Uppfletting landamæravarðar í LÖKE fer fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2020 13:00 Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Hanna Hæstiréttur hefur veitt landamæraverði áfrýjunarleyfi sem dæmdur var fyrir að brot í opinberu starfi. Þetta kemur fram á vef Hæstaréttar en rétturinn tekur fyrir minnihluta þeirra mála sem dæmd hafa verið í Landsrétti. Þá helst ef málin hafa fordæmisgildi. Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira