Hvað þarf til að Ísland spili á EM í Englandi? Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 09:01 Íslenska landsliðið komst á EM 2009, 2013 og 2017 og ætlar sér að spila á EM sem fram fer árið 2022, en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/vilhelm Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Á íslensku má alltaf finna svar. Í stuttu máli má segja að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi mjög góða möguleika á að komast beint á EM í Englandi vinni það síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Það er þó ekki alveg öruggt eins og nánar er farið yfir hér að neðan. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec í dag og svo Ungverjalandi í Újpest þriðjudaginn 1. desember. Staðan í riðli Íslands er þannig að Svíþjóð er efst með 19 stig og hefur þegar tryggt sér efsta sætið og þar með farseðilinn til Englands. Ísland er í 2. sæti með 13 stig, Slóvakía með 10, Ungverjaland 7 og Lettland 0. Ungverjaland á aðeins eftir leik sinn við Ísland, og Slóvakía og Svíþjóð mætast í lokaumferðinni. Lettland hefur lokið keppni. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM, þar sem 16 lið taka þátt. Slóvakía getur enn náð sætinu af Íslandi Sem sagt, Ísland þarf í fyrsta lagi að tryggja sér 2. sæti. Til þess dugar að ná jafntefli gegn Slóvakíu í dag. Vinni Slóvakía þyrfti Ísland að ná í stig gegn Ungverjalandi í lokaumferðinni og hugsanlega að treysta á hjálp frá Svíum sem mæta Slóvökum. Elín Metta Jensen ræddi möguleika Íslands við Vísi í gær: Klippa: Elín Metta um EM-möguleikana Ef Ísland nær 2. sæti má samt slá því föstu að liðið þurfi að fara í umspil ef það vinnur ekki leikina tvo sem það á eftir. Umspilið fer fram 5.-13. apríl á næsta ári og verður leikið heima og að heiman. Hvað ef að Ísland vinnur báða leikina? Vinnist leikirnir við Slóvakíu og Ungverjaland eru möguleikarnir hins vegar mjög góðir á að komast beint á EM, þó að ekkert sé öruggt. Ísland væri þá með 19 stig og betri árangur en liðin í A-, C-, D- og I-riðli, en þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í tveimur riðlum af þessum fjórum til viðbótar: B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti riðilsins. Íslandi dugar að vinna báða sína leiki til að gera betur en Ítalía nema að Ítalir vinni Ísrael á heimavelli og topplið Danmerkur á útivelli. H-riðill: Sviss (19 stig) og Belgía (18 stig) eru efst og mætast í Belgíu á þriðjudaginn. Aðeins jafntefli þar gefur möguleika á að lið úr H-riðli komist á EM á kostnað Íslands. Belgía myndi þá enda í 2. sæti með 19 stig, með 11 mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. Vinni Belgar enda Svisslendingar í 2. sæti með 19 stig og verri markatölu en Ísland, að því gefnu að Ísland vinni sína tvo leiki, og vinni Sviss enda Belgar með 18 stig í 2. sæti. G-riðill: Þarna virðist minnst von fyrir Ísland. Frakkland og Austurríki eru jöfn með 16 stig, eiga tvo leiki eftir hvort og mætast í Frakklandi á morgun. Ef liðin gera jafntefli gæti liðið í 2. sæti endað með 20 stig, fyrir ofan Ísland. Vinni annað liðið er líklegt að hitt endi í 2. sæti með 19 stig og að minnsta kosti fimm mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. E-riðill: Enn á eftir að spila fjölda leikja í riðlinum því fjórum leikjum var frestað fram í febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Finnland, Portúgal og Skotland eru í baráttunni um efstu tvö sætin og er staðan mjög óljós, en gæti skýrst eftir leik Portúgals og Skotlands á morgun og leik Skotlands og Finnlands á þriðjudaginn. EM 2021 í Englandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Fagna Íslendingar EM-sæti á þriðjudaginn? Fer íslenska liðið í umspil? Verður EM-draumurinn kannski að engu í Ungverjalandi, í annað sinn á skömmum tíma? Á íslensku má alltaf finna svar. Í stuttu máli má segja að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta eigi mjög góða möguleika á að komast beint á EM í Englandi vinni það síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Það er þó ekki alveg öruggt eins og nánar er farið yfir hér að neðan. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec í dag og svo Ungverjalandi í Újpest þriðjudaginn 1. desember. Staðan í riðli Íslands er þannig að Svíþjóð er efst með 19 stig og hefur þegar tryggt sér efsta sætið og þar með farseðilinn til Englands. Ísland er í 2. sæti með 13 stig, Slóvakía með 10, Ungverjaland 7 og Lettland 0. Ungverjaland á aðeins eftir leik sinn við Ísland, og Slóvakía og Svíþjóð mætast í lokaumferðinni. Lettland hefur lokið keppni. Leikið er í níu undanriðlum og komast þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti beint á EM. Hin sex liðin fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM, þar sem 16 lið taka þátt. Slóvakía getur enn náð sætinu af Íslandi Sem sagt, Ísland þarf í fyrsta lagi að tryggja sér 2. sæti. Til þess dugar að ná jafntefli gegn Slóvakíu í dag. Vinni Slóvakía þyrfti Ísland að ná í stig gegn Ungverjalandi í lokaumferðinni og hugsanlega að treysta á hjálp frá Svíum sem mæta Slóvökum. Elín Metta Jensen ræddi möguleika Íslands við Vísi í gær: Klippa: Elín Metta um EM-möguleikana Ef Ísland nær 2. sæti má samt slá því föstu að liðið þurfi að fara í umspil ef það vinnur ekki leikina tvo sem það á eftir. Umspilið fer fram 5.-13. apríl á næsta ári og verður leikið heima og að heiman. Hvað ef að Ísland vinnur báða leikina? Vinnist leikirnir við Slóvakíu og Ungverjaland eru möguleikarnir hins vegar mjög góðir á að komast beint á EM, þó að ekkert sé öruggt. Ísland væri þá með 19 stig og betri árangur en liðin í A-, C-, D- og I-riðli, en þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í tveimur riðlum af þessum fjórum til viðbótar: B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti riðilsins. Íslandi dugar að vinna báða sína leiki til að gera betur en Ítalía nema að Ítalir vinni Ísrael á heimavelli og topplið Danmerkur á útivelli. H-riðill: Sviss (19 stig) og Belgía (18 stig) eru efst og mætast í Belgíu á þriðjudaginn. Aðeins jafntefli þar gefur möguleika á að lið úr H-riðli komist á EM á kostnað Íslands. Belgía myndi þá enda í 2. sæti með 19 stig, með 11 mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. Vinni Belgar enda Svisslendingar í 2. sæti með 19 stig og verri markatölu en Ísland, að því gefnu að Ísland vinni sína tvo leiki, og vinni Sviss enda Belgar með 18 stig í 2. sæti. G-riðill: Þarna virðist minnst von fyrir Ísland. Frakkland og Austurríki eru jöfn með 16 stig, eiga tvo leiki eftir hvort og mætast í Frakklandi á morgun. Ef liðin gera jafntefli gæti liðið í 2. sæti endað með 20 stig, fyrir ofan Ísland. Vinni annað liðið er líklegt að hitt endi í 2. sæti með 19 stig og að minnsta kosti fimm mörkum betri markatölu en Ísland er með núna. E-riðill: Enn á eftir að spila fjölda leikja í riðlinum því fjórum leikjum var frestað fram í febrúar vegna kórónuveirufaraldursins. Finnland, Portúgal og Skotland eru í baráttunni um efstu tvö sætin og er staðan mjög óljós, en gæti skýrst eftir leik Portúgals og Skotlands á morgun og leik Skotlands og Finnlands á þriðjudaginn.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira