OECD rassskellir Isavia Þórir Garðarsson skrifar 18. nóvember 2020 11:00 Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið. Full ástæða er til að kafa betur ofan í málið, enda kemur nafn Isavia fyrir í 110 skipti á tæplega 30 síðum í skýrslunni. Aðallega er það ofurgjaldtaka Isavia af öllu sem fram fer á Keflavíkurflugvelli sem vekur athygli OECD. Enginn annar flugvöllur í Evrópu leggur jafn háa þóknun á þá þjónustu sem farþegar fá. OECD gengur svo langt að segja að framferði Isavia ógni ferðaþjónustunni. Stjórnlaus gjaldtökugleðin gengur út á að fá þjónustufyrirtæki til að borga sem mest fyrir að fá að vera með aðstöðu í flugstöðinni, jafnt til að selja mat, drykk, vörur og veita aðra þjónustu. Til að standa undir svimandi háum leyfisgjöldunum þurfa fyrirtækin síðan að hækka verð til viðskiptavina. OECD segir í samkeppnismatinu að gjöld sem leggjast á farþega í og við flugstöðina standi undir tveimur þriðju af tekjum Keflavíkurflugvallar. Hvergi annars staðar í Evrópu sé þetta hlutfall jafn hátt. Okrið á hópferðabílunum OECD tilgreinir sérstaklega að Samkeppniseftirlitið hafi hafi gagnrýnt hátt bílastæðagjald sem hópferðafyrirtæki þurfa að greiða á Keflavíkurflugvelli. Þar með er unnið gegn því að umhverfisvænasti ferðamátinn geti verið samkeppnisfær. Í því samhengi má geta þess að Samkeppniseftirlitið hefur krafist þess að gjaldtaka Isavia verði byggð á raunverulegum kostnaði við bílastæðin. Hingað til hefur Isavia réttlætt gjaldtökuna með útreikningum sem fyrirtækið neitar þó að sýna opinberlega. Þetta pukur beinir sjónum að enn einni gagnrýni sem fram kemur í samkeppnismati OECD, undarlega háum kostnaði hjá Isavia. Lítil ráðdeild OECD segir Isavia engu aðhaldi sæta frá stjórnvöldum um ráðdeild og skynsamlega uppbyggingu. Keflavíkurflugvöllur er óhagkvæmasti flugvöllur í Evrópu, með einingakostnað sem er tvöfalt hærri en að meðaltali. Jafnvel þó tekið sé tillit til sérstöðu flugvallarins og veðurfars, þá er hann samt mun óhagkvæmari en flugvellir sem búa við svipuð skilyrði í Noregi og Finnlandi. Í skýrslu OECD segir að breytilegur kostnaður sé 31% hærri á Keflavíkurflugvelli en á flugvellinum í Kaupmannahöfn, þó að launakostnaður á þessum stöðum sé nánast sá sami. Þessi yfirgripsmikla úttekt OECD sýnir einfaldlega að Keflavíkurflugvöllur er frámunalega illa rekinn og algjörlega á röngum forsendum. Peningamokstur Hagnaður af rekstri Keflavíkurflugvallar rennur ekki til eigandans, ríkisins, heldur fer hann allur aftur inn í starfsemina. Ekkert annað íslenskt ríkisfyrirtæki en Isavia hefur algjöran sjálfsákvörðunarrétt um hvernig það aflar tekna eða eyðir þeim. Þetta endurspeglast í frámunalegu lélegu kostnaðaraðhaldi eins og OECD bendir á. Markmiðið virðist það eitt að kreista sem mesta fjármuni út úr ferðafólki í gegnum fyrirtækin sem veita því þjónustu til að geta svo bruðlað með peningana. Áform um uppbyggingu á flugvellinum eru síðan ákveðin út frá þessum miklu tekjum, en ekki út frá raunverulegri þörf eða skynsamlegri framtíðarsýn. Að mati OECD er afskipta- og áhrifaleysi eigandans óviðunandi og leggur stofnunin til að í þeim efnum verði tekið í taumana. Okrinu verður að linna Umfram allt hvetur OECD stjórnvöld þó til að stuðla að því að gjaldtaka af þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli snúist um að lækka kostnað viðskiptavina - ekki að hækka hann eins og nú er. Þau fyrirtæki sem geti boðið hagstætt verð á þjónustu sinni og stuðli að samkeppni verði valin til að veita hana. Núverandi viðskiptamódel Isavia á Keflavíkurflugvelli er akkúrat í hina áttina - að velja fyrirtæki sem geta borgað Isavia sem hæst gjald. OECD telur í skýrslu sinni að hinn hái kostnaður sem fellur á farþega sem um Keflavíkurflugvöll fara sé meira en líklegur til að fæla ferðamenn frá því að koma hingað til lands. Stefna Isavia í ofurgjaldtökunni sé því líkleg til að hafa neikvæð áhrif á stöðu ferðaþjónustunnar. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun