Tölum um kynlíf María Hjálmtýsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 13:31 TW - Ég hef undanfarið verið að reyna að setja fingur á af hverju ég verð svona ringluð og hleyp öll í kekki þegar umræða um kynfræðslu unglinga ber á góma. Það gerist eitthvað sem veldur mér ekki bara tilfinningalegum viðbrögðum heldur líkamlegum í ofanálag, enda er ég líkaminn minn og líkaminn minn er ég. En hvað er að mér? Af hverju er ég ekki bara hress og kát yfir því að loksins eigi að splæsa í átak í þessum málaflokki sem svo mikil þörf er á? Er eitthvað að því að ræða kynlíf? Er það ekki einmitt það sem unga fólkið vill og þarf? Jú auðvitað! En hvað er þá málið? Er ég bara orðin einhver miðaldra bitur tepra sem skilur ekkert hvað er í gangi hjá unga fólkinu? Oft hugsa ég skýrast þegar ég get ekki sofnað og einmitt á þannig stundu tókst mér að tengja saman allan grautinn í hausnum á mér og sjá örlítið skýrari mynd af því sem hefur valdið þeim undarlega hnút sem ég fæ í magann í tengslum við þessa umræðu. Vandamálið mitt er að ég triggerast. Ég verð stressuð og reið og hrædd og vanmáttug og ráðvillt af því að einhversstaðar inni í mér finn ég að sú nálgun sem virðist allsráðandi í umræðunni um kynlíf er ekki í samhengi við þann stað sem ég er á. Og ég hef grun um að ég sé ekki ein. Kynlíf er frábært, kynlíf er hressandi og kynlíf er hollt. Já. Höldum því til haga áður en lengra er haldið. En ... Við erum rétt nýskriðin í gegnum #metoo bylgjuna og hvergi nærri búin að klára að vinna úr þeirri heimsmynd sem sögurnar birtu okkur. Við erum ótalmörg enn að reyna að átta okkur á og vinna úr kynferðislegu áreitninni og ofbeldinu sem við höfum orðið fyrir í gegnum árin, áratugina og aldirnar. Við erum ekki einu sinni búin að skilgreina orðið nauðgun í samhengi við eigin tilveru og mögulega reynslu. Við erum rétt að hefja umræðuna um klámið á netinu sem krakkarnir okkar fá allt of mörg í andlitið löngu áður en þau hafa þroska til að skilja. Við erum varla byrjuð að tala við unga fólkið sem hefur farið illa út úr klámneyslu, sinni eigin og kærastanna. Á Instagram-síðum Karlmennskunnar og Fávita og í rannsóknum sem hafa verið gerðar meðal íslenskra framhaldsskólanema sjáum við glitta í upplifanir og líðan aragrúa ungmenna sem eru trámatíseruð og jafnvel mölbrotin eftir niðurlæginguna, pressuna og markaleysið sem fylgir klámheiminum. Nú er ég ekki bara að tala sem fullorðna konan sem vill hafa vit fyrir mér yngra fólki, sú íhaldssama sem höndlar ekki opinskáa kynlífsumræðu. Ég er að tala sem kona sem veit að ég var ,,heppin“ að fyrsta kynlífsreynslan mín hafi verið jákvæð og góð. Ég er að tala sem unga ég sem ,,leyfði honum að klára“ af því að mér fannst ég ekki eiga rétt á að skipta um skoðun. Ég er að tala sem fyrrum maki manns sem niðurlægði mig trekk í trekk til að uppfylla klámfantasíur sínar. Ég er að tala sem óörugg stúlka sem var stanslaust sagt hvað ég væri ógeðslega óspennandi í rúminu og vond kærasta af því að ég var ekki til í hvað sem er. Ég er að tala sem stúlkan sem hefur verið sussað á og sagt að slappa af og læra að njóta þess sem mér þykir vont. Ég er að tala sem manneskja sem hefur verið pressað á þar til ég lét undan að nota kynlífstæki á forsendum öðrum en mínum og get því ekki horft á slíkar græjur án þess að upplifa kvíða í dag. Ég er að tala sem fullorðna ég sem hefur þurft að vinna heilmikla vinnu til að geta skilað skömm og sök sem aldrei var mín. Ég er að tala sem afkomandi kvenna sem máttu ekki tala um kynlíf en máttu ekki heldur neita mökum sínum um það. Ég er að tala sem móðir og ég er að tala sem manneskja sem vill ekki að fleiri þurfi að upplifa niðurlægingu, sársauka og áföll sem hægt er að forðast. Hvað er ég eiginlega að reyna að segja? Ég er að reyna að segja að við eigum að tala um kynlíf en þurfum að passa okkur þegar við gerum það. Hressa og frjálslynda kynlífsumræðan þar sem við erum bara júbblandi kát að sveifla endaþarmskúlum og sleipiefnum getur verið gríðarlega triggerandi fyrir þau okkar sem tilheyrum hinum ógnarstóra hópi sem hefur orðið fyrir einhverskonar kynferðisofbeldi. Og við erum stelpur, konur og fólk á öllum aldri. Svo er það umræðan um blæti. Hún er flókin en það er allt í lagi. Ég veit vel að það er til hópur fólks sem tilheyrir þeim heimi sem er gott og blessað. Ég veit samt líka að blætið er notað af öðrum sem pressa til að fara yfir mörk og sem slíkt er það vandmeðfarið og jafnvel hættulegt. Ég verð að geta gagnrýnt slíka hegðun án þess að vera sökuð um að vera að blætis-skamma fólk. Ég verð að geta horft á vopnin sem eru notuð til að kúga, niðurlægja og nauðga þó svo að einhverjir kunni með blæti að fara. Ef ég má það ekki er verið að taka af mér tólin sem ég þarf til að geta gert upp þann hluta kynferðisofbeldis sem ég varð fyrir sjálf undir yfirskini ,,opins huga og fordómaleysis“. Ég verð að geta útskýrt hættuna sem fylgir þegar blæti verður kúgunartól í höndum rangra aðila þar sem valdamisræmi er til staðar. Í skólunum okkar þarf að vera kynfræðsla og kynjafræði. Sú fræðsla verður að vera í höndum fagfólks sem vinnur útfrá þeirri staðreynd að kynferðisleg áföll, áreitni og ofbeldi eru í reynslubanka gríðarlega margra okkar allt frá unglingsárunum og jafnvel fyrr. Ekki er nóg að segja krökkum að muna að fá samþykki af því að samþykki er ekki einfalt heldur margslungið. Ekki er nóg að segja krökkum að passa mörkin sín því ekki er auðvelt að sjá og setja mörk þegar þú situr í berskjaldaðri súpu, bálskotin í einhverjum, þráir að láta elska þig og vilt ekki vera leiðinlega týpan. Ekki er nóg að segja krökkum að klám sé ekki kynlíf. Við þurfum að fræða börnin okkar um heilbrigð og óheilbrigð sambönd og samskipti og hvernig kynhlutverkin hafa áhrif á viðhorf okkar og hegðun. Það verður að sýna þeim hversu mannskemmandi megnið af klámbransanum er og hvernig hann hefur troðið upp á heiminn sínu klámvædda kynlífshandriti sem strákar fá margir hverjir sín fyrstu kynni af í 4. eða 5. bekk grunnskóla. Svo er líka mikilvægt að kenna krökkum um afmennskun og hvernig hún er notuð til að réttlæta ofbeldi í hugum þeirra sem beita því. Og auðvitað eigum við að fræða þau um fjölbreytileikann og fegurðina í því að hafa raunverulegt frelsi og forsendur til að uppgötva og stýra eigin kynverund svo þau megi skrifa sjálf sitt kynlífshandrit eins og þeim hentar best. Í guðanna bænum tölum um kynlíf en gerum það af virðingu, þekkingu og útfrá þeirri staðreynd að líkamar okkar, hugur og tilfinningar eru ein og sama veran sem lifir og hrærist í flóknum félagslegum tengslum hvert við annað, við umheiminn í kringum okkur og söguna sem mótar okkur. Höfundur er manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Skóla - og menntamál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
TW - Ég hef undanfarið verið að reyna að setja fingur á af hverju ég verð svona ringluð og hleyp öll í kekki þegar umræða um kynfræðslu unglinga ber á góma. Það gerist eitthvað sem veldur mér ekki bara tilfinningalegum viðbrögðum heldur líkamlegum í ofanálag, enda er ég líkaminn minn og líkaminn minn er ég. En hvað er að mér? Af hverju er ég ekki bara hress og kát yfir því að loksins eigi að splæsa í átak í þessum málaflokki sem svo mikil þörf er á? Er eitthvað að því að ræða kynlíf? Er það ekki einmitt það sem unga fólkið vill og þarf? Jú auðvitað! En hvað er þá málið? Er ég bara orðin einhver miðaldra bitur tepra sem skilur ekkert hvað er í gangi hjá unga fólkinu? Oft hugsa ég skýrast þegar ég get ekki sofnað og einmitt á þannig stundu tókst mér að tengja saman allan grautinn í hausnum á mér og sjá örlítið skýrari mynd af því sem hefur valdið þeim undarlega hnút sem ég fæ í magann í tengslum við þessa umræðu. Vandamálið mitt er að ég triggerast. Ég verð stressuð og reið og hrædd og vanmáttug og ráðvillt af því að einhversstaðar inni í mér finn ég að sú nálgun sem virðist allsráðandi í umræðunni um kynlíf er ekki í samhengi við þann stað sem ég er á. Og ég hef grun um að ég sé ekki ein. Kynlíf er frábært, kynlíf er hressandi og kynlíf er hollt. Já. Höldum því til haga áður en lengra er haldið. En ... Við erum rétt nýskriðin í gegnum #metoo bylgjuna og hvergi nærri búin að klára að vinna úr þeirri heimsmynd sem sögurnar birtu okkur. Við erum ótalmörg enn að reyna að átta okkur á og vinna úr kynferðislegu áreitninni og ofbeldinu sem við höfum orðið fyrir í gegnum árin, áratugina og aldirnar. Við erum ekki einu sinni búin að skilgreina orðið nauðgun í samhengi við eigin tilveru og mögulega reynslu. Við erum rétt að hefja umræðuna um klámið á netinu sem krakkarnir okkar fá allt of mörg í andlitið löngu áður en þau hafa þroska til að skilja. Við erum varla byrjuð að tala við unga fólkið sem hefur farið illa út úr klámneyslu, sinni eigin og kærastanna. Á Instagram-síðum Karlmennskunnar og Fávita og í rannsóknum sem hafa verið gerðar meðal íslenskra framhaldsskólanema sjáum við glitta í upplifanir og líðan aragrúa ungmenna sem eru trámatíseruð og jafnvel mölbrotin eftir niðurlæginguna, pressuna og markaleysið sem fylgir klámheiminum. Nú er ég ekki bara að tala sem fullorðna konan sem vill hafa vit fyrir mér yngra fólki, sú íhaldssama sem höndlar ekki opinskáa kynlífsumræðu. Ég er að tala sem kona sem veit að ég var ,,heppin“ að fyrsta kynlífsreynslan mín hafi verið jákvæð og góð. Ég er að tala sem unga ég sem ,,leyfði honum að klára“ af því að mér fannst ég ekki eiga rétt á að skipta um skoðun. Ég er að tala sem fyrrum maki manns sem niðurlægði mig trekk í trekk til að uppfylla klámfantasíur sínar. Ég er að tala sem óörugg stúlka sem var stanslaust sagt hvað ég væri ógeðslega óspennandi í rúminu og vond kærasta af því að ég var ekki til í hvað sem er. Ég er að tala sem stúlkan sem hefur verið sussað á og sagt að slappa af og læra að njóta þess sem mér þykir vont. Ég er að tala sem manneskja sem hefur verið pressað á þar til ég lét undan að nota kynlífstæki á forsendum öðrum en mínum og get því ekki horft á slíkar græjur án þess að upplifa kvíða í dag. Ég er að tala sem fullorðna ég sem hefur þurft að vinna heilmikla vinnu til að geta skilað skömm og sök sem aldrei var mín. Ég er að tala sem afkomandi kvenna sem máttu ekki tala um kynlíf en máttu ekki heldur neita mökum sínum um það. Ég er að tala sem móðir og ég er að tala sem manneskja sem vill ekki að fleiri þurfi að upplifa niðurlægingu, sársauka og áföll sem hægt er að forðast. Hvað er ég eiginlega að reyna að segja? Ég er að reyna að segja að við eigum að tala um kynlíf en þurfum að passa okkur þegar við gerum það. Hressa og frjálslynda kynlífsumræðan þar sem við erum bara júbblandi kát að sveifla endaþarmskúlum og sleipiefnum getur verið gríðarlega triggerandi fyrir þau okkar sem tilheyrum hinum ógnarstóra hópi sem hefur orðið fyrir einhverskonar kynferðisofbeldi. Og við erum stelpur, konur og fólk á öllum aldri. Svo er það umræðan um blæti. Hún er flókin en það er allt í lagi. Ég veit vel að það er til hópur fólks sem tilheyrir þeim heimi sem er gott og blessað. Ég veit samt líka að blætið er notað af öðrum sem pressa til að fara yfir mörk og sem slíkt er það vandmeðfarið og jafnvel hættulegt. Ég verð að geta gagnrýnt slíka hegðun án þess að vera sökuð um að vera að blætis-skamma fólk. Ég verð að geta horft á vopnin sem eru notuð til að kúga, niðurlægja og nauðga þó svo að einhverjir kunni með blæti að fara. Ef ég má það ekki er verið að taka af mér tólin sem ég þarf til að geta gert upp þann hluta kynferðisofbeldis sem ég varð fyrir sjálf undir yfirskini ,,opins huga og fordómaleysis“. Ég verð að geta útskýrt hættuna sem fylgir þegar blæti verður kúgunartól í höndum rangra aðila þar sem valdamisræmi er til staðar. Í skólunum okkar þarf að vera kynfræðsla og kynjafræði. Sú fræðsla verður að vera í höndum fagfólks sem vinnur útfrá þeirri staðreynd að kynferðisleg áföll, áreitni og ofbeldi eru í reynslubanka gríðarlega margra okkar allt frá unglingsárunum og jafnvel fyrr. Ekki er nóg að segja krökkum að muna að fá samþykki af því að samþykki er ekki einfalt heldur margslungið. Ekki er nóg að segja krökkum að passa mörkin sín því ekki er auðvelt að sjá og setja mörk þegar þú situr í berskjaldaðri súpu, bálskotin í einhverjum, þráir að láta elska þig og vilt ekki vera leiðinlega týpan. Ekki er nóg að segja krökkum að klám sé ekki kynlíf. Við þurfum að fræða börnin okkar um heilbrigð og óheilbrigð sambönd og samskipti og hvernig kynhlutverkin hafa áhrif á viðhorf okkar og hegðun. Það verður að sýna þeim hversu mannskemmandi megnið af klámbransanum er og hvernig hann hefur troðið upp á heiminn sínu klámvædda kynlífshandriti sem strákar fá margir hverjir sín fyrstu kynni af í 4. eða 5. bekk grunnskóla. Svo er líka mikilvægt að kenna krökkum um afmennskun og hvernig hún er notuð til að réttlæta ofbeldi í hugum þeirra sem beita því. Og auðvitað eigum við að fræða þau um fjölbreytileikann og fegurðina í því að hafa raunverulegt frelsi og forsendur til að uppgötva og stýra eigin kynverund svo þau megi skrifa sjálf sitt kynlífshandrit eins og þeim hentar best. Í guðanna bænum tölum um kynlíf en gerum það af virðingu, þekkingu og útfrá þeirri staðreynd að líkamar okkar, hugur og tilfinningar eru ein og sama veran sem lifir og hrærist í flóknum félagslegum tengslum hvert við annað, við umheiminn í kringum okkur og söguna sem mótar okkur. Höfundur er manneskja.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun