Sagði Aubameyang að þakka fyrir að geta sofið í rúmi Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 17:01 Pierre-Emerick Aubameyang er klár í slaginn með Arsenal um helgina. Getty/Visionhaus Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsliðsferli Pierre-Emerick Aubameyang sé ekki lokið þó að landsliðsþjálfari Gabons hafi gefið það í skyn. Aubameyang er mættur aftur til Lundúna eftir Afríkuför sína í landsleikjahléinu og tilbúinn að mæta Leeds á sunnudaginn. Markahrókurinn birti um síðustu helgi myndir af sér og sofandi liðsfélögum úr landsliði Gabons, á flugvellinum í Gambíu, þar sem þeir biðu þess að fá að komast inn í landið. Það gekk loksins, sex klukkustundum eftir lendingu, en leikurinn fór fram um kvöldið og Gabon tapaði. Aubameyang birti myndir frá flugvellinum í Instastory. Þjálfari Gabons, Patrice Neveu, sagði eftir leik að svona nokkuð yrði til þess að Arsenal myndi ekki leyfa Aubameyang að spila fyrir landsliðið. Leikmenn á hæsta stigi íþróttarinnar ættu ekki að þurfa að sofa á flugvallargólfi. „Stundum gerist eitthvað óvænt“ Aðspurður hvort Neveu hefði rétt fyrir sér, um að Arsenal myndi meina Aubameyang að spila fyrir landsliðið sitt, svaraði Arteta: „Nei. Auðvitað var það áfall að sjá heilan leikmannahóp við svona svefnaðstæður. En ég trúi því staðfastlega að menn séu alltaf að reyna sitt besta og að landslið Gabons hafi reynt að skipuleggja hlutina með sem bestum hætti. Stundum gerist eitthvað óvænt og þetta var ákveðin reynsla.“ „Ég sagði við Auba: „Nýttu þessa reynslu. Ég er viss um að þú hefur ekki sofið á gólfinu í mörg ár, svo nýttu þetta til að sjá það næst þegar þú leggst upp í rúm hvað það er þægilegt og gott og hve heppinn þú ert“,“ hefur enska blaðið Metro eftir Arteta. „Það er ekki hægt að breyta þessu eða spóla til baka svo það þarf að horfa fram á við. Ég vona að þetta gerist ekki aftur og að leikmenn okkar fái þá hvíld sem þeir þurfa,“ sagði Arteta. Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin Mikel Arteta greip til gamals bragðs úr smiðju Arsenes Wenger er hann var spurður um slagsmál á æfingu Arsenal. 20. nóvember 2020 14:30 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsliðsferli Pierre-Emerick Aubameyang sé ekki lokið þó að landsliðsþjálfari Gabons hafi gefið það í skyn. Aubameyang er mættur aftur til Lundúna eftir Afríkuför sína í landsleikjahléinu og tilbúinn að mæta Leeds á sunnudaginn. Markahrókurinn birti um síðustu helgi myndir af sér og sofandi liðsfélögum úr landsliði Gabons, á flugvellinum í Gambíu, þar sem þeir biðu þess að fá að komast inn í landið. Það gekk loksins, sex klukkustundum eftir lendingu, en leikurinn fór fram um kvöldið og Gabon tapaði. Aubameyang birti myndir frá flugvellinum í Instastory. Þjálfari Gabons, Patrice Neveu, sagði eftir leik að svona nokkuð yrði til þess að Arsenal myndi ekki leyfa Aubameyang að spila fyrir landsliðið. Leikmenn á hæsta stigi íþróttarinnar ættu ekki að þurfa að sofa á flugvallargólfi. „Stundum gerist eitthvað óvænt“ Aðspurður hvort Neveu hefði rétt fyrir sér, um að Arsenal myndi meina Aubameyang að spila fyrir landsliðið sitt, svaraði Arteta: „Nei. Auðvitað var það áfall að sjá heilan leikmannahóp við svona svefnaðstæður. En ég trúi því staðfastlega að menn séu alltaf að reyna sitt besta og að landslið Gabons hafi reynt að skipuleggja hlutina með sem bestum hætti. Stundum gerist eitthvað óvænt og þetta var ákveðin reynsla.“ „Ég sagði við Auba: „Nýttu þessa reynslu. Ég er viss um að þú hefur ekki sofið á gólfinu í mörg ár, svo nýttu þetta til að sjá það næst þegar þú leggst upp í rúm hvað það er þægilegt og gott og hve heppinn þú ert“,“ hefur enska blaðið Metro eftir Arteta. „Það er ekki hægt að breyta þessu eða spóla til baka svo það þarf að horfa fram á við. Ég vona að þetta gerist ekki aftur og að leikmenn okkar fái þá hvíld sem þeir þurfa,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin Mikel Arteta greip til gamals bragðs úr smiðju Arsenes Wenger er hann var spurður um slagsmál á æfingu Arsenal. 20. nóvember 2020 14:30 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Arteta gerði eins og Wenger og sagðist ekki hafa séð slagsmálin Mikel Arteta greip til gamals bragðs úr smiðju Arsenes Wenger er hann var spurður um slagsmál á æfingu Arsenal. 20. nóvember 2020 14:30