Fékk tveggja ára bann fyrir að gefa leikmönnum peninga eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2020 11:01 Odell Beckham Jr. fagnarhér með liðfélögum sínum í Cleveland Browní leik á móti Pittsburgh Steelers. AP/Don Wright NFL-leikmaðurinn Odell Beckham Jr. má ekki koma nálægt neinu hjá Louisiana State University fótboltaliðinu næstu tvö árin eftir að hafa brotið reglur með því að gefa leikmönnum peninga í fagnaðarlátum háskólaliðsins í byrjun þessa árs. NFL-stjarnan mætti með tvö þúsund dollara í seðlum niður á völl og gaf leikmönnum háskólaliðs LSU eftir að liðið varð háskólameistari í janúar. Það er bannað samkvæmt reglum NCAA. Yfirmenn Louisiana State University tóku þá ákvörðun að loka dyrunum á Odell Beckham Jr. næstu tvö árin en á sama tíma þarf skólinn að ganga í gegnum erfiðleika hans vegna. LSU has banned Odell Beckham Jr. from its football facilities for two years related to the NCAA's investigation into improper booster payments to its football players, first reported by Sports Illustrated.More on the penalties: https://t.co/Cod97v5kt6 pic.twitter.com/5XmhQ50ZUG— SportsCenter (@SportsCenter) October 21, 2020 Leikmenn í bandaríska háskólafótboltanum mega ekki þiggja neinar greiðslur og LSU fékk alls konar refsingar fyrir það sem Odell Beckham Jr. gerði kvöldið sem LSU varð háskólameistari. Liðið missti meðal annars átta skólastyrki næstu tvö árin og skólanum var einnig gert erfiðara fyrir í að sannfæra mögulega framtíðarleikmenn liðsins að koma í skólann. Odell Beckham Jr. er fyrrum leikmaður LSU og mætti á úrslitaleikinn þar sem LSU vann 42-25 sigur á Clemson 13. janúar síðastliðinn. Beckham Jr. spilar nú með Cleveland Browns í NFL-deildinni og er enn að lifa á risasamning sem hann fékk á sínum tíma frá New York Giants. LSU is banning Odell Beckham Jr. for two years from their facility for handing out cash after its national title win, per @SInowIt s also removing eight scholarships as a penalty for booster payment violations(via @MorganLagreeTBP)pic.twitter.com/UlH0lNJNmv— Bleacher Report (@BleacherReport) October 21, 2020 Beckham sló um sig með því að mæta með alla þessa peningaseðla og fagnaði sigrinum með því að gefa fjórum leikmönnum liðsins seðlana niður á vellinum eftir leikinn. Hann fékk síðan að fagna sigrinum með þeim inn í búningsklefa líka. Odell Beckham Jr. skrifaði á sínum tíma undir fimm ára samning sem átti að skila honum 90 milljónum dollara eða 12,5 milljarða íslenskra króna. Hann fékk 17 milljónir dollara í laun fyrir síðasta tímabil og á að fá 14,2 milljónir fyrir núverandi tímabil. NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Odell Beckham Jr. má ekki koma nálægt neinu hjá Louisiana State University fótboltaliðinu næstu tvö árin eftir að hafa brotið reglur með því að gefa leikmönnum peninga í fagnaðarlátum háskólaliðsins í byrjun þessa árs. NFL-stjarnan mætti með tvö þúsund dollara í seðlum niður á völl og gaf leikmönnum háskólaliðs LSU eftir að liðið varð háskólameistari í janúar. Það er bannað samkvæmt reglum NCAA. Yfirmenn Louisiana State University tóku þá ákvörðun að loka dyrunum á Odell Beckham Jr. næstu tvö árin en á sama tíma þarf skólinn að ganga í gegnum erfiðleika hans vegna. LSU has banned Odell Beckham Jr. from its football facilities for two years related to the NCAA's investigation into improper booster payments to its football players, first reported by Sports Illustrated.More on the penalties: https://t.co/Cod97v5kt6 pic.twitter.com/5XmhQ50ZUG— SportsCenter (@SportsCenter) October 21, 2020 Leikmenn í bandaríska háskólafótboltanum mega ekki þiggja neinar greiðslur og LSU fékk alls konar refsingar fyrir það sem Odell Beckham Jr. gerði kvöldið sem LSU varð háskólameistari. Liðið missti meðal annars átta skólastyrki næstu tvö árin og skólanum var einnig gert erfiðara fyrir í að sannfæra mögulega framtíðarleikmenn liðsins að koma í skólann. Odell Beckham Jr. er fyrrum leikmaður LSU og mætti á úrslitaleikinn þar sem LSU vann 42-25 sigur á Clemson 13. janúar síðastliðinn. Beckham Jr. spilar nú með Cleveland Browns í NFL-deildinni og er enn að lifa á risasamning sem hann fékk á sínum tíma frá New York Giants. LSU is banning Odell Beckham Jr. for two years from their facility for handing out cash after its national title win, per @SInowIt s also removing eight scholarships as a penalty for booster payment violations(via @MorganLagreeTBP)pic.twitter.com/UlH0lNJNmv— Bleacher Report (@BleacherReport) October 21, 2020 Beckham sló um sig með því að mæta með alla þessa peningaseðla og fagnaði sigrinum með því að gefa fjórum leikmönnum liðsins seðlana niður á vellinum eftir leikinn. Hann fékk síðan að fagna sigrinum með þeim inn í búningsklefa líka. Odell Beckham Jr. skrifaði á sínum tíma undir fimm ára samning sem átti að skila honum 90 milljónum dollara eða 12,5 milljarða íslenskra króna. Hann fékk 17 milljónir dollara í laun fyrir síðasta tímabil og á að fá 14,2 milljónir fyrir núverandi tímabil.
NFL Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Sjá meira