Kennir faraldrinum um frekar en UEFA Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 15:31 Ef allt gengur að óskum gætu Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í landsliðinu fagnað EM-sæti einhvern tímann á morgun. vísir/vilhelm „Það yrði algjör draumastaða ef við gætum beðið hérna saman og fengið góðar fréttir. Við myndum fagna því almennilega,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir daginn fyrir leikinn sem gæti ráðið því hvort Ísland fer á EM í Englandi. Eftir 3-1 sigurinn gegn Slóvakíu síðasta fimmtudag á Ísland góða möguleika á að komast beint á EM með því að vinna Ungverjaland í Búdapest á morgun. Ísland er öruggt um sæti í umspili en þrjár þjóðir með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast beint á EM og þar stendur Ísland vel að vígi. Staðan mun skýrast eftir því sem líður á morgundaginn en Ungverjaland og Ísland mætast snemma, eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Vinni Ísland á morgun munu Glódís og vinkonur hennar í landsliðinu því sjálfsagt bíða spenntar saman eftir úrslitum í öðrum riðlum, en þær halda svo heimleiðis á miðvikudag. „Þetta er svolítið flókin staða upp á það að gera að þótt við vinnum leikinn þá vitum við ekki hvort við erum komnar á EM eða ekki. Við þurfum kannski svolítið að treysta á aðra. En við förum bara í þennan leik með klárt markmið um að klára okkar og svo kemur bara í ljós hvað aðrir gera, og hvort við förum beint á EM eða ekki,“ segir Glódís við Vísi. Reynum að skora eins mörg og við getum en aðalmarkmiðið að vinna Ísland er til að mynda í baráttu við Austurríki sem er í 2. sæti G-riðils, með jafnmörg stig og Ísland og aðeins einu marki færra. Því gæti hvert mark gegn Ungverjalandi skipt sköpum: „Við þurfum bara að fara í leikinn til að vinna hann, fyrst og fremst, en við erum samt meðvitaðar um að markatala getur skipt máli. Ef við erum komnar í þannig stöðu þá reynum við náttúrulega að skora eins mikið og við getum og koma okkur í sem besta stöðu, en fyrst og fremst eru þrjú stig markmiðið.“ Staðan í tveimur riðlum sem skipta Ísland miklu máli verður ekki endanlega ljós fyrr en í febrúar. Lið þar gætu því farið í sína lokaleiki meðvituð um hvaða úrslit duga þeim til að komast á EM. Aðspurð hvort slík staða sé ekki óréttlát, og hvort hún telji að UEFA myndi leyfa þessu að gerast í undankeppni karla, svarar Glódís: Klippa: Glódís um leikjaniðurröðun UEFA „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið erfitt út af Covid og frestuðum leikjum. Og það getur verið að við vitum ekki einu sinni í lok dags hvort við komumst á EM því það eru leikir eftir í öðrum riðlum sem klárast ekki fyrr en í febrúar. Hvort að þetta myndi gerast hjá karlalandsliðinu veit ég ekki en ég ætla að kenna Covid um frekar.“ Ungverjar án Þýskalandsmeistara Svo virðist sem að Ungverjar verði án margra af sínum bestu leikmönnum, meðal annars vegna faraldursins. Sjö leikmenn sem byrjuðu í 4-1 tapinu gegn Íslandi fyrir rúmu ári síðan eru ekki í leikmannahópnum. Þar á meðal er Zsanett Jakabfi, markaskorari úr þýska meistaraliðinu Wolfsburg og fyrrverandi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, en hún gaf ekki kost á sér. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Þær verða alltaf með fínt lið, burtséð frá því hvort það eru komnar einhverjar nýjar inn. Þær voru líka svolítið laskaðar þegar þær spiluðu við Svíþjóð en ég held að það séu fínustu leikmenn sem koma inn,“ segir Glódís, og bætir við: „Eins og við sáum í leiknum á móti Slóvakíu þá er það þannig að ef að við erum ekki með kveikt á okkur þá getum við lent í brasi á móti öllum. Það þýðir ekkert að fara í þennan leik með lélegt hugarfar. Við þurfum að fara í þennan leik með það í huga að þetta sé hörkuleikur, og þær munu gera allt til að koma í veg fyrir að við vinnum.“ Klippa: Glódís Perla um leikinn við Ungverja EM 2021 í Englandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Eftir 3-1 sigurinn gegn Slóvakíu síðasta fimmtudag á Ísland góða möguleika á að komast beint á EM með því að vinna Ungverjaland í Búdapest á morgun. Ísland er öruggt um sæti í umspili en þrjár þjóðir með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast beint á EM og þar stendur Ísland vel að vígi. Staðan mun skýrast eftir því sem líður á morgundaginn en Ungverjaland og Ísland mætast snemma, eða klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Vinni Ísland á morgun munu Glódís og vinkonur hennar í landsliðinu því sjálfsagt bíða spenntar saman eftir úrslitum í öðrum riðlum, en þær halda svo heimleiðis á miðvikudag. „Þetta er svolítið flókin staða upp á það að gera að þótt við vinnum leikinn þá vitum við ekki hvort við erum komnar á EM eða ekki. Við þurfum kannski svolítið að treysta á aðra. En við förum bara í þennan leik með klárt markmið um að klára okkar og svo kemur bara í ljós hvað aðrir gera, og hvort við förum beint á EM eða ekki,“ segir Glódís við Vísi. Reynum að skora eins mörg og við getum en aðalmarkmiðið að vinna Ísland er til að mynda í baráttu við Austurríki sem er í 2. sæti G-riðils, með jafnmörg stig og Ísland og aðeins einu marki færra. Því gæti hvert mark gegn Ungverjalandi skipt sköpum: „Við þurfum bara að fara í leikinn til að vinna hann, fyrst og fremst, en við erum samt meðvitaðar um að markatala getur skipt máli. Ef við erum komnar í þannig stöðu þá reynum við náttúrulega að skora eins mikið og við getum og koma okkur í sem besta stöðu, en fyrst og fremst eru þrjú stig markmiðið.“ Staðan í tveimur riðlum sem skipta Ísland miklu máli verður ekki endanlega ljós fyrr en í febrúar. Lið þar gætu því farið í sína lokaleiki meðvituð um hvaða úrslit duga þeim til að komast á EM. Aðspurð hvort slík staða sé ekki óréttlát, og hvort hún telji að UEFA myndi leyfa þessu að gerast í undankeppni karla, svarar Glódís: Klippa: Glódís um leikjaniðurröðun UEFA „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið erfitt út af Covid og frestuðum leikjum. Og það getur verið að við vitum ekki einu sinni í lok dags hvort við komumst á EM því það eru leikir eftir í öðrum riðlum sem klárast ekki fyrr en í febrúar. Hvort að þetta myndi gerast hjá karlalandsliðinu veit ég ekki en ég ætla að kenna Covid um frekar.“ Ungverjar án Þýskalandsmeistara Svo virðist sem að Ungverjar verði án margra af sínum bestu leikmönnum, meðal annars vegna faraldursins. Sjö leikmenn sem byrjuðu í 4-1 tapinu gegn Íslandi fyrir rúmu ári síðan eru ekki í leikmannahópnum. Þar á meðal er Zsanett Jakabfi, markaskorari úr þýska meistaraliðinu Wolfsburg og fyrrverandi samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, en hún gaf ekki kost á sér. „Ég held að þetta verði hörkuleikur. Þær verða alltaf með fínt lið, burtséð frá því hvort það eru komnar einhverjar nýjar inn. Þær voru líka svolítið laskaðar þegar þær spiluðu við Svíþjóð en ég held að það séu fínustu leikmenn sem koma inn,“ segir Glódís, og bætir við: „Eins og við sáum í leiknum á móti Slóvakíu þá er það þannig að ef að við erum ekki með kveikt á okkur þá getum við lent í brasi á móti öllum. Það þýðir ekkert að fara í þennan leik með lélegt hugarfar. Við þurfum að fara í þennan leik með það í huga að þetta sé hörkuleikur, og þær munu gera allt til að koma í veg fyrir að við vinnum.“ Klippa: Glódís Perla um leikinn við Ungverja
EM 2021 í Englandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira