Var búinn að gefa grænt ljós á íþróttaæfingar fullorðinna fyrir bakslagið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 14:29 Íslenskt afreksfólk þarf að bíða enn lengur eftir því að fá grænt ljós. vísir/vilhelm Íslenskar íþróttir voru svo nálægt því að fá að koma inn úr kuldanum en allt breyttist þetta með slæmum smittölum undanfarna daga. Bakslag síðustu daga var enn eitt áfallið fyrir íslenskar íþróttir því fram að því þá ætlaði sóttvarnalæknir að leggja það til að leyfa íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum. Upplýsingar um fyrirhuguðu afléttingar Þórólfs Guðnasonar koma fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa Stöð 2 og Vísis kallaði eftir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Eftir að Þórólfur hafði skilað þessum tillögum sínum fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í morgun að engar breytingar yrðu gerðar fyrr en í fyrsta lagi næstu viku. Íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega því ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. Hefðu íþróttaæfingar fullorðinna fengið grænt ljóst þá hefði verið mögulega verið hægt að hefja keppni í efstu deildum fyrir jól en eftir tíðindi dagsins er ljóst að það verður ekkert spilað fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var bæði vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins um að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Hér fyrir neðan má sjá tillöguna um fyrirkomulag æfinga í efstu deildum. Þetta átti að taka gildi í dag áður en sóttvarnarlæknir hætti við. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Bakslag síðustu daga var enn eitt áfallið fyrir íslenskar íþróttir því fram að því þá ætlaði sóttvarnalæknir að leggja það til að leyfa íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum. Upplýsingar um fyrirhuguðu afléttingar Þórólfs Guðnasonar koma fram í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra sem fréttastofa Stöð 2 og Vísis kallaði eftir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í efstu deildum heimilar. Eftir að Þórólfur hafði skilað þessum tillögum sínum fór smituðum að fjölga á nýjan leik í samfélaginu og fór svo að Þórólfur skilaði nýjum tillögum til ráðherra og lagði til óbreytt ástand í eina til tvær vikur í viðbót. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í morgun að engar breytingar yrðu gerðar fyrr en í fyrsta lagi næstu viku. Íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega því ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. Hefðu íþróttaæfingar fullorðinna fengið grænt ljóst þá hefði verið mögulega verið hægt að hefja keppni í efstu deildum fyrir jól en eftir tíðindi dagsins er ljóst að það verður ekkert spilað fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var bæði vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins um að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Hér fyrir neðan má sjá tillöguna um fyrirkomulag æfinga í efstu deildum. Þetta átti að taka gildi í dag áður en sóttvarnarlæknir hætti við. 5. Íþróttaæfingar fullorðinna með eða án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ verði heimilar í efstu deildum. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 25 manns. Æfingar afreksmanna í einstaklingsbundnum íþróttum verði heimilar. Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta verði ekki heimilar. Sameiginleg búningsaðstaða verði lokuð. Sameiginleg áhöld verði sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag. Íþróttakeppni verði óheimil.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55 Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01 Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Þórólfur gaf grænt ljós á sundlaugar og afreksíþróttir fyrir bakslagið Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þann 25. nóvember að á morgun, 2. desember, yrðu sund- og baðstaðir opnaðir að nýju með leyfi fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda. 1. desember 2020 13:55
Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. 1. desember 2020 14:01
Sóttvarnalæknir lagði til 20 manna samkomubann áður en smitum fór fjölgandi Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að á meðan kórónuveirufaraldurinn sé í vexti, líkt og nú er, sé ekki tilefni til þess að slaka á samkomutakmörkunum. Það sé of mikið að tíu til tuttugu smit séu að greinast á hverjum degi. 1. desember 2020 12:30