Vinnan gerir vistina þægilegri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 14. desember 2020 18:01 „Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Ég finn fyrir trausti og virðingu sem er gott fyrir mig,“ sagði afplánunarfangi á Hólmsheiði nýverið en sá hefur haft trausta vinnu í fangelsinu á árinu. Hann er einn af á þriðja tug fanga sem fengið hafa að taka þátt í Fangaverki, sem miðar að því að búa til verkefni fyrir fanga. Afstaða hefur fengið að fylgjast með verkefninu og hér eru nokkur ummæli frá starfsmönnum Fangaverks: „Þetta gerir svo mikið fyrir mig og er töluvert betra en að sitja inni á gangi að spila Olsen-Olsen.“ Fangarnir hafa undanfarið unnið að verkefninu Fangaverk.Aðsend „Helgarnar sem við erum ekki að vinna eru lengi að líða því þegar maður mætir í vinnuna þá líða dagarnir svo hratt.“ „Vinnan gerir vistina þægilegri. Andrúmsloftið er skemmtilegt og alltaf gaman að mæta í vinnuna.“ „Það er svo róandi að koma hingað og mála, er bæði gefandi og kyrrar hugann.“ Meðal þess sem framleitt hefur verið í fangelsinu fyrir jól eru jólasokkar, jólapúðaver, svuntur, töskur og fjölnota dósapoka. Vinsælustu vörurnar á árinu eru skálar og pottar auk þess sem mikið hefur verið um sérpantanir sem geta verið æði undarlegar. Undanfarna mánuði hafa starfsmenn Fangaverks verið að setja saman Útvegsspilið og fólst í því meðal annars að mála öll hús og skip. Þá fékk Fangaverk að vera með í spilinu því þar er atviksspil þar sem spilari fær Fangaverk til þess að vinna fyrir sig og vinnuhraðinn tvöfaldast. Óhætt er að segja starfsmenn hafi verið montnir með það. Einhverjir hafa til dæmis saumað sokka, sem tíðkast að hengja upp fyrir jólin svo jólasveinninn hafi einhvern stað til að setja gjafirnar.Aðsend Fangaverk hefur einnig verið sérstaklega mikilvægt á þessu ári sem er að ljúka sökum þeirra hörðu aðgerða sem gripið var til innan fangelsanna vegna COVID-19 en hægt var að halda vinnustofunni opinni allt árið. Afstaða þakkar hugmyndasmiðnum Auði Margréti Guðmundsdóttur verkefnastjóra og vonast Fangelsismálastofnunar auki möguleika á hennar viðhorfum til starfsins og auki störf í fangelsum landsins. Þá hvetur Afstaða alla til að skoða vöruúrvalið á síðum Fangaverks bæði á Facebook og Instagram. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun