Reykjavík: 0 krónur Sabine Leskopf skrifar 19. nóvember 2020 13:30 Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun