Hvetur Biden að blása ekki lífi í kjarnorkusamninginn við Íran Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 21:00 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Menahem Kahana Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn. Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði í ræðu sem hann flutti í dag að ekki ætti að blása aftur lífi í kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var árið 2015 og Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði upp. Fréttastofa Reuters segir ljóst að yfirlýsingin hafi verið skilaboð til Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna. Biden mun taka við embætti þann 20. janúar næstkomandi og hefur hann lýst því yfir að hann vilji ganga aftur inn í samninginn ef yfirvöld í Íran samþykkja að fylgja ströngum skilmálum samningsins. Þá vilji hann vinna að því með öðrum samningsaðilum að styrkja samninginn og gera hann yfirgripsmeiri, og tryggja að Íran hætti allri óþarfa kjarnorkuframleiðslu. Samningurinn, sem undirritaður var af Bandaríkjunum, Íran, Kína, Frakklandi, Rússlandi og Bretlandi, var gerður í von um að hægt væri að takmarka kjarnorkuáætlun Íran og koma í veg fyrir að ríkið þróaði kjarnavopn. Gegn því ætluðu ríkin að takmarka og minnka viðskiptaþvinganir sem lagðar hafa verið á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 sem olli miklu uppþoti, enda eru öll aðildarríki samningsins, utan Íran, fastaríki í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hafði Íran ekki fylgt eftir skilmálum samningsins um að draga úr og minnka umfang eldflaugaáætlunar sinnar né dró Íran úr stuðningi við vígasveitir í Íran, Líbanon, Sýrlandi og Jemen, sem yfirvöld í Washington hafa litið hornauga. „Það má ekki blása lífi í kjarnorkusamninginn. Við verðum að halda okkar striki til þess að tryggja að Íran þrói ekki kjarnavopn,“ sagði Netanyahu í dag. Hann nefndi Biden ekki á nafn en margir hafa túlkað skilaboðin á þann veg að þeim hafi verið beint að forsetanum verðandi. Netanyahu var ákafur andstæðingur samningsins þegar hann var gerður árið 2015 og kallaði hann „mjög slæman samning.“ Evrópsku ríkin sem eru aðilar að samningnum, auk Rússlands og Kína, hafa undanfarin tvö ár reynt að halda samningnum á lífi þrátt fyrir að Bandaríkin hafi beitt Íran miklum viðskiptaþvingunum og spenna milli ríkjanna tveggja hafi verið mikil á síðasta ári. Íran hefur neitað öllum ásökunum um að kjarnorkuáætlun ríkisins sé til þess fallin að þróa kjarnavopn.
Bandaríkin Ísrael Íran Tengdar fréttir Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16 Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41 Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. 21. ágúst 2020 10:16
Töluverðar skemmdir urðu í kjarnorkustöð Írana Írönsk yfirvöld viðurkenna að verulegar skemmdir hafi orðið á kjarnorkustöð þeirra í Natanz þegar eldur braust út þar á fimmtudag. Eldurinn er meðal annars sagður hafa valdið skemmdum á nýrri skilvindu sem var í smíðum þar. 5. júlí 2020 22:41
Íranar hafa þrefaldað úranforða sinn Alþjóðlegum eftirlitsmönnum var meinaður aðgangur að tveimur stöðum sem þeir vildu kanna í Íran og stjórnvöld í Teheran neituðu að svara spurningum um þrjú aðra þar sem grunur leikur á að úran sé auðgað. 4. mars 2020 12:20