Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 18:01 Sergio García klæddur í græna jakkann eins og siður er með sigurvegara Masters mótsins í golfi. getty/Andrew Redington Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira