Bítast um íslensku ungstirnin Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2020 12:01 Mörg félög hafa borið víurnar í Sveindísi Jane Jónsdóttur, sérstaklega eftir landsleikinn gegn Svíþjóð fyrir mánuði síðan. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland og Svíþjóð mætast að nýju síðdegis á morgun, í Gautaborg, í toppslag í undankeppni EM, og hafa verið við æfingar í borginni undanfarna daga. ,,Það var þvílíkt mikilvægt að fá traustið."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/m0yt5fG8L1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2020 Sveindís og Karólína voru í byrjunarliðinu í báðum landsleikjunum í september og þessar 19 ára gömlu landsliðskonur þurfa eftir framgöngu sína lítið annað að gera en að kinka kolli og segja já til að komast í atvinnumennsku. Þær sýndu sérstaklega hve vel þær geta spjarað sig á stærra sviði en í Pepsi Max-deildinni, þar sem þær eiga Íslandsmeistaratitil vísan með Breiðabliki, með leik sínum í 1-1 jafnteflinu við HM-bronslið Svía. Sveindís lagði til að mynda upp jöfnunarmark Íslands með löngu innkasti. Mesti áhuginn á Sveindísi og Hlín „Það var áhugi til staðar fyrir 1-1 jafnteflið við Svíþjóð en eftir leik varð áhuginn mikill. Það er hópur sænskra félaga sem hefur sett sig í samband og vill fá Sveindísi og Karólínu,“ segir Gylfi Sigurðsson, umboðsmaður, við Fotbollskanalen. Klippa: Jafntefli gegn stórliði Svía Gylfi, sem er búsettur í Svíþjóð, starfar hjá Total Football umboðsskrifstofunni sem starfar meðal annars fyrir Sveindísi, Karólínu og Valskonuna Hlín Eiríksdóttur. Hlín, sem er ári eldri en hinar tvær, hefur þegar leikið 16 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún kom inn á sem varamaður í leikjunum í september. „Í seinni hálfleiknum [gegn Svíþjóð] kom Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Karólínu og ég get sagt að mesti áhuginn er á Hlín og Sveindísi,“ segir Gylfi við Fotbollskanalen. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék frábærlega gegn Svíþjóð og Lettlandi í síðasta mánuði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Aðspurður hvort að félög úr enn sterkari deildum en þeirri sænsku hafi sýnt íslensku ungstirnunum áhuga svarar Gylfi: „Nei, það hafa bara komið lauslegar fyrirspurnir um hvort að samningar þeirra séu að renna út. Aðaláhuginn er frá félögum í Svíþjóð og Noregi.“ Gylfi segir leikmennina ákveðna í að einbeita sér að leiknum mikilvæga við Svíþjóð og eftir það verði að koma í ljós hvað framtíðin beri í skauti sér hjá landsliðskonunum ungu. EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Stelpurnar okkar fengu mikilvæga aukadaga til æfinga í Gautaborg í þessari viku enda risastór leikur á dagskrá hjá þeim eftir helgi. 23. október 2020 13:00 Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. 23. október 2020 09:30 KSÍ reddaði vikuæfingabúðum fyrir kvennalandsliðið í Svíþjóð Knattspyrnusamband Íslands ákvað að senda kvennalandsliðið þremur dögum fyrr út til Svíþjóðar til að auðvelda liðinu undirbúninginn fyrir Svíþjóðarleikinn mikilvæga. 19. október 2020 13:01 Hólmfríður kemur inn í hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum í undankeppni EM. 17. október 2020 16:30 Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. Ísland og Svíþjóð mætast að nýju síðdegis á morgun, í Gautaborg, í toppslag í undankeppni EM, og hafa verið við æfingar í borginni undanfarna daga. ,,Það var þvílíkt mikilvægt að fá traustið."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/m0yt5fG8L1— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 24, 2020 Sveindís og Karólína voru í byrjunarliðinu í báðum landsleikjunum í september og þessar 19 ára gömlu landsliðskonur þurfa eftir framgöngu sína lítið annað að gera en að kinka kolli og segja já til að komast í atvinnumennsku. Þær sýndu sérstaklega hve vel þær geta spjarað sig á stærra sviði en í Pepsi Max-deildinni, þar sem þær eiga Íslandsmeistaratitil vísan með Breiðabliki, með leik sínum í 1-1 jafnteflinu við HM-bronslið Svía. Sveindís lagði til að mynda upp jöfnunarmark Íslands með löngu innkasti. Mesti áhuginn á Sveindísi og Hlín „Það var áhugi til staðar fyrir 1-1 jafnteflið við Svíþjóð en eftir leik varð áhuginn mikill. Það er hópur sænskra félaga sem hefur sett sig í samband og vill fá Sveindísi og Karólínu,“ segir Gylfi Sigurðsson, umboðsmaður, við Fotbollskanalen. Klippa: Jafntefli gegn stórliði Svía Gylfi, sem er búsettur í Svíþjóð, starfar hjá Total Football umboðsskrifstofunni sem starfar meðal annars fyrir Sveindísi, Karólínu og Valskonuna Hlín Eiríksdóttur. Hlín, sem er ári eldri en hinar tvær, hefur þegar leikið 16 A-landsleiki og skorað þrjú mörk. Hún kom inn á sem varamaður í leikjunum í september. „Í seinni hálfleiknum [gegn Svíþjóð] kom Hlín Eiríksdóttir inn á fyrir Karólínu og ég get sagt að mesti áhuginn er á Hlín og Sveindísi,“ segir Gylfi við Fotbollskanalen. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék frábærlega gegn Svíþjóð og Lettlandi í síðasta mánuði.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Aðspurður hvort að félög úr enn sterkari deildum en þeirri sænsku hafi sýnt íslensku ungstirnunum áhuga svarar Gylfi: „Nei, það hafa bara komið lauslegar fyrirspurnir um hvort að samningar þeirra séu að renna út. Aðaláhuginn er frá félögum í Svíþjóð og Noregi.“ Gylfi segir leikmennina ákveðna í að einbeita sér að leiknum mikilvæga við Svíþjóð og eftir það verði að koma í ljós hvað framtíðin beri í skauti sér hjá landsliðskonunum ungu.
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Stelpurnar okkar fengu mikilvæga aukadaga til æfinga í Gautaborg í þessari viku enda risastór leikur á dagskrá hjá þeim eftir helgi. 23. október 2020 13:00 Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. 23. október 2020 09:30 KSÍ reddaði vikuæfingabúðum fyrir kvennalandsliðið í Svíþjóð Knattspyrnusamband Íslands ákvað að senda kvennalandsliðið þremur dögum fyrr út til Svíþjóðar til að auðvelda liðinu undirbúninginn fyrir Svíþjóðarleikinn mikilvæga. 19. október 2020 13:01 Hólmfríður kemur inn í hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum í undankeppni EM. 17. október 2020 16:30 Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Sjá meira
Glódís Perla: Sáttar með að fá þrjá aukadaga saman Stelpurnar okkar fengu mikilvæga aukadaga til æfinga í Gautaborg í þessari viku enda risastór leikur á dagskrá hjá þeim eftir helgi. 23. október 2020 13:00
Höfum búið til góðan markamun gegn Íslandi Svíþjóð stendur betur að vígi en Ísland í baráttunni um efsta sæti F-riðils í undankeppni EM kvenna í fótbolta, nú þegar fjórir dagar eru í að liðin mætist í Gautaborg. 23. október 2020 09:30
KSÍ reddaði vikuæfingabúðum fyrir kvennalandsliðið í Svíþjóð Knattspyrnusamband Íslands ákvað að senda kvennalandsliðið þremur dögum fyrr út til Svíþjóðar til að auðvelda liðinu undirbúninginn fyrir Svíþjóðarleikinn mikilvæga. 19. október 2020 13:01
Hólmfríður kemur inn í hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Avaldsnes í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Svíum í undankeppni EM. 17. október 2020 16:30
Dagný skoraði þrennuna á öðrum fæti: Þreytandi að geta ekki leikið við son minn vegna verkja Dagný Brynjarsdóttir skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum þegar hún gat ekki notað hægri fótinn vegna meiðsla. Hún píndi sig í gegnum leikinn mikilvæga við Svíþjóð en gæti misst af næsta leik við sænska liðið. 16. október 2020 13:31
Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 1-1 | Dýrmætt jafntefli við bronslið HM Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð, bronslið HM í fyrra, og hefði vel getað landað sigri í toppslag F-riðils undankeppni EM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. 22. september 2020 19:47