr en þær tóku þátt í myndbandagerð. Til þess að sannfæra konurnar var þeim sagt að þær yrðu nafnlausar og óþekkjanlegar út frá myndböndunum. Myndböndin yrði jafnframt ekki birt á netinu heldur seld á erlenda markaði, en seinna meir kom í ljós að þeim var ætlað að fara í dreifingu í Norður-Ameríku að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Upplifun fórnarlambanna er ýmist á þann veg að þær hafi verið sviknar en í alvarlegustu tilfellum þvingaðar til athafna sem þær vildu ekki taka þátt. Líkt og áður sagði var þeim haldið á tökustað þar til þær féllust á að taka þátt í myndböndunum og margar hverjar beittar kynferðislegu ofbeldi. Í það minnsta einni hafi verið nauðgað. New York Times birti fyrr í mánuðinum grein eftir blaðamanninn Nicholas Kristof þar sem hann sagði Pornhub hýsta fjölda myndbanda sem sýndi nauðganir og barnaníðsefni. Er í greininni rætt við ungar konur sem lentu barnungar í því að vera misnotaðar, en myndböndin birtust á Pornhub án þess að gripið hefði verið inn í. Kortafyrirtækin Mastercard og Visa hafa ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. Bæði fyrirtæki hófu rannsókn á málinu eftir að ásakanirnar á hendur Pornhub komu fram.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05 Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Mastercard hættir viðskiptum við Pornhub Kortafyrirtækið Mastercard hefur ákveðið að slíta tengslum við klámsíðuna Pornhub eftir að í staðfest fékkst að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 10. desember 2020 23:05
Mastercard með Pornhub til skoðunar vegna ásakana um barnaníð Kortafyrirtækið Mastercard hefur til skoðunar ásakanir á hendur klámsíðunni Pornhub.com í kjölfar fullyrðinga um að á síðunni megi finna fjölmörg dæmi um barnaníð. 6. desember 2020 22:42