Kjördagur með rólegasta móti þvert á spár um átök og ringulreið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 07:29 Frá kjörstað í Kenosha í Wisconsin. AP Photo/Wong Maye-E Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Kjördagur í Bandaríkjunum gekk í langflestum tilfellum vel fyrir sig, þvert á spár um að komið gæti til átaka og ringulreiðar á kjörstöðum, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og misvísandi upplýsinga um að því er virtist síbreytilegar kosningarreglur en ekki síður vegna mikillar spennu í kosningunum. Þegar þetta er skrifað hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, tryggt sér 220 kjörmenn en Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er með 213 kjörmenn samkvæmt CNN. Trump hefur meðal annars tryggt sér sigur í hinu mjög svo mikilvæga sveifluríki Flórída sem og í Ohio. Biden þarf því að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trumps fyrir fjórum árum; Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin. Ekki var búist við því að úrslit ættu eftir að liggja fyrir í Pennsylvaníu eða Wisconsin strax vegna mikils fjölda póst- og utankjörfundaratkvæða þar. Í Wisconsin vonaðist Tony Evers, ríkisstjóri, til þess að úrslit gætu legið fyrir síðar á miðvikudag. Varað hefur verið við því að talningin í Pennsylvaníu gæti dregist enn lengur ef mjótt verður á munum þar. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði með pósti eða utan kjörfundar en fyrir forsetakosningarnar nú. Alls greiddu um 103 milljónir manna atkvæði fyrir kjördag og hefur fjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða aldrei verið meiri. Meginástæðan fyrir þessum mikla fjölda er kórónuveirufaraldurinn og að fólk vildi forðast fjölmenni á kjörstöðum vegna hættunnar á smiti. Bjuggu sig undir það versta Í umfjöllun AP-fréttastofunnar um kjördag og hvernig hann gekk fyrir sig segir að þessi metfjöldi póst- og utankjörfundaratkvæða hafi létt ákveðnu álagi af kjörstöðum. Almennt hafi raðir verið stuttar og jafnvel engar. Vissulega hafa birst myndir af löngum röðum við tiltekna kjörstaði en þá má hafa það í huga að raðir á tímum kórónuveirunnar virðast lengri vegna fjarlægðar á milli fólks í þeim, sem ekki var eins hugað að fyrir faraldurinn. Það fylgja því auðvitað alltaf einhver vandræði þegar tugir milljóna manna greiða atkvæði á sama tíma í fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Sérfræðingar prísa sig þó sæla með kjördaginn í ár þar sem það komu upp tiltölulega fá vandamál. „Við vorum búin undir það versta og þetta kom okkur þægilega á óvart,“ segir Kristen Clarke hjá Nefnd lögfræðinga um borgaraleg réttindi sem fylgst hefur með framkvæmd kosninganna. Mögulega lognið á undan storminum Í frétt Guardian segir að í einstaka tilfellum hafi frést af vandræðum með kosningavélar, misvísandi upplýsingum eða því að kjósendum hafi verið ógnað. Tilkynningar um slíkt eru þó mun færri en búist var að sögn Clarke. „Við fáum kvartanir [um að kjósendum hafi verið ógnað] en í flestum tilfellum eru þetta einhverjir sem eru einir, kannski tveir saman, en ekki stórir hópar sem myndu þá hafa mun meiri hræðsluáhrif á kjósendur en raun ber vitni,“ segir Clarke. Hún varar þó við að þetta sé lognið á undan storminum því þótt kjördagur hafi verið rólegur er ekki loku fyrir það skotið að lagaþrætur setji mark sitt á talningu atkvæða. Trump hefur til að mynda nú þegar hótað því að fara fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að atkvæði sem berast eftir kjördag verði talin en talning slíkra atkvæða er leyfð í sumum ríkjum. Þá eyddi Trump miklu púðri í það í kosningabaráttu sinni að sá efasemdarfræjum um talninguna og póstatkvæðin. Sú orðræða hans var talin geta leitt til átaka á kjörstöðum á milli stuðningsmanna hans og Biden en, eins og áður segir, hefur lítið heyrst af slíku.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira