Rússar neita ásökunum um tölvuárásir á Ólympíuleika Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 09:01 Rússnesk stjórnvöld hafa haft horn í síðu Ólympíuleikanna eftir að þeim var gerð refsing fyrir umfangsmikla ólöglega lyjfanotkun íþróttamanna. Vísir/EPA Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum. Sex Rússar sem starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU er ákærðir fyrir röð tölvuárása undanfarin ár. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákærurnar í gær en þær beinst meðal annars að árásum á orkudreifikerfi Úkraína og forsetaframboð Emmanuels Macron í Frakklandi í aðdraganda kosninga árið 2017. Rússnesk yfirvöld hafa iðulega borið af sér allar sakir og ásakanirnar nú voru engin undantekning. Ríkisfréttastofan RIA hefur eftir embættismanni í rússneska sendiráðinu í Washington-borg að þær hafi „augljóslega“ ekkert með raunveruleikann að gera og þeim sé ætlað að „ala á andúð á Rússum í bandarísku samfélagi og að leiða til nornaveiða og njósnaótta“. Í ákærunni í Bandaríkjunum eru tölvuárásir GRU sagðar hafa beinst að þeim sem hafi gagnrýnt rússnesk stjórnvöld, jafnt fyrrverandi Sovétlýðveldi sem vestræn ríki. Bresk stjórnvöld sökuðu í framhaldinu sömu sveit manna innan GRU um að reyna að brjótast inn í tölvur einstaklinga og stofnana sem tengjast Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó sem áttu að fara fram á þessu ári, að sögn Washington Post. Innbrot rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi fyrirtækis sem tengdist Vetrarólympíuleikunum árið 2018 er sagt hafa verið hefnd rússneskra stjórnvalda eftir að Alþjóðaólympíunefndin bannaði Rússum að senda lið þegar upp komst um umfangsmikla og kerfisbundna lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna. Tölvuþrjótar rússnesku leyniþjónustunnar eru einnig sakaðir um að hafa staðið að gíslatökuspilliforritinu NotPetya sem sérfræðingar telja skaðlegustu tölvuárás frá upphafi. Hugbúnaðurinn læsti meðal annars tölvum á sjúkrahúsum, stofnunum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Tjónið var metið á milljarða dollara, jafnvirði hundruð milljóna íslenskra króna. Einn rússnesku leyniþjónustumannanna var einnig ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir að hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Rússland Bretland Bandaríkin Tölvuárásir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum. Sex Rússar sem starfa fyrir rússnesku herleyniþjónustuna GRU er ákærðir fyrir röð tölvuárása undanfarin ár. Bandaríska dómsmálaráðuneytið kynnti ákærurnar í gær en þær beinst meðal annars að árásum á orkudreifikerfi Úkraína og forsetaframboð Emmanuels Macron í Frakklandi í aðdraganda kosninga árið 2017. Rússnesk yfirvöld hafa iðulega borið af sér allar sakir og ásakanirnar nú voru engin undantekning. Ríkisfréttastofan RIA hefur eftir embættismanni í rússneska sendiráðinu í Washington-borg að þær hafi „augljóslega“ ekkert með raunveruleikann að gera og þeim sé ætlað að „ala á andúð á Rússum í bandarísku samfélagi og að leiða til nornaveiða og njósnaótta“. Í ákærunni í Bandaríkjunum eru tölvuárásir GRU sagðar hafa beinst að þeim sem hafi gagnrýnt rússnesk stjórnvöld, jafnt fyrrverandi Sovétlýðveldi sem vestræn ríki. Bresk stjórnvöld sökuðu í framhaldinu sömu sveit manna innan GRU um að reyna að brjótast inn í tölvur einstaklinga og stofnana sem tengjast Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó sem áttu að fara fram á þessu ári, að sögn Washington Post. Innbrot rússnesku leyniþjónustunnar í tölvukerfi fyrirtækis sem tengdist Vetrarólympíuleikunum árið 2018 er sagt hafa verið hefnd rússneskra stjórnvalda eftir að Alþjóðaólympíunefndin bannaði Rússum að senda lið þegar upp komst um umfangsmikla og kerfisbundna lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna. Tölvuþrjótar rússnesku leyniþjónustunnar eru einnig sakaðir um að hafa staðið að gíslatökuspilliforritinu NotPetya sem sérfræðingar telja skaðlegustu tölvuárás frá upphafi. Hugbúnaðurinn læsti meðal annars tölvum á sjúkrahúsum, stofnunum og fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Tjónið var metið á milljarða dollara, jafnvirði hundruð milljóna íslenskra króna. Einn rússnesku leyniþjónustumannanna var einnig ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir að hafa reynt að brjótast inn í kosningakerfi í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016.
Rússland Bretland Bandaríkin Tölvuárásir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira