Segja próf gefa jákvæða niðurstöðu þó einstaklingur sé ekki smitandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 23:31 Prófað fyrir kórónuveirunni í Miami í Bandaríkjunum. Joe Raedle/Getty Heilbrigðissérfræðingar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stöðluð kórónuveirupróf séu of næm og sýni þess vegna of oft jákvæða niðurstöðu fyrir veirunni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Það kann að orka tvímælis að segja að próf sem ætlað er að skima fyrir mögulega banvænum sjúkdómi sé „of gott.“ Það sem faraldursfræðingar eiga þó við með því er að mögulegt er að prófin veiti jákvæða niðurstöðu úr skimun á fólki sem er með tiltölulega lítið veirumagn. Einstaklingar með lítið magn veirunnar í sér séu ólíklegir til þess að smita aðra, og greining á þeim geti skapað „flöskuháls“ sem tefji fyrir smitrakningu og geri þannig erfiðara að finna smitandi einstaklinga sem eru með meira magn veirunnar í sér. Þetta bendi til þess að þörf sé á hraðvirkari prófum, sem kunni að vera minna næm fyrir litlu magni af veirunni. Magnið mergurinn málsins Prófin sem nú eru notuð í Bandaríkjunum veita einfaldlega upplýsingar um hvort einstaklingur er með veiruna í sér eða ekki, líkt og um nei eða já spurningu sé að ræða. Vísindamenn hafa hins vegar kallað eftir því að tekin verði í notkun próf sem gefi með niðurstöðum grófa mynd af magni veirunnar í hverjum einstaklingi sem skimaður er. Einn þeirra er Dr. Michael Mina, faraldursfræðingur við Harvard T.H School of Public Health í Bandaríkjunum. Hann telur að prófa þurfi sem flesta með slíkum prófum, einnig einkennalaust fólk. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti á fimmtudag að hún hefði fest kaup á 150 milljón slíkum prófum. „Við erum búin að vera að nota eina gerð tölfræði fyrir allt, plús eða mínus. Það er allt og sumt. Við notum það í klínískum greiningum, í umræðu um lýðheilsu og við pólitíska ákvarðanatöku,“ hefur NYT eftir Mina. Hann segir hins vegar að þessi nálgun, já eða nei, sé ekki vænleg til árangurs. Það sé veirumagn sem ætti að hafa eitthvað að segja um hvaða skref verði tekin með Covid-sjúklingum í kjölfar greiningar. „Að mínu viti er afar óábyrgt að hundsa þá staðreynd að þetta snýst um magn.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Sjá meira
Heilbrigðissérfræðingar í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum af því að stöðluð kórónuveirupróf séu of næm og sýni þess vegna of oft jákvæða niðurstöðu fyrir veirunni. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. Það kann að orka tvímælis að segja að próf sem ætlað er að skima fyrir mögulega banvænum sjúkdómi sé „of gott.“ Það sem faraldursfræðingar eiga þó við með því er að mögulegt er að prófin veiti jákvæða niðurstöðu úr skimun á fólki sem er með tiltölulega lítið veirumagn. Einstaklingar með lítið magn veirunnar í sér séu ólíklegir til þess að smita aðra, og greining á þeim geti skapað „flöskuháls“ sem tefji fyrir smitrakningu og geri þannig erfiðara að finna smitandi einstaklinga sem eru með meira magn veirunnar í sér. Þetta bendi til þess að þörf sé á hraðvirkari prófum, sem kunni að vera minna næm fyrir litlu magni af veirunni. Magnið mergurinn málsins Prófin sem nú eru notuð í Bandaríkjunum veita einfaldlega upplýsingar um hvort einstaklingur er með veiruna í sér eða ekki, líkt og um nei eða já spurningu sé að ræða. Vísindamenn hafa hins vegar kallað eftir því að tekin verði í notkun próf sem gefi með niðurstöðum grófa mynd af magni veirunnar í hverjum einstaklingi sem skimaður er. Einn þeirra er Dr. Michael Mina, faraldursfræðingur við Harvard T.H School of Public Health í Bandaríkjunum. Hann telur að prófa þurfi sem flesta með slíkum prófum, einnig einkennalaust fólk. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta tilkynnti á fimmtudag að hún hefði fest kaup á 150 milljón slíkum prófum. „Við erum búin að vera að nota eina gerð tölfræði fyrir allt, plús eða mínus. Það er allt og sumt. Við notum það í klínískum greiningum, í umræðu um lýðheilsu og við pólitíska ákvarðanatöku,“ hefur NYT eftir Mina. Hann segir hins vegar að þessi nálgun, já eða nei, sé ekki vænleg til árangurs. Það sé veirumagn sem ætti að hafa eitthvað að segja um hvaða skref verði tekin með Covid-sjúklingum í kjölfar greiningar. „Að mínu viti er afar óábyrgt að hundsa þá staðreynd að þetta snýst um magn.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Sjá meira