Árangurinn framar vonum og segir góðan vin sinn ástæðu þess að hann spili í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 09:00 Alexander Aron hefur komið öllum á óvart, þar á meðal sjálfum sér, með góðri frammistöðu í úrvalsdeildinni í eFótbolta. @egeralexander Fullyrða má að Alexander Aron Hannesson sé knattspyrnuóður. Ásamt því að vera hluti af liði Reynis Sandgerði sem fór upp úr 3. deild karla í sumar þá er hann með betri FIFA-spilurum landsins og er sem stendur í 3. sæti úrvalsdeildarinnar í eFótbolta. Þar spilar hann þó undir formerkjum Keflavíkur. Alexander Aron var þó ekki viss um að taka þátt í úrvalsdeildinni þegar honum stóð það til boða. Honum fannst hann ekki nægilega góður, annað hefur svo komið á daginn. „Það passar. Ég var ekkert alltof jákvæðu komandi inn í mótið en Aron Ólafsson [Framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands] er í raun ástæðan fyrir því að ég ákveð að taka á endanum þátt. Gríðarlega sannfærandi einstaklingur þar á ferð.“ Hinn 25 ára gamli Alexander er eins og áður sagði ekki aðeins að iðka knattspyrnu fyrir framan tölvuna heima hjá sér heldur æfir hann einnig. Eftir að hafa hafið meistaraflokks feril sinn með Völsungi á Húsavík tvítugur að aldri þá færði hann sig yfir á Suðurnesin þar sem hann gekk í raðir Reynis í Sandgerði árið 2016. Þar hefur hann leikið síðan ef frá er talið stutt stopp í Hafnafirði með KÁ sem leikur í 4. deildinni sumarið 2019. Alexander bjó í Hafnafirði á yngri árum, lék hann með bæði FH og Haukum áður en ferðinni var heitið á Akureyri. View this post on Instagram Krotaði undir eilífðarsamning hjá stórveldinu um helgina, 10 ára plan Reynis: kaupa nýja skó fyrir Grella og Dabba og sækja Rúnka G aftur heim A post shared by Alexander Aron Hannesson (@egeralexander) on Apr 29, 2020 at 7:56am PDT Hvernig gengur að púsla saman „alvöru“ fótbolta og eFótbolta? „Það gengur í rauninni bara mjög vel. Það er eflaust aðeins auðveldara í dag vegna ástandsins í heiminum, töluvert færri æfingar hjá okkur í Reyni eins og staðan er búin að vera síðustu vikur. Síðan reynir maður að taka tölvuspilunina heima í aðeins meiri rólegheitum með félögunum, alltaf gaman að taka nokkra leiki og æfa sig aðeins.“ „Þessa dagana þá er mjög lítið gert fyrir utan FIFA og síðan æfingar þess inn á milli ef þær koma upp, nýjasti leikurinn af FIFA var að koma út svo núna er klárlega tíminn sem maður þarf að nýta í að læra betur og betur inn á hann,“ sagði Alexander aðspurður hvort það væri eitthvað annað gert þessa dagana heldur en að æfa með Reyni og spila FIFA heima fyrir. Alexander er tiltölulega nýfarinn að spila FIFA og getur í raun þakkað vini sínum fyrir það. „Ég er búinn að vera í fótbolta allt mitt líf, í raun bara frá því ég man eftir mér. Lífið hefur meira og minna verið fótbolti og það er ekkert að fara breytast, hefði heldur ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Það er hins vegar frekar stutt síðan ég byrjaði í FIFA af einhverju alvöru viti.“ „Keypti mér Playstation undir lok árs 2017 svo kom Grétar Karlsson félagi minn einn daginn með FIFA og henti honum í andlitið á mér. Hann var alveg kominn með nóg af því að koma í heimsókn til mín og geta aldrei hoppað í nokkra leiki svo í raun er það honum að þakka að ég geti eitthvað í þessum leikjum í dag.“ Rafíþróttadeild Keflavíkur var stofnuð í gær. Á næstu dögum verður svo kynnt starfsemina og skráningar á námskeið.Posted by RAFÍK - Rafíþróttir Keflavík on Thursday, October 29, 2020 Keflavík var að stofna rafíþróttadeild. Kallast hún Rafvík og gæti verið algjör umbylting í geiranum fyrir Reykjanesbæ. „Það er bara algjör snilld. Ég hef verið í samskiptum við stofnanda deildarinnar [Arnar Már Halldórsson[ í nokkra mánuði og reynt að vera með puttann á púlsinum varðandi allt sem tengist þessu. Vona að Arnar verði í bandi við mig varðandi framhaldið hjá liðinu og ég er klárlega opinn fyrir öllu sem tengist framtíðinni hjá Rafvík.“ „Þetta opnar mjög margar dyr á Suðurnesjum, það eru fullt af yngri krökkum og einnig eldri sem halda sig heima hjá sér að spila tölvuleiki og eru með þvílíka hæfileika í því sem þau gera, vonandi ná Rafvík að smala þessu fólki að sér og mynda sterkari heild á komandi árum.“ Segir stöðuna framar vonum Alexander er sem stendur í 3. sæti í úrvalsdeildinni í eFótbolta og í harðri baráttu um toppsætið. Það er framar vonum miðað við væntingar hans. Er hann aðeins stigi á eftir 2. sæti og tveimur stigum á eftir Róberti Daða Sigurþórssyni sem trónir á toppnum. „Ekki spurning að það sé aðeins framar vonum. Ég kom inn í þetta mót alfarið út frá því að Aron sannfærir mig um að taka þátt og það er bara nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera, taka þátt og reyna að njóta mín.“ „Ég var ekki með neinar væntingar og er ekki enn, er bara að reyna skemmta mér sem best að spila við þá bestu. Þessir strákar í mótinu eru allir snillingar,“ sagði Alexander auðmjúkur. „Ég er ekkert að um að vinna mótið, ef það kæmi fyrir að ég slysist á toppinn í lokin þá skála ég sennilega með einni Pepsi Max Lime með Dabba frænda mínum og þakka honum fyrir stuðninginn síðustu ár.“ Mæli með að foreldrar nýti sér það sem rafíþróttafélög hafa upp á að bjóða -„Mæli eindregið með því að þeir foreldrar sem eiga börn sem hafa áhuga á tölvuleikjum kynni sér það sem rafíþróttafélögin í kring hafi upp á bjóða. Eins skrítið og það hljómar að vera ýta undir það að yngri kynslóðin sé að eyða tímanum sínum í tölvuleiki þá eru svo ótrúlega breyttir tímar í dag. Það eru rosalega stór tækifæri farin að fylgja þessu öllu.“ „Rafíþróttadeildir hjálpa líka gríðarlega við að kenna krökkum á takmörkin varðandi spilatíma og allt svoleiðis, ég veit allavegana að þegar ég var yngri þá er þetta klárlega eitthvað sem ég hefði haft brennandi áhuga á að taka þátt í,“ sagði Alexander að lokum. Rafíþróttir Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki aðeins einn besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna þrátt fyrir ungan aldur heldur hefur hún einnig tekið að sér lýsingar í eFótbolta sem sýndur er hér á Vísi. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Fullyrða má að Alexander Aron Hannesson sé knattspyrnuóður. Ásamt því að vera hluti af liði Reynis Sandgerði sem fór upp úr 3. deild karla í sumar þá er hann með betri FIFA-spilurum landsins og er sem stendur í 3. sæti úrvalsdeildarinnar í eFótbolta. Þar spilar hann þó undir formerkjum Keflavíkur. Alexander Aron var þó ekki viss um að taka þátt í úrvalsdeildinni þegar honum stóð það til boða. Honum fannst hann ekki nægilega góður, annað hefur svo komið á daginn. „Það passar. Ég var ekkert alltof jákvæðu komandi inn í mótið en Aron Ólafsson [Framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands] er í raun ástæðan fyrir því að ég ákveð að taka á endanum þátt. Gríðarlega sannfærandi einstaklingur þar á ferð.“ Hinn 25 ára gamli Alexander er eins og áður sagði ekki aðeins að iðka knattspyrnu fyrir framan tölvuna heima hjá sér heldur æfir hann einnig. Eftir að hafa hafið meistaraflokks feril sinn með Völsungi á Húsavík tvítugur að aldri þá færði hann sig yfir á Suðurnesin þar sem hann gekk í raðir Reynis í Sandgerði árið 2016. Þar hefur hann leikið síðan ef frá er talið stutt stopp í Hafnafirði með KÁ sem leikur í 4. deildinni sumarið 2019. Alexander bjó í Hafnafirði á yngri árum, lék hann með bæði FH og Haukum áður en ferðinni var heitið á Akureyri. View this post on Instagram Krotaði undir eilífðarsamning hjá stórveldinu um helgina, 10 ára plan Reynis: kaupa nýja skó fyrir Grella og Dabba og sækja Rúnka G aftur heim A post shared by Alexander Aron Hannesson (@egeralexander) on Apr 29, 2020 at 7:56am PDT Hvernig gengur að púsla saman „alvöru“ fótbolta og eFótbolta? „Það gengur í rauninni bara mjög vel. Það er eflaust aðeins auðveldara í dag vegna ástandsins í heiminum, töluvert færri æfingar hjá okkur í Reyni eins og staðan er búin að vera síðustu vikur. Síðan reynir maður að taka tölvuspilunina heima í aðeins meiri rólegheitum með félögunum, alltaf gaman að taka nokkra leiki og æfa sig aðeins.“ „Þessa dagana þá er mjög lítið gert fyrir utan FIFA og síðan æfingar þess inn á milli ef þær koma upp, nýjasti leikurinn af FIFA var að koma út svo núna er klárlega tíminn sem maður þarf að nýta í að læra betur og betur inn á hann,“ sagði Alexander aðspurður hvort það væri eitthvað annað gert þessa dagana heldur en að æfa með Reyni og spila FIFA heima fyrir. Alexander er tiltölulega nýfarinn að spila FIFA og getur í raun þakkað vini sínum fyrir það. „Ég er búinn að vera í fótbolta allt mitt líf, í raun bara frá því ég man eftir mér. Lífið hefur meira og minna verið fótbolti og það er ekkert að fara breytast, hefði heldur ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Það er hins vegar frekar stutt síðan ég byrjaði í FIFA af einhverju alvöru viti.“ „Keypti mér Playstation undir lok árs 2017 svo kom Grétar Karlsson félagi minn einn daginn með FIFA og henti honum í andlitið á mér. Hann var alveg kominn með nóg af því að koma í heimsókn til mín og geta aldrei hoppað í nokkra leiki svo í raun er það honum að þakka að ég geti eitthvað í þessum leikjum í dag.“ Rafíþróttadeild Keflavíkur var stofnuð í gær. Á næstu dögum verður svo kynnt starfsemina og skráningar á námskeið.Posted by RAFÍK - Rafíþróttir Keflavík on Thursday, October 29, 2020 Keflavík var að stofna rafíþróttadeild. Kallast hún Rafvík og gæti verið algjör umbylting í geiranum fyrir Reykjanesbæ. „Það er bara algjör snilld. Ég hef verið í samskiptum við stofnanda deildarinnar [Arnar Már Halldórsson[ í nokkra mánuði og reynt að vera með puttann á púlsinum varðandi allt sem tengist þessu. Vona að Arnar verði í bandi við mig varðandi framhaldið hjá liðinu og ég er klárlega opinn fyrir öllu sem tengist framtíðinni hjá Rafvík.“ „Þetta opnar mjög margar dyr á Suðurnesjum, það eru fullt af yngri krökkum og einnig eldri sem halda sig heima hjá sér að spila tölvuleiki og eru með þvílíka hæfileika í því sem þau gera, vonandi ná Rafvík að smala þessu fólki að sér og mynda sterkari heild á komandi árum.“ Segir stöðuna framar vonum Alexander er sem stendur í 3. sæti í úrvalsdeildinni í eFótbolta og í harðri baráttu um toppsætið. Það er framar vonum miðað við væntingar hans. Er hann aðeins stigi á eftir 2. sæti og tveimur stigum á eftir Róberti Daða Sigurþórssyni sem trónir á toppnum. „Ekki spurning að það sé aðeins framar vonum. Ég kom inn í þetta mót alfarið út frá því að Aron sannfærir mig um að taka þátt og það er bara nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera, taka þátt og reyna að njóta mín.“ „Ég var ekki með neinar væntingar og er ekki enn, er bara að reyna skemmta mér sem best að spila við þá bestu. Þessir strákar í mótinu eru allir snillingar,“ sagði Alexander auðmjúkur. „Ég er ekkert að um að vinna mótið, ef það kæmi fyrir að ég slysist á toppinn í lokin þá skála ég sennilega með einni Pepsi Max Lime með Dabba frænda mínum og þakka honum fyrir stuðninginn síðustu ár.“ Mæli með að foreldrar nýti sér það sem rafíþróttafélög hafa upp á að bjóða -„Mæli eindregið með því að þeir foreldrar sem eiga börn sem hafa áhuga á tölvuleikjum kynni sér það sem rafíþróttafélögin í kring hafi upp á bjóða. Eins skrítið og það hljómar að vera ýta undir það að yngri kynslóðin sé að eyða tímanum sínum í tölvuleiki þá eru svo ótrúlega breyttir tímar í dag. Það eru rosalega stór tækifæri farin að fylgja þessu öllu.“ „Rafíþróttadeildir hjálpa líka gríðarlega við að kenna krökkum á takmörkin varðandi spilatíma og allt svoleiðis, ég veit allavegana að þegar ég var yngri þá er þetta klárlega eitthvað sem ég hefði haft brennandi áhuga á að taka þátt í,“ sagði Alexander að lokum.
Rafíþróttir Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki aðeins einn besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna þrátt fyrir ungan aldur heldur hefur hún einnig tekið að sér lýsingar í eFótbolta sem sýndur er hér á Vísi. 30. september 2020 07:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Einn efnilegasti markvörður Íslands lýsir einnig úrvalsdeildinni í eFótbolta Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ekki aðeins einn besti leikmaður Pepsi Max deildar kvenna þrátt fyrir ungan aldur heldur hefur hún einnig tekið að sér lýsingar í eFótbolta sem sýndur er hér á Vísi. 30. september 2020 07:00