Diego Maradona er látinn Kolbeinn Tumi Daðason og Sindri Sverrisson skrifa 25. nóvember 2020 16:32 Eftirminnilegasta mark HM frá upphafi er líklega mark Maradona frá 1986 þegar hann sólaði upp allann völlinn. Getty Images Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. Maradona er af flestum talinn einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986 þar sem segja má að frægðarsól hans hafi skinið hvað skærast. Á mótinu sem fram fór í Mexíkó skoraði Maradona sín frægustu mörk, í 2-1 sigri á Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Hið fyrra með hendi, hendi guðs eins og hann sagði sjálfur. Hið síðara eftir mikinn einleik. Maradona leiddi argentínska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn á HM á Ítalíu 1990. Segja má að hann hafi spilað á heimavelli í keppninni enda þáverandi leikmaður Napólí í samnefndri ítalskri borg í suðurhluta landsins. Með Napólí varð hann meðal annars tvívegis ítalskur meistari og vann UEFA-bikarinn. Hann er í guðatölu hjá félaginu sem hvorki fyrr né síðar hefur unnið ítalska meistaratitilinn. Nothing sums up Maradona better than the streets of Naples. Every working-class district has its homage to him, decades after he left Napoli. The People s Champ. pic.twitter.com/h59tfVqZBH— Ronan Burtenshaw (@ronanburtenshaw) November 25, 2020 Hann skoraði 34 mörk í 91 landsleik fyrir þjóð sína. Gerðist þjálfari Maradona spilaði með Argentinos Juniors, Boca Juniors, Napólí og Barcelona og átti aðdáendur um allan heim. Örvfætti smávaxni snillingurinn sneri sér að þjálfun síðar á ferlinum og stýrði meðal annars argentínska landsliðinu og landsliði Argentínu skipað leikmönnum yngri en tuttugu ára. Diego Maradona glaðbeittur í stúkunni á leik Argentínu og Íslands á HM í Rússlandi 2018.Getty/ Ian MacNicol Reyndar kom Maradona nokkuð víða við sem þjálfari félagsliða, í heimlandi sínu, Saudí Arabíu og Mexíkó, en entist yfirleitt ekki lengi í starfi. Fjölmargir minnast fallinnar knattspyrnuhetju, þeirra á meðal Pelé og Gary Lineker sem skoraði mark Englands í 2-1 tapinu gegn Maradona og félögum 1986. Que notícia triste. Eu perdi um grande amigo e o mundo perdeu uma lenda. Ainda há muito a ser dito, mas por agora, que Deus dê força para os familiares. Um dia, eu espero que possamos jogar bola juntos no céu. pic.twitter.com/6Li76HTikA— Pelé (@Pele) November 25, 2020 Reports from Argentina that Diego Armando Maradona has died. By some distance the best player of my generation and arguably the greatest of all time. After a blessed but troubled life, hopefully he’ll finally find some comfort in the hands of God. #RipDiego— Gary Lineker (@GaryLineker) November 25, 2020 Maradona gekkst á dögunum undir aðgerð vegna blóðtappa í heila. Dr. Leopoldo Luque, læknir argentínska fótboltasnillingsins, sagði í viðtali þann 5. nóvember að aðgerðin hefði gengið vel. „Hann hló, horfði á mig og tók í höndina á mér. Fyrstu viðbrögð eru jákvæð,“ bætti læknirinn við. Aðgerðin var framkvæmd á spítala í La Plata, fyrir utan höfuðborgina Buenos Aires. Til stóð að Maradona færi í kjölfar aðgerðarinnar í áfengismeðferð. Umdeildur karakter Hæfileikar Maradona voru óumdeildir en annað verður sagt um persónu hans og lífsstíl utan vallar. Hann féll á lyfjaprófi á HM í Bandaríkjunum 1994, þegar efedrín greindist í blóði hans, og var sendur heim með skömm. Áður, eða árið 1991, fékk hann 15 mánaða bann eftir að hafa orðið uppvís að neyslu kókaíns. Baráttan við kókaínfíknina setti dökkan svip á seinni hluta ferilsins. „Ég var og er mjög hamingjusamur. Fótboltinn gaf mér allt sem ég á, meira en ég hefði getað ímyndað mér. Hefði ég ekki átt við þessa fíkn að stríða hefði ég getað spilað mun meira,“ sagði Maradona í nýlegu viðtali í dagblaðinu Clarín. No one in football, at least in the last 40 years, reached the heights that Diego Maradona did. The joy, the drama, the talent, the controversy. This one hurts. pic.twitter.com/LESWbIHfDc— Roy Nemer (@RoyNemer) November 25, 2020 Maradona flutti heim til Argentínu í fyrra og tók við þjálfun Gimnasia de La Plata sem leikur í efstu deild. Um komuna heim sagði hann við Clarín: „Ég verð fólki ævinlega þakklátur. Hver dagur kemur mér á óvart, það sem ég hef upplifað frá því að ég sneri aftur í argentínska fótboltann mun ég aldrei gleyma. Það var betra en ég hefði getað ímyndað mér. Vegna þess að ég var lengi erlendis og stundum spyr maður sig hvort að fólkið haldi áfram að elska mann, hvort þeim líði áfram eins. Þegar ég sneri aftur á völlinn í Gimnasia daginn sem ég var kynntur fann ég að ást fólksins á aldrei eftir að hverfa.“ Þriggja daga þjóðarsorg Alberto Fernández, forseti Argentínu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu. Hann sagði: „Þú komst okkur á topp tilverunnar. Þú gerðir okkur óendanlega glöð. Þú varst sá merkasti af þeim öllum. Takk fyrir að hafa verið til, Diego. Við munum sakna þín alla okkar ævi.“ Argentína Andlát Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. Maradona er af flestum talinn einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður allra tíma. Hann varð heimsmeistari með Argentínu árið 1986 þar sem segja má að frægðarsól hans hafi skinið hvað skærast. Á mótinu sem fram fór í Mexíkó skoraði Maradona sín frægustu mörk, í 2-1 sigri á Englandi í átta liða úrslitum keppninnar. Hið fyrra með hendi, hendi guðs eins og hann sagði sjálfur. Hið síðara eftir mikinn einleik. Maradona leiddi argentínska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn á HM á Ítalíu 1990. Segja má að hann hafi spilað á heimavelli í keppninni enda þáverandi leikmaður Napólí í samnefndri ítalskri borg í suðurhluta landsins. Með Napólí varð hann meðal annars tvívegis ítalskur meistari og vann UEFA-bikarinn. Hann er í guðatölu hjá félaginu sem hvorki fyrr né síðar hefur unnið ítalska meistaratitilinn. Nothing sums up Maradona better than the streets of Naples. Every working-class district has its homage to him, decades after he left Napoli. The People s Champ. pic.twitter.com/h59tfVqZBH— Ronan Burtenshaw (@ronanburtenshaw) November 25, 2020 Hann skoraði 34 mörk í 91 landsleik fyrir þjóð sína. Gerðist þjálfari Maradona spilaði með Argentinos Juniors, Boca Juniors, Napólí og Barcelona og átti aðdáendur um allan heim. Örvfætti smávaxni snillingurinn sneri sér að þjálfun síðar á ferlinum og stýrði meðal annars argentínska landsliðinu og landsliði Argentínu skipað leikmönnum yngri en tuttugu ára. Diego Maradona glaðbeittur í stúkunni á leik Argentínu og Íslands á HM í Rússlandi 2018.Getty/ Ian MacNicol Reyndar kom Maradona nokkuð víða við sem þjálfari félagsliða, í heimlandi sínu, Saudí Arabíu og Mexíkó, en entist yfirleitt ekki lengi í starfi. Fjölmargir minnast fallinnar knattspyrnuhetju, þeirra á meðal Pelé og Gary Lineker sem skoraði mark Englands í 2-1 tapinu gegn Maradona og félögum 1986. Que notícia triste. Eu perdi um grande amigo e o mundo perdeu uma lenda. Ainda há muito a ser dito, mas por agora, que Deus dê força para os familiares. Um dia, eu espero que possamos jogar bola juntos no céu. pic.twitter.com/6Li76HTikA— Pelé (@Pele) November 25, 2020 Reports from Argentina that Diego Armando Maradona has died. By some distance the best player of my generation and arguably the greatest of all time. After a blessed but troubled life, hopefully he’ll finally find some comfort in the hands of God. #RipDiego— Gary Lineker (@GaryLineker) November 25, 2020 Maradona gekkst á dögunum undir aðgerð vegna blóðtappa í heila. Dr. Leopoldo Luque, læknir argentínska fótboltasnillingsins, sagði í viðtali þann 5. nóvember að aðgerðin hefði gengið vel. „Hann hló, horfði á mig og tók í höndina á mér. Fyrstu viðbrögð eru jákvæð,“ bætti læknirinn við. Aðgerðin var framkvæmd á spítala í La Plata, fyrir utan höfuðborgina Buenos Aires. Til stóð að Maradona færi í kjölfar aðgerðarinnar í áfengismeðferð. Umdeildur karakter Hæfileikar Maradona voru óumdeildir en annað verður sagt um persónu hans og lífsstíl utan vallar. Hann féll á lyfjaprófi á HM í Bandaríkjunum 1994, þegar efedrín greindist í blóði hans, og var sendur heim með skömm. Áður, eða árið 1991, fékk hann 15 mánaða bann eftir að hafa orðið uppvís að neyslu kókaíns. Baráttan við kókaínfíknina setti dökkan svip á seinni hluta ferilsins. „Ég var og er mjög hamingjusamur. Fótboltinn gaf mér allt sem ég á, meira en ég hefði getað ímyndað mér. Hefði ég ekki átt við þessa fíkn að stríða hefði ég getað spilað mun meira,“ sagði Maradona í nýlegu viðtali í dagblaðinu Clarín. No one in football, at least in the last 40 years, reached the heights that Diego Maradona did. The joy, the drama, the talent, the controversy. This one hurts. pic.twitter.com/LESWbIHfDc— Roy Nemer (@RoyNemer) November 25, 2020 Maradona flutti heim til Argentínu í fyrra og tók við þjálfun Gimnasia de La Plata sem leikur í efstu deild. Um komuna heim sagði hann við Clarín: „Ég verð fólki ævinlega þakklátur. Hver dagur kemur mér á óvart, það sem ég hef upplifað frá því að ég sneri aftur í argentínska fótboltann mun ég aldrei gleyma. Það var betra en ég hefði getað ímyndað mér. Vegna þess að ég var lengi erlendis og stundum spyr maður sig hvort að fólkið haldi áfram að elska mann, hvort þeim líði áfram eins. Þegar ég sneri aftur á völlinn í Gimnasia daginn sem ég var kynntur fann ég að ást fólksins á aldrei eftir að hverfa.“ Þriggja daga þjóðarsorg Alberto Fernández, forseti Argentínu, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu. Hann sagði: „Þú komst okkur á topp tilverunnar. Þú gerðir okkur óendanlega glöð. Þú varst sá merkasti af þeim öllum. Takk fyrir að hafa verið til, Diego. Við munum sakna þín alla okkar ævi.“
Argentína Andlát Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira