Vilja stjórnvöld ekki 14 milljarða fjárfestingu í formi atvinnuuppbyggingar? Vilhjálmur Birgisson skrifar 11. nóvember 2020 08:31 Eins og fram kom í fréttum í september þá tilkynnti forstjóri Norðuráls að fyrirtækið væri tilbúið að ráðast í 14 milljarða fjárfestingu vegna stækkunar á steypuskála fyrirtækisins og að þessar framkvæmdir gætu hafist innan nokkurra vikna. Fram kom í máli forstjórans að 100 störf myndu skapast á byggingartímanum og 40 varanleg störf og annað eins í afleiddum störfum. Það kom einnig fram í tilkynningu frá Norðuráli að það eina sem fyrirtækið þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika væri framtíðarsýn í raforkumálum. Þar var fyrirtækið að horfa til raforkusamnings til 10 til 20 ára á því meðalverði sem Landsvirkjun fékk á árinu 2019 sem var um 24 dollarar fyrir MW stundina. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að þetta meðalverð upp á 24 dollara tryggði Landsvirkjun á árinu 2019 hagnað sem nam um 14 milljörðum og niðurgreiðslu á skuldum fyrir 24,3 milljarða og ekki bara það heldur gat Landsvirkjun einnig greitt ríkinu 4 milljarða í arðgreiðslu. Nú virðist blasa við að lítið sem ekkert er að gerast í þessu máli og umtalsverðar líkur eru á því að við séum að glata frá okkur 14 milljarða fjárfestingu, sem og fjölda starfa á byggingartíma og til framtíðar. Hvernig má þetta aðgerðaleysi stjórnvalda sem lýtur að 14 milljarða fjárfestingu vera að eiga sér stað á sama tíma og það stefnir í að 25 þúsund manns verði án atvinnu og að halli ríkissjóðs geti numið samanlagt uppundir 600 milljörðum á árunum 2020 og 2021 og 900 milljörðum í heildina til ársins 2025? Hvað með orð stjórnvalda um að við þurfum að framleiða meira og við þurfum kröftuga viðspyrnu til að vinna okkur úr þessari efnahagslægð sem við erum nú í vegna COVID. Það vita allir sem vita vilja að til að hægt sé að reka íslenskt samfélag með góða heilbrigðisþjónustu, löggæslu, menntakerfi og öflugt almannatryggingakerfi þurfum við öflugar og kröftugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist á þremur megin stoðum, það er ferðaþjónustunni, orkufrekum iðnaði og sjávarútveginum. En nú stöndum við frammi fyrir því að ferðamannaiðnaðurinn er um þessar mundir í öndunarvél, enda hefur tekjufallið vegna COVID þurrkað tekjustofna fjölmargra fyrirtækja upp. Þessu til viðbótar er PCC á Bakka í hjartastoppi, enda búið að slökkva á báðum ofnum fyrirtækisins. Álverið í Straumsvík er keyrt áfram á einungis 85% afköstum og yfirvofandi er hótun eigenda fyrirtækisins um að álverinu verði lokað fyrir fullt og allt. Þessu til viðbótar eru rekstrarforsendur Elkem Ísland á Grundartanga afar erfiðar um þessar mundir eftir töluverða hækkun á nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun. Á sama tíma og tvær af þremur grunnstoðum gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar eru í verulegum vandræðum eins og hér að framan greinir, er öskrað úr öllum áttum að ríkið eigi að gera þetta og hitt og það vanti fjármagn allstaðar. Hvernig eigum við sem þjóð að standa undir velferð þjóðarinnar þegar það er að molna undan tveimur af gjaldeyrisöflunargreinum okkar? Önnur er í vandræðum vegna COVID en hin grunnstoðin er í vandræðum af mannavöldum. Að þessu öllu sögðu er óskiljanlegt að ekkert gerist í ljósi þess að fyrirtækið Norðurál er tilbúið að ráðast í 14 milljarða framkvæmd innan nokkurra vikna með öllum þeim jákvæðu margfeldisáhrifum á hagkerfið sem það hefur í för með sér. Maður spyr sig, vita stjórnvöld og þingmenn að í dag eru 175 MW af raforku að renna ónotuð til sjávar, allt vegna þess að verðlagning Landsvirkjunar hefur gert það að verkum að rekstrarskilyrði stóriðjufyrirtækja hafa snarversnað á liðnum árum og misserum. Er það virkilega þannig að ríkisfyrirtæki í eigi almennings er að horfa á eftir 175 MW renna ónotuðum til sjávar, sem nemur að andvirði allt að 5 milljörðum, en Það er hærri upphæð en auðlindagjöld í sjávarútvegi nema á árinu 2020. Ætla stjórnvöld að láta það átölulaust að Landsvirkjun með græðgivæðingu sinni ógni lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilu byggðarlaganna sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði? Hvar eru þingmenn Norðvesturkjördæmis? Og hvar er Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis? Eiga þessir kjörnu fulltrúar ekki að vera að gæta að hagsmunum kjördæmisins? Það er gunnskylda stjórnvalda að tryggja búsetu og stuðla að atvinnuöryggi handa fólkinu í landinu, en ekki láta ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu ógna lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilla byggðarlaga með skelfilegum afleiðingum fyrir alla þá sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði sem og samfélagið allt. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Akranes Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum í september þá tilkynnti forstjóri Norðuráls að fyrirtækið væri tilbúið að ráðast í 14 milljarða fjárfestingu vegna stækkunar á steypuskála fyrirtækisins og að þessar framkvæmdir gætu hafist innan nokkurra vikna. Fram kom í máli forstjórans að 100 störf myndu skapast á byggingartímanum og 40 varanleg störf og annað eins í afleiddum störfum. Það kom einnig fram í tilkynningu frá Norðuráli að það eina sem fyrirtækið þyrfti til að þetta gæti orðið að veruleika væri framtíðarsýn í raforkumálum. Þar var fyrirtækið að horfa til raforkusamnings til 10 til 20 ára á því meðalverði sem Landsvirkjun fékk á árinu 2019 sem var um 24 dollarar fyrir MW stundina. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að þetta meðalverð upp á 24 dollara tryggði Landsvirkjun á árinu 2019 hagnað sem nam um 14 milljörðum og niðurgreiðslu á skuldum fyrir 24,3 milljarða og ekki bara það heldur gat Landsvirkjun einnig greitt ríkinu 4 milljarða í arðgreiðslu. Nú virðist blasa við að lítið sem ekkert er að gerast í þessu máli og umtalsverðar líkur eru á því að við séum að glata frá okkur 14 milljarða fjárfestingu, sem og fjölda starfa á byggingartíma og til framtíðar. Hvernig má þetta aðgerðaleysi stjórnvalda sem lýtur að 14 milljarða fjárfestingu vera að eiga sér stað á sama tíma og það stefnir í að 25 þúsund manns verði án atvinnu og að halli ríkissjóðs geti numið samanlagt uppundir 600 milljörðum á árunum 2020 og 2021 og 900 milljörðum í heildina til ársins 2025? Hvað með orð stjórnvalda um að við þurfum að framleiða meira og við þurfum kröftuga viðspyrnu til að vinna okkur úr þessari efnahagslægð sem við erum nú í vegna COVID. Það vita allir sem vita vilja að til að hægt sé að reka íslenskt samfélag með góða heilbrigðisþjónustu, löggæslu, menntakerfi og öflugt almannatryggingakerfi þurfum við öflugar og kröftugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Gjaldeyrisöflun þjóðarinnar byggist á þremur megin stoðum, það er ferðaþjónustunni, orkufrekum iðnaði og sjávarútveginum. En nú stöndum við frammi fyrir því að ferðamannaiðnaðurinn er um þessar mundir í öndunarvél, enda hefur tekjufallið vegna COVID þurrkað tekjustofna fjölmargra fyrirtækja upp. Þessu til viðbótar er PCC á Bakka í hjartastoppi, enda búið að slökkva á báðum ofnum fyrirtækisins. Álverið í Straumsvík er keyrt áfram á einungis 85% afköstum og yfirvofandi er hótun eigenda fyrirtækisins um að álverinu verði lokað fyrir fullt og allt. Þessu til viðbótar eru rekstrarforsendur Elkem Ísland á Grundartanga afar erfiðar um þessar mundir eftir töluverða hækkun á nýjum raforkusamningi við Landsvirkjun. Á sama tíma og tvær af þremur grunnstoðum gjaldeyrisöflunar þjóðarinnar eru í verulegum vandræðum eins og hér að framan greinir, er öskrað úr öllum áttum að ríkið eigi að gera þetta og hitt og það vanti fjármagn allstaðar. Hvernig eigum við sem þjóð að standa undir velferð þjóðarinnar þegar það er að molna undan tveimur af gjaldeyrisöflunargreinum okkar? Önnur er í vandræðum vegna COVID en hin grunnstoðin er í vandræðum af mannavöldum. Að þessu öllu sögðu er óskiljanlegt að ekkert gerist í ljósi þess að fyrirtækið Norðurál er tilbúið að ráðast í 14 milljarða framkvæmd innan nokkurra vikna með öllum þeim jákvæðu margfeldisáhrifum á hagkerfið sem það hefur í för með sér. Maður spyr sig, vita stjórnvöld og þingmenn að í dag eru 175 MW af raforku að renna ónotuð til sjávar, allt vegna þess að verðlagning Landsvirkjunar hefur gert það að verkum að rekstrarskilyrði stóriðjufyrirtækja hafa snarversnað á liðnum árum og misserum. Er það virkilega þannig að ríkisfyrirtæki í eigi almennings er að horfa á eftir 175 MW renna ónotuðum til sjávar, sem nemur að andvirði allt að 5 milljörðum, en Það er hærri upphæð en auðlindagjöld í sjávarútvegi nema á árinu 2020. Ætla stjórnvöld að láta það átölulaust að Landsvirkjun með græðgivæðingu sinni ógni lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilu byggðarlaganna sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði? Hvar eru þingmenn Norðvesturkjördæmis? Og hvar er Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis? Eiga þessir kjörnu fulltrúar ekki að vera að gæta að hagsmunum kjördæmisins? Það er gunnskylda stjórnvalda að tryggja búsetu og stuðla að atvinnuöryggi handa fólkinu í landinu, en ekki láta ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu ógna lífsafkomu þúsunda fjölskyldna og heilla byggðarlaga með skelfilegum afleiðingum fyrir alla þá sem byggja afkomu sína á þessum iðnaði sem og samfélagið allt. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun