KR skoðar sín mál en Fram virðist ekki ætla að halda áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 07:01 KR er að skoða sín mál eftir ákvörðun áfrýjunardómstóls KSÍ. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar ætla að skoða sín mál og hafa ekki tekið ákvörðun með framhaldið eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti úrskurð aga- og úrskurðarnefndar. Þá var máli Fram vísað frá og virðist sem Fram ætli ekki lengra með málið. Í gær kom niðurstaða í mál KR og Fram gegn stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Áfrýjunardómstóll sambandsins vísaði málunum frá eftir að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hafði gert slíkt hið sama upphaflega. KR kærði ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þann 30. október og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að liðið hefði verið jafnt Leikni Reykjavík að stigum og ákvörðun þess efnis að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð yrði gerð ógild. „Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að aðstæður hafi verið með öðrum hætti en lýst hefur verið hér að framan og að mat stjórnar KSÍ hafi byggt á öðru en málaefnalegum sjónarmiðum þar sem mat á heildarhagsmunum aðildarfélaga KSÍ hafi verið hafðir í huga. Áfrýjunardómstóll KSÍ fellst því ekki á þá málsástæðu áfrýjanda að lokaákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október 2020 hafi ekki verið byggð á réttum lagalegum grundvelli og nauðsyn vegna meiriháttar utanaðkomandi atburðar,“ segir í niðurstöðukafla dóms áfrýjunardómstólsins í máli KR. „Í máli þessu hefur áfrýjandi uppi kröfur sem ætlað er að vera bindandi fyrir knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis. Áfrýjandi hefur þrátt fyrir þetta ekki beint málssókn sinni að knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis og hefur hann því ekki kost á að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Með vísan til ofangreinds er máli þessu vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ,“ segir í niðurstöðukafla dóms Fram. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir félagið vera skoða stöðu sína í málinu og ekki hefur verið tekin ákvörðun með hvað verði gert í framhaldinu. Heimildir Vísis herma að Fram sé eðlilega svekkt með niðurstöðu málsins en félagið sé orðið þreytt á málinu og telji sig í raun ekki hafa sterkt mál í höndunum. Því hafi Fram ákveðið að fara ekki lengra með málið að svo stöddu. Dómur í máli KR í heild sinni Dómar í máli Fram í heild sinni Fótbolti KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn KR Fram Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Í gær kom niðurstaða í mál KR og Fram gegn stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Áfrýjunardómstóll sambandsins vísaði málunum frá eftir að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hafði gert slíkt hið sama upphaflega. KR kærði ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu þann 30. október og krafðist þess að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að liðið hefði verið jafnt Leikni Reykjavík að stigum og ákvörðun þess efnis að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla á næstu leiktíð yrði gerð ógild. „Áfrýjandi hefur ekki sýnt fram á að aðstæður hafi verið með öðrum hætti en lýst hefur verið hér að framan og að mat stjórnar KSÍ hafi byggt á öðru en málaefnalegum sjónarmiðum þar sem mat á heildarhagsmunum aðildarfélaga KSÍ hafi verið hafðir í huga. Áfrýjunardómstóll KSÍ fellst því ekki á þá málsástæðu áfrýjanda að lokaákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október 2020 hafi ekki verið byggð á réttum lagalegum grundvelli og nauðsyn vegna meiriháttar utanaðkomandi atburðar,“ segir í niðurstöðukafla dóms áfrýjunardómstólsins í máli KR. „Í máli þessu hefur áfrýjandi uppi kröfur sem ætlað er að vera bindandi fyrir knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis. Áfrýjandi hefur þrátt fyrir þetta ekki beint málssókn sinni að knattspyrnudeild Íþróttafélagsins Leiknis og hefur hann því ekki kost á að gæta hagsmuna sinna við meðferð málsins. Með vísan til ofangreinds er máli þessu vísað frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ,“ segir í niðurstöðukafla dóms Fram. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir félagið vera skoða stöðu sína í málinu og ekki hefur verið tekin ákvörðun með hvað verði gert í framhaldinu. Heimildir Vísis herma að Fram sé eðlilega svekkt með niðurstöðu málsins en félagið sé orðið þreytt á málinu og telji sig í raun ekki hafa sterkt mál í höndunum. Því hafi Fram ákveðið að fara ekki lengra með málið að svo stöddu. Dómur í máli KR í heild sinni Dómar í máli Fram í heild sinni
Fótbolti KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn KR Fram Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira