Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 12:01 Paul Pogba hjá Manchester United og Alisson Becker hjá Liverpool á góðri stundu. Getty/Martin Rickett Risarnir Manchester United og Liverpool hristu vel upp í enska knattspyrnuheiminum þegar fréttist af umsvifamikilli breytingatillögu þeirra á fyrirkomulagi í enska boltanum í næstu framtíð. Tilvist verkefnisins „Project Big Picture“ var stærsta frétt helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Stóru liðin vilja fækka liðum í deildinni og að flestra mati sækja sér meiri völd. Þau setja þessa tillögu samt fram sem leið til að koma liðunum í neðri deildunum til bjargar peningalega í mjög erfiðu rekstrarumhverfi vegna kórónuveirunnar. Þetta á því að vera björgunartillaga fyrir liðin í neðri deildunum út á við en fleiri sjá þetta sem plott á bak við tjöldin um valdatöku stóru klúbbanna. Samkvæmt tillögunni verður fækkað í ensku úrvalsdeildinni úr tuttugu liðum í átján en það yrðu áfram 24 lið í B- og C-deildinni. Absolute power in the hands of a tiny elite should be resisted.Project Big Picture is a disgusting idea - a power-grabbing new low for English football | @LukeEdwardsTelehttps://t.co/xikIWgFalP— Telegraph Football (@TeleFootball) October 12, 2020 Tvö neðstu liðin myndu falla úr deildinni en liðið í sextánda sæti færi í umspil með liðunum í 3. til 5. sæti úr ensku b-deildinni þar sem keppt væri um eitt laust sæti. Í tillögunum á að leggja niður Enska deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn sem og fallhlífargreiðslurnar til liðanna sem falla úr ensku úrvalsdeildinni. Það á að búa strax til 250 milljóna punda björgunarsjóð fyrir ensku deildarkeppnina, EFL, og þá fengi enska knattspyrnusambandið hundrað milljónir punda vegna tekjutaps út af kórónuveirunni. Bæði eru nauðsynleg framlög á erfiðum tímum og eitthvað sem þau hafa kallað eftir. Enska deildarkeppnin fengi síðan í framhaldinu 25 prósent af sjónvarpssamningum framtíðarinnar sem og að taka þátt í gerð þeirra. Þessi peningur ætti að vera talsverður og um leið góður grunnur fyrir framtíðarrekstur. Radical proposals for the reform of English football could have a "damaging impact" on the game, says the Premier League.What do you think? #bbcfootball Full story https://t.co/llilrdzs7X pic.twitter.com/f1KFZpvXCS— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2020 Það umdeildasta er kannski það að níu félög myndu fá sérstakan kosningarétt um ákveðin atriði út frá því hvað þau hafa verið lengi í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru risaklúbbarnir sex; Manchester United, Liverpool, Manchester City, Chelsea, Arsenal og Tottenham auk Everton, West Ham United og Southampton. Í dag þarf fjórtán lið til að samþykkja breytingar á ensku úrvalsdeildinni. Eftir þetta þá ættu risarnir auðveldara með að koma ákveðum hlutum í gegn eða verjast því að minni félögin ætli sér of mikið. En er þetta valdataka eða björgunaraðgerð? Það lítur út fyrir að þetta sé blanda af þessu tvennu. Það er ljóst að erfitt rekstrarumhverfi liðanna í neðri deildunum kallar á nauðsynlega hjálp frá ríkari félögunum en það lítur út fyrir að til að fá slíka hjálp þá þurfi minni liðin að afsala sér meiri völdum til risanna. Tillögurnar hafa líka fengið hörð viðbrögð. Enska úrvalsdeildin sjálf sér þær sem eitthvað baktjaldamakk og margir líta á sem svo að stóru liðin séu með þessu að tryggja enn frekari yfirburði sína í framtíðinni. Það þyrfti í það minnsta færri atkvæði til að að ráða ferðinni þegar kemur að samningagerð, reglum um rekstur og jafnvel hvernig verður tekið í hugsanleg yfirtökuboð hjá minni félögum deildarinnar. Margir fara svo langt að líta á þetta sem skref í átt að evrópskri ofurdeild þar sem stóru klúbbarnir hafa öll völdin. Það sem er ljóst er að neðri deildirnar á Englandi hafa enn ekki fengið neina hjálp og það er ólíklegt að þau fái hjálp nema að gefa eitthvað eftir í staðinn. Hvort að rétta leiðin sé þá að færa stóru klúbbunum enn meiri völd í staðinn er erfið staða að vera í. Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira
Risarnir Manchester United og Liverpool hristu vel upp í enska knattspyrnuheiminum þegar fréttist af umsvifamikilli breytingatillögu þeirra á fyrirkomulagi í enska boltanum í næstu framtíð. Tilvist verkefnisins „Project Big Picture“ var stærsta frétt helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Stóru liðin vilja fækka liðum í deildinni og að flestra mati sækja sér meiri völd. Þau setja þessa tillögu samt fram sem leið til að koma liðunum í neðri deildunum til bjargar peningalega í mjög erfiðu rekstrarumhverfi vegna kórónuveirunnar. Þetta á því að vera björgunartillaga fyrir liðin í neðri deildunum út á við en fleiri sjá þetta sem plott á bak við tjöldin um valdatöku stóru klúbbanna. Samkvæmt tillögunni verður fækkað í ensku úrvalsdeildinni úr tuttugu liðum í átján en það yrðu áfram 24 lið í B- og C-deildinni. Absolute power in the hands of a tiny elite should be resisted.Project Big Picture is a disgusting idea - a power-grabbing new low for English football | @LukeEdwardsTelehttps://t.co/xikIWgFalP— Telegraph Football (@TeleFootball) October 12, 2020 Tvö neðstu liðin myndu falla úr deildinni en liðið í sextánda sæti færi í umspil með liðunum í 3. til 5. sæti úr ensku b-deildinni þar sem keppt væri um eitt laust sæti. Í tillögunum á að leggja niður Enska deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn sem og fallhlífargreiðslurnar til liðanna sem falla úr ensku úrvalsdeildinni. Það á að búa strax til 250 milljóna punda björgunarsjóð fyrir ensku deildarkeppnina, EFL, og þá fengi enska knattspyrnusambandið hundrað milljónir punda vegna tekjutaps út af kórónuveirunni. Bæði eru nauðsynleg framlög á erfiðum tímum og eitthvað sem þau hafa kallað eftir. Enska deildarkeppnin fengi síðan í framhaldinu 25 prósent af sjónvarpssamningum framtíðarinnar sem og að taka þátt í gerð þeirra. Þessi peningur ætti að vera talsverður og um leið góður grunnur fyrir framtíðarrekstur. Radical proposals for the reform of English football could have a "damaging impact" on the game, says the Premier League.What do you think? #bbcfootball Full story https://t.co/llilrdzs7X pic.twitter.com/f1KFZpvXCS— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2020 Það umdeildasta er kannski það að níu félög myndu fá sérstakan kosningarétt um ákveðin atriði út frá því hvað þau hafa verið lengi í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru risaklúbbarnir sex; Manchester United, Liverpool, Manchester City, Chelsea, Arsenal og Tottenham auk Everton, West Ham United og Southampton. Í dag þarf fjórtán lið til að samþykkja breytingar á ensku úrvalsdeildinni. Eftir þetta þá ættu risarnir auðveldara með að koma ákveðum hlutum í gegn eða verjast því að minni félögin ætli sér of mikið. En er þetta valdataka eða björgunaraðgerð? Það lítur út fyrir að þetta sé blanda af þessu tvennu. Það er ljóst að erfitt rekstrarumhverfi liðanna í neðri deildunum kallar á nauðsynlega hjálp frá ríkari félögunum en það lítur út fyrir að til að fá slíka hjálp þá þurfi minni liðin að afsala sér meiri völdum til risanna. Tillögurnar hafa líka fengið hörð viðbrögð. Enska úrvalsdeildin sjálf sér þær sem eitthvað baktjaldamakk og margir líta á sem svo að stóru liðin séu með þessu að tryggja enn frekari yfirburði sína í framtíðinni. Það þyrfti í það minnsta færri atkvæði til að að ráða ferðinni þegar kemur að samningagerð, reglum um rekstur og jafnvel hvernig verður tekið í hugsanleg yfirtökuboð hjá minni félögum deildarinnar. Margir fara svo langt að líta á þetta sem skref í átt að evrópskri ofurdeild þar sem stóru klúbbarnir hafa öll völdin. Það sem er ljóst er að neðri deildirnar á Englandi hafa enn ekki fengið neina hjálp og það er ólíklegt að þau fái hjálp nema að gefa eitthvað eftir í staðinn. Hvort að rétta leiðin sé þá að færa stóru klúbbunum enn meiri völd í staðinn er erfið staða að vera í.
Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Fleiri fréttir Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Sjá meira