Endurkoma hjá Guðbjörgu, Kjartan sá rautt og stoðsending frá Arnóri í Rússlandi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. nóvember 2020 15:23 Endurkoma hjá Guðbjörgu í dag. Eric Verhoeven/Soccrates Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. Guðbjörg stóð í markinu því í fyrsta sinn á þessari leiktíð en hún hafði leikið fyrir U19-ára lið félagsins fyrr á leiktíðinni. Djurgården tapaði 3-2 gegn Eskilstuna á heimavelli en Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Djurgården sem er með tuttugu stig í tíunda sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsætið. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þátt í marki Norrköping í 2-1 tapi gegn Elfsborg á útivelli. Ísak spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í 4. sæti deildarinnar. Elfsborg er í öðru sætinu. 11' MÅL!!!!! Isak Bergmann Johannesson petar till Sead som dunkar upp bollen i nättaket. #IFEIFK | 0-1 | #ifknorrköping — IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 1, 2020 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 5-1 sigur á Uppsala. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Uppsala sem er á botninum en Rosengård er í 2. sætinu. Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristinastads unnu 4-0 stórsigur á Vittsjö á heimavelli í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir er á meiðslalistanum en Kristianstads er í 3. sæti deildainnar, sex stigum frá toppsætinu og tveimur stigum frá öðru sætinu. OB vann sigur á Horsens í Íslendingaslag í danska boltanum í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á ellefu mínútu er Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark OB. Kjartan Henry Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 55. mínútu eftir tæklingu. Atvikið var skoðað í VAR. Jonas Dal vil nok føle, at VAR igen var mod Horsens, men det handler også om, at spillerne selv tager ansvar inde på banen. Tingene bliver set i gennem, og i dag var det røde kort til Finnbogason helt på sin plads #boksen #obach #sldk #eurosportdk #dplay— Casper Høygård (@CasperHoygard) November 1, 2020 Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB er 82 mínútur voru á klukkunni en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með hjá OB. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi Horsens sem er á botninum með tvö stig. OB er í sjöunda sætinu með tíu stig. Arnór Sigurðsson lagði upp sigurmark CSKA Moskvu er liðið vann 1-0 sigur á Volgograd í Rússlandi. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikhlé en Arnór var tekinn af velli á 70. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörninni en CSKA er á toppi deildarinnar. #CSKA line-up for the game against Rotor pic.twitter.com/beXEa56ptX— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) November 1, 2020 Danski boltinn Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir var mætt aftur í markið hjá Djurgården í dag í sænska boltanum en Guðbjörg eignaðist tvíbura fyrr á árinu. Guðbjörg stóð í markinu því í fyrsta sinn á þessari leiktíð en hún hafði leikið fyrir U19-ára lið félagsins fyrr á leiktíðinni. Djurgården tapaði 3-2 gegn Eskilstuna á heimavelli en Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Djurgården sem er með tuttugu stig í tíunda sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan fallsætið. Ísak Bergmann Jóhannesson átti þátt í marki Norrköping í 2-1 tapi gegn Elfsborg á útivelli. Ísak spilaði allan leikinn fyrir Norrköping sem er í 4. sæti deildarinnar. Elfsborg er í öðru sætinu. 11' MÅL!!!!! Isak Bergmann Johannesson petar till Sead som dunkar upp bollen i nättaket. #IFEIFK | 0-1 | #ifknorrköping — IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 1, 2020 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård sem vann 5-1 sigur á Uppsala. Anna Rakel Pétursdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Uppsala sem er á botninum en Rosengård er í 2. sætinu. Elísabet Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Kristinastads unnu 4-0 stórsigur á Vittsjö á heimavelli í dag. Svava Rós Guðmundsdóttir er á meiðslalistanum en Kristianstads er í 3. sæti deildainnar, sex stigum frá toppsætinu og tveimur stigum frá öðru sætinu. OB vann sigur á Horsens í Íslendingaslag í danska boltanum í dag. Fyrsta og eina mark leiksins kom á ellefu mínútu er Emmanuel Sabbi skoraði sigurmark OB. Kjartan Henry Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið á 55. mínútu eftir tæklingu. Atvikið var skoðað í VAR. Jonas Dal vil nok føle, at VAR igen var mod Horsens, men det handler også om, at spillerne selv tager ansvar inde på banen. Tingene bliver set i gennem, og i dag var det røde kort til Finnbogason helt på sin plads #boksen #obach #sldk #eurosportdk #dplay— Casper Høygård (@CasperHoygard) November 1, 2020 Aron Elís Þrándarson kom inn af bekknum hjá OB er 82 mínútur voru á klukkunni en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með hjá OB. Ágúst Eðvald Hlynsson var ekki í leikmannahópi Horsens sem er á botninum með tvö stig. OB er í sjöunda sætinu með tíu stig. Arnór Sigurðsson lagði upp sigurmark CSKA Moskvu er liðið vann 1-0 sigur á Volgograd í Rússlandi. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikhlé en Arnór var tekinn af velli á 70. mínútu. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn í vörninni en CSKA er á toppi deildarinnar. #CSKA line-up for the game against Rotor pic.twitter.com/beXEa56ptX— PFC CSKA Moscow (@PFCCSKA_en) November 1, 2020
Danski boltinn Sænski boltinn Rússneski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira