Tækifæri ferðaþjónustu í hálendisþjóðgarði Edward H. Huijbens skrifar 9. desember 2020 14:31 Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Hálendisþjóðgarður Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessa greinarstúfs er skoðun úr Borgarbyggð þar sem því er haldið fram að stofnun hálendisþjóðgarðs muni hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Fyrir utan það að sú skoðun er ekki studd neinum gögnum, þá er hún einnig byggð á frekar úreltum sjónarmiðum er kemur að hugmyndum um þjóðgarða. Það er rétt hjá greinarhöfund að vandi fylgir ferðamennsku í þjóðgörðum og reyndar mun víðar þar sem staðir hafa orðið fórnarlömb eigin vinsælda. Það er hinsvegar sjaldgæft örþrifaráð að svæðum sé lokað og hafa slíkar lokanir verið skammlífar. Hugmyndin um þjóðgarð sem verndað svæði sem einhvernveginn eigi að endurspegla hið sanna ástand náttúru er vissulega frumástæða stofnunar margra þeirra fyrir rúmum 100 árum og enn eimir eftir af þeirri hugmynd að náttúru sé einhvernveginn best borgið án okkar mannfólksins, en það er sjaldgæft að sjá slíkum sjónarmiðum haldið á lofti af einhverri alvöru í alþjóðlegri umræðu um þjóðgarða. Umræða um ferðamennsku í þjóðgörðum snýr að langmestu leyti að tækjum stýringar og stjórnunar og hvernig hægt er að búa svo um hnúta að allir fái notið. Þar er einmitt þjóðgarðurinn sjálfur í lykilhlutverki en öllu skiptir auðvitað hvernig stjórnun hans er háttað og hvernig samtalið um nýtingu og not á sér stað. Ekki leggst greinarhöfundur í rýningu á frumvarpinu til að sjá hvernig málum hálendisþjóðgarðs er háttað, heldur varpar fram ákaflega úr sér genginni hugmynd um sanngildi og að ferðafólk sem hingað kemur sé að leita að hinu upprunalega. Þversagnir þar að lútandi hef ég skoðað í nýbirtri grein í Náttúrufræðingnum. Kjarni málsins er hinsvegar sá að hálendisþjóðgarður er ekki settur fram í nafni sanngildis sem má svo breyta í vörumerki og loka af innan girðingar eins og höfundur heldur fram. Hálendisþjóðgarður er stofnaður til að búa til tæki til að stýra og stjórna nýtingu á náttúruauðlindum landsins og á tímum þar sem álag á þær auðlindir vex um allan heim er nauðsynlegt að koma á slíkum tækjum. Það veit allt ferðafólk sem ber eitthvað skynbragð á náttúruvernd. Það er fáir eftir sem ímynda sér að sá staður sem þeir sækja heim sé einhvernveginn hið sanna ástand heimsins fyrir syndafall mannvistar. Tækifæri ferðaþjónustu með hálendisþjóðgarð felst í einmitt í vöruþróun og þjónustu í kringum þau tæki stýringar sem þróast. Ef vel er á slíku haldið getur hálendisþjóðgarður Íslendinga orðið fyrirmynd þess hvernig má bjóða gegnheila og vandaða upplifun af margbrotinni náttúru sem er samofin mannvist frá landnámi. Við gætum tekið skrefið svo lengra og velt upp hvernig við veitum náttúru sjálfir, stokkum og steinum, ám og jöklum hljómgrunn er kemur að ákvörðunum um nýtingu og upplifun. Þar værum við þáttakendur í nýjasta kafla margþættrar alþjóðlegrar umræðu um hlutverk og tilgang þjóðgarða og verndarsvæð sem vex mjög ásmeginn. Höfundur er prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen og leiðir þar meistaranám í ferðamálafræðum og fjölda alþjóðlergra rannsóknarverkefna er snúa að samspili ferðamennsku og verndarsvæða.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun