Englendingar gætu verið búnir að eignast nýjan Gazza Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 12:30 Jack Grealish með boltann í leiknum á móti Belgíu. Getty/John Berry Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Íslensku landsliðsstrákarnir mæta Englendingum á Wembley annað kvöld og þar gætu þeir þurft að glíma við Jack Grealish sem er á góðri leið með að vera stjarna í þessu enska landsliði. Englendingar töpuðu 2-0 á móti Belgíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn var en Aston Villa maðurinn Jack Grealish fékk engu að síður mikið lof fyrir frammistöðu sína. Meðal þeirra sem hafa hrósað Grealish fyrir leikinn er Watford maðurinn Troy Deeney og hann fór svo langt að líkja Grealish við hinn eina og sanna Paul Gascoigne eða Gazza eins og hann er oftast kallaður. Englendingar minnast enn frammistöðu Paul Gascoigne á HM á Ítalíu 1990 þar sem hann vann hug og hjörtu ensku þjóðarinnar og komst í súperstjörnuflokk. Hann stóð ekki alveg undir þeim væntingum og vandræði utan vallar voru hans öflugasti mótherji. Inn á knattspyrnuvellinum gat Paul Gascoigne gert magnaða hluti og hluti sem engum öðrum datt í hug. "He's the closest thing to Gazza. We haven't seen that maverick, that guy who will turn a game on its head and literally wants the ball anywhere." https://t.co/4QililyJbF— SPORTbible (@sportbible) November 16, 2020 „Jack er algjörlega óttalaus. Hann vill alltaf fá boltann og í hvaða stöðu sem er. Það skiptir heldur ekki máli á móti hverjum hann er að spila. Hann vill boltann, hann vill taka menn á og setja mark sitt á leikinn,“ sagði Troy Deeney í viðtali við Laura Woods á talkSPORT. „Ég hef sagt það áður og þá hló fólk af mér en hann er sá sem kemst næstur því að vera Gascoigne að mínu mati. Við höfum ekki séð svona mann sem snýr við leik á augabragði og vill bókstaflega fá boltann alls staðar,“ sagði Deeney. „Það er mjög öflugt að vera með svona mann ekki síst þar sem enska liðið er að fara á Evrópumótið þar sem pressan verður enn meiri. Þú þarf á leikmönnum að halda sem þora að gera mistök og þora að taka áhættu. Það er auðvelt að fara frá einni hlið til annarrar en hann mun reyna að komast í gegnum vörn andstæðinganna til að skora,“ sagði Deeney. „Hann mun kannski tapa boltanum fjórum eða fimm sinnum en í sjötta sinn sleppur hann í gegn og við munum vinna 1-0 þökk sé honum,“ sagði Deeney. Leikur Englands og Íslands fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember, og hefst klukkan 19.45. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira