Viðar Örn með 31 mark í 34 leikjum í Noregi og tók metið af Rikka Daða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2020 10:31 Viðar Örn Kjartansson kann vel við sig í búningi Vålerenga liðsins. Skjámynd/Youtube Viðar Örn Kjartansson bætti í gær met Ríkharðs Daðasonar þegar hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku úrvalsdeildinni í aðeins sínum 34. leik í deildinni. Enginn Íslendingur hefur verið fljótari í þrjátíu mörk í Eliteserien en Selfyssingurinn marksækni. Ríkharður Daðason hafði áður verið fljótastur Íslendinga til að skora þrjátíu mörk í norsku úrvalsdeildinni en því náði hann á sínu öðru tímabili í deildinni sumarið 1999. Ríkharður skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 43. leik sem var á móti Brann 18. september 1999. Vidar Örn Kjartansson pic.twitter.com/JTkElMIAjB— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) October 18, 2020 Ríkharður Daðason spilaði með Viking Stavangri á árunum 1998 til 2000 og skoraði þá 48 mörk í aðeins 69 leikjum. Hann kom aftur árið 2002 til að spila með Lilleström og bætti þá við 4 mörkum í 12 leikjum á tveimur tímabilum. Viðar Örn lagði auðvitað grunninn að þessu með því að skora 25 mörk í 29 leikjum með Vålerenga sumarið 2014 en hefur tekið upp þráðinn í ár. Viðar Örn snéri aftur til norska liðsins í haust og er nú kominn með sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á leiktíðinni. Viðar Örn var ekki búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti Sandefjord í gær en kom sínu liði í 2-0 með tveimur fyrstu mörkum leiksins í þessum 3-0 sigri Vålerenga. Viðar er því farinn að nálgast markahæstu menn þrátt fyrir að hafa leikið sinn fyrsta leik um miðjan september. watch on YouTube Helgi Sigurðsson er þriðji á listanum en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum sextugasta leik sumarið 2001. Tryggvi Guðmundsson er síðan fjórði en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 66. leik en hann var þá á sínu þriðja tímabili. Veigar Páll Gunnarsson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu norsku úrvalsdeildarinnar með 71 mark í 177 leikjum. Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson Norski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson bætti í gær met Ríkharðs Daðasonar þegar hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku úrvalsdeildinni í aðeins sínum 34. leik í deildinni. Enginn Íslendingur hefur verið fljótari í þrjátíu mörk í Eliteserien en Selfyssingurinn marksækni. Ríkharður Daðason hafði áður verið fljótastur Íslendinga til að skora þrjátíu mörk í norsku úrvalsdeildinni en því náði hann á sínu öðru tímabili í deildinni sumarið 1999. Ríkharður skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 43. leik sem var á móti Brann 18. september 1999. Vidar Örn Kjartansson pic.twitter.com/JTkElMIAjB— Vålerenga Fotball (@ValerengaOslo) October 18, 2020 Ríkharður Daðason spilaði með Viking Stavangri á árunum 1998 til 2000 og skoraði þá 48 mörk í aðeins 69 leikjum. Hann kom aftur árið 2002 til að spila með Lilleström og bætti þá við 4 mörkum í 12 leikjum á tveimur tímabilum. Viðar Örn lagði auðvitað grunninn að þessu með því að skora 25 mörk í 29 leikjum með Vålerenga sumarið 2014 en hefur tekið upp þráðinn í ár. Viðar Örn snéri aftur til norska liðsins í haust og er nú kominn með sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á leiktíðinni. Viðar Örn var ekki búinn að skora í tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti Sandefjord í gær en kom sínu liði í 2-0 með tveimur fyrstu mörkum leiksins í þessum 3-0 sigri Vålerenga. Viðar er því farinn að nálgast markahæstu menn þrátt fyrir að hafa leikið sinn fyrsta leik um miðjan september. watch on YouTube Helgi Sigurðsson er þriðji á listanum en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum sextugasta leik sumarið 2001. Tryggvi Guðmundsson er síðan fjórði en hann skoraði sitt þrítugasta mark í norsku deildinni í sínum 66. leik en hann var þá á sínu þriðja tímabili. Veigar Páll Gunnarsson er markahæsti íslenski leikmaðurinn í sögu norsku úrvalsdeildarinnar með 71 mark í 177 leikjum. Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson
Flest mörk Íslendinga í norsku úrvalsdeildinni Veigar Páll Gunnarsson 71 mark (177 leikir) Tryggvi Guðmundsson 60 (142) Ríkharður Daðason 52 (81) Matthías Vilhjálmsson 47 (180) Björn Bergmann Sigurðarson 40 (123) Helgi Sigurðsson 39 (104) Pálmi Rafn Pálmason 32 (166) Viðar Örn Kjartansson 31 (34) Fæstir leikir til að skora 30 mörk 34 leikir - Viðar Örn Kjartansson 43 leikir - Ríkharður Daðason 60 leikir - Helgi Sigurðsson 66 leikir - Tryggvi Guðmundsson
Norski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira